Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Side 16

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Side 16
256 NÝJAR KV0LDVÖKUR. ennþá eftir 10 ára rannsóknir en þekking manna á rafmagninu fyrir 100 árum síðan. Rað var árið 1798 að Oalvani tók eftir krampakippum í frosklæri, sem hann hengdi með koparþræði á járnsnaga. Enginn hefði þá haldið að þarna væri að ræða um náttúru- krafta, sem mannkynið mundi, eftir fáeina mannsalda, geta notað til að framleiða meiri hita en nokkru sinni áður, til að lýsa upp borgir og bæi, og verða hreyfiöfl fyrir skip og vagnalestir, og sem þar að auki mundi geta flutt málróm manna og skeyti landa á milli um allan heim. A þessu er nu raun orð- in og vér skoðum það nú eins og sjálfsagða hluti. En þessi reynsla vor ætti að vara okkur við því að koma með nokkrár staðhæfingar um ómögulega hluti.« Pví hefir verið spáð að jörðin mundi smátt og smátt kólna og verða að köldu eyðihjarni, þar sem engin lífsvera gæti þrifist. Sólin brennur stöðugt og eyðir eldsneyti sínu; þess vegna hefur þessi skoðun fengið marga áhangendur. Rannsóknirnar um radíum glæða hinsvegar þá von, að ekki þurfi þar með öll kurl að vera komin til grafar. Pví ef vér hugsum oss að í jarðskorpunni væri töluvert af úran og radíum og öðrurn frumefnum í sundurleysingu, þá væri hitaframleiðsla þeirra nægileg til að vega á móti hitamissinum sem jörðin verður nú fyrir árlega. En eftir þessu yrði þá jörðin ekki hnöttur, sem stöðugt væri að kólna, heldur væri hún hnöttur, sem gæti hitað sig sjálfur þegar hún nyti ekki lengur sólarhitans. Lífið á jörðinni ætti eftir þessu að geta haldið miklu lengur áfram en hingað til hefur verið haldið og mannkynið þarf eigi lengur að óttast að verða úti á hjarninu, heldur getur það átt von á að lifa um ótölulegan árafjölda. VILTI JAGER. Kýmnissaga eftir O. Mettenhausen. j>FerschkeJ — Ferschke!« »Herra lautinant?« »Hvar í skollanum ertu? Eg hef nú víst hrópað á þig í hálfa klukkustund. — Komdu með fötin og stígvélin mín!« »Fyrirgefið, herra lautinant, það má eg ekki.« »Hva — að? Máttu það ekki? Hvað hugs- arðu, strákur, hver hefur bannað þér það?« • Herra lautinantinn hefur sjálfur í gær —« Hvað hefi eg í gær?« »Herra lautinantinn sagði sjálfur í gær: »Ferschke! Ofurstinn hefur sett mig í 5 daga stofufangelsi, en hversvegna — það kemur þér ekkert við. — Férschke!« sagði herra lauti- nantinn, »eg verð að dúsa inni þessa 5 daga. Undan því kemst eg ekki.« »En eg þekki sjálfan mig, eg eiri því ekki, að hýrast inni í 5 daga í þvílíku afbragðs veðri og þegar mér fer að leiðast, stekk eg út. En ef gamli skröggur hittir mig, þá hleypur fjandinn í svínið. »Ferschke!« sagði herra laut- inantinn, »þú stofnar hausnum á þér í háska ef þú felur ekki öll mín föt og stívgél og fær mér ekkert — ekkert af því þótt eg skipi þér það. Þú mátt gjarna troða baðmull í eyru þér eða fylla þau með stígvélaáburði, mín vegna, eins og Dissefs sálugi gerði, eða hvern þrem- ilinn hann hét. En ef þú svíkst um þetta, og lætur niig komast burt og svo lendi eg í klúðri, þá flæ eg þig lifandi og læt gjöra mér nautsleðursstígvél úr húðinni.« Lautinant von Jáger var í einkennisfrakka, sem hann notaði heimafyrir, og slitnum reið- stígvélum og stóð með hendurnar í vösunum frammi fyrir þjóni sínum og glotti í kampinn. »En Ferschke minn,« byrjaði hann með ör- væniingarrómi, »það var bara heimskulegt uppá- tæki af mér, og eg ték það alt aftur, þæði þetta með stígvélaáburðinn og með vatnsbyss-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.