Nýjar kvöldvökur - 01.11.1913, Qupperneq 17
VILTI-JÁGAR.
257
una. En vertu nú ekki með neitt þvaður. Get-
urðu fengið þig til að halda mér hér lokuð-
um inni í mörghundruð klukkutíma í svona
góðu veðri? Ætlar þú líka að níðast á mér
°g misskilja mig, eins og allir hinir. F*ú líka,
barnið miít Brútus?«
Roða brá fyrir í andliti drengsins, sem sýndi
1 bve mikilli baráttu hann átti milli skyldurækni
smnar og vináttu til húsbónda síns. Loks sigr-
aði skylduræknin.
»Herra lautinant, þ að dugar ekki, eg get
ekki slíkt.«
»Ferschke, er þér alvara?*
»Já,- herra lautenant.*
»Ut með þig þá!«
Ferschke fleygðist á dyr í einu stökki, en
lautenantinn gekk um gólf með löngum skref-
um, með hendurnar fyrir aftan bakið.
»Bannsettur strákurinn,* tautaði hann með
sjalfum sér, »hann gerir það víst ekki, nei,
hreint ekki! Án hans vitundar kemst eg alls
ekki út og ekki heldur með hans vilja. — Rað
er svo sem auðvitað að þessi öryggisvörður
uúnn hefur lokað alt sem nýtilegt er af fatnaði
ltlni i skápnum og geymir lyklana — — eins og
ðóninn þarna í leiknum eftir Siegfried í öðrum
þætti. _ Og svo er eg í ræningjabúningi — «
hann skoðaði sig frá hvirfli til ilja — »en eg
8et ekki farið svona út á strætið, eða hvað á
eg að gera? Halló, þar datt mér nokkuð í
hug eftir Schiller — Ferschke!*
Andlit þjónsins sást í gættinni.
»Herra lautenant?«
•Ferschke, eg hefi gtaðráðið að vera kyr,
en þurbrjósta sit eg hér ekki. Hér eru skild-
ingar, farðu til vínkaupmannsins og sæktu mér
2 rauðavínsflöskur.«
»En, herra lautinant, það er nóg rauðvín í
hjallaranum.*
»Stendur á sama, viltu gera svo vel og
hypja þig, drengur minn!«
Ferschke snautaði burt með hægð og leit
Srunsamlegum augum til húsbónda síns, en
S®tti samt nákvæmlega að því, að skáparnir
væru allir vel læstir.
Pegar skóhljóð hans var dáið út í for-
stofunni stökk lautinantinn í skyndi á fætur og
fram í næsta herbergi. Hann þreif í skáphurð-
irnar og fann að þær voru harðlæstar. Án þess
að hugsa sig um þreif hann af alefli í einn
kápinn, kipti honum úr skorðum, og niður af
þilinu, braut úr honum bakið og fann ljóm-
andi fallegan Ijósan sumarfatnað og stígvél,
með öðrum orðum fatnað, sem sæmdi hverjum
heldri manni, sem vera skyldi. Hann hljóp með
þetta inn í svefnherbergið, faldi það á bak við
rúmið, setti skápinn upp að þili aftur, og hag-
ræddi sér svo, sem bezt hann gat á legubekkn-
um í svefnherberginu sínu. Eftir tæpar fimm
mínútur kom Ferschke hinn ráðvendnislegi fram
á sjónarsviðið, löðrandi í svita og með tvær
vínflöskur undir hendinni.
Rað mátti vel sjá, að hann hafði búizt við
einhverju ekki góðu, því að það birti skyndi-
lega yfir svip hans, er hann sá húsbónda sinn
liggja rólegan á legubekknum. Hann hafði líka
litið eftir skápunum, þegar hann gekk fram hjá,
en þegar nú alt var í sömu fellingum og þeg-
ar hann fór, fór hann að trúa á ráðvendni hús-
bónda síns.
»Nú, nú, Ferschke! Rú gleðst víst í sann-
leika yfir því, að eg er svona hygginn maður?«
»Já, með yðar leyfi, herra lautinant!«
»Gott er það, sonur sæll.«
»Láttu nú flöskurnar á borðið, náðu mér
í glas og láttu mig svo í friði nokkrar klukku-
stundir. Eg ætla að sofa úr mér ólundina, eins
og greifingi í vetrarhíði og sjúga lappir mín-
ar« — lítur hornauga til flasknanna — »eða
þessar flöskustrýtur. í fjórar stundir gegni eg
ekki heimsóknum og þú ónáðar mig ekki held-
ur Þú skilur?«
Ferschke Ijómaði af ánægju yfir hyggindum
húsbónda síns, sótti glasið og hvarf svo.
Varla var hann búinn að loka hurðinni á
eftir sér, fyr en lautinant von Jáger stökk upp
og inn í svefnherbergi sitt. lnnan fárra mín-
útna hafði hann skift um föt og var nú klædd-
ur sem prúðmenni.
Hann leit sem snöggvast í spegilinn, kink-
33