Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 6
52 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sína. I ritgerð þeirri, sem hér um ræðir kemur þegar fram það, sem einkenndi fræðimennsku Ólafs öðru framar, það er hinn ótæmandi fróðleikur og elja að safna honum saman úr hinum fjarlæg- ustu stöðum. Svo segir dr. Jón Þorkels- son yngri um starfshætti hans í eftir- mælum prentuðum í Þjóðólfi 12. okt. 1908: »Sótti hann að vísu ekki fyrir- lestra háskólans fastar en margir aðrir, en á bóka- og fræðasöfnum, sem mest spekt og vísdómur er í fólginn, voru fáir tíðari gestir enhann á Hafnarárum sínum. Teikn- aði hann þar upp hvern þann fróðleik, er honum þótti nokkurs varða þáð sem hann vildi vita. Það sem hann hefur við- að að sér á þan-n hátt af lærdómi þeim, er af bókum má fá um islenzka náttúru- fræði og íslenzka siðmenning hygg ég sæti býsnum, enda hugsa ég að aldrei hafi nokkur maður, hvorki fyrr né síðar, verið læfðari á slíka hluti en hann var«. Mun dr. Jóni hafa verið þetta flestum mönnum kunnugra, þar sem þeir voru bekkjarbræður í skóla. En á Hafnarár- unum voru þeir nánir samvérkamenn. Ekki varð samt úr, að Ólafur fengist sérstaklega mikið við Landfræðissögu ís- lands eftir þetta. Það varð og skömmu síðar að Þoi*valdur Thoroddsen hóf að gefa út sína sögu. Reit Ólafur þá dóm um fyrsta bindi hennar og benti á ýmis- legt, er niður hafði fallið, eða rangskýrt væri. Svöruðu þeir því Thoroddsen og Aug. Gebhardt og hröktu þar ýmsar til- gátur Ólafs, en ekki verður um það dæmt hér, hvorir liafa á réttara að standa. Þá ef eins og áður er getið fjöldi greina í Sunnanfara, sem skýra frá efni ferðabóka og annara rita, þar sem ís- lands er getið. Mun ekki í annan tíma hafa verið meira um það getið á íslenzku, hvað um oss er sagt í erlendum blöðum og bókum. önnur ríislörf. Hér er eigi rúm til að geta annara rit- gerða Ólafs, svo að nokkru nemi. En þar er um auðugan garð að gresja: ritdómar um allar mögulegar bækur, æfiminning- ar, sagnfræðilegar ritgerðir o. fl. Einnar ritgerðar get ég þó eigi látið hjá líða að minnast. Það er : »Um þilskipaveiðar«, í 12. ári »Andvara« 1886. Mun hún vera eitt hið fyrsta, er á prent kom eftir Ól- af. Þar tekur hann til athugunar hvort heillavænlegra sé þilskipaveiðar eða veið- ar á opnum bátum. Hvetur hann þar mjög til þilskipaveiða og leiðir mörg og sterk rök að skoðun sinni, sem um þær mundir var fullkomin nýjung meðal ts- lendinga. Fyrir ritgerð þessa hlaut hann verðlaun úr gjafasjóði Guttorms prófasts Þorsteinssonar. í áður nefndri gTein dr. J. Þ. telur hann ritgerð þessa dæmi þess, hve fljótur Ólafur hafi verið að átta sig á hlutunum og skilja þá. Það virðist líka óneitanlega nokkuð óskylt að fást við þjóðfræðasöfnun og rita rökstuddar hug- vekjur um fiskiveiðaaðferðir. Um þenna þátt í gerð Ölafs segir J. Þ.: »Aðdáanlegt var, hvað hann var fljótur að skilja og setja sig' inn í og átta sig á hverju, sem hann fjekst við... Það var eins og hann væri strax inni í öllu«. Káflúrufræðirannsóknir. Eins og fyrr er getið, byrjaði Ólafur á náttúrufræðinámi við háskólann. Enginn vafi er á því, að þá hafa þau vísindi ver- ið efst í huga hans. Hér skal engum get- um að því leitt, hvað valdið hafi því, að hann um langt skeið hvarf frá náttúrú- fræðinni að mestu. Eigi hefur hann þó hafnað þeim fi-æðum með öllu, því að öll hans Hafnarár er varla skrifað svo rit um íslenzka náttúrufræði, áð Ólafur geti þess ekki að einhverju og gagnrýni það. Er hann þar oft allhvass í orði um það er honum þótti miður fara. Ritdómar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.