Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 39
ASKJA
85
sem þá var nýorðinn stúdent og nú les
jarðfræði í Kaupmannahöfn. Hann hafði
einu sinni komið í Öskju áður, og var til
með að reyna að rata þangað aftur.
Fjórði maðurinn, sem ætlaði að vera með
í förinni, var Bjarki Ásmundarson í Hlíð
í Kinn. Höfðum við mælt okkur mót í
Engidal þetta kvöld, en það var 21. júlí
1933.
Eins og áður er getið var hiti mikill
um daginn, og þótti okkur því hæfilegt
að taka okkur dálitla hvíld í Stafni. Þar
fengum við líka lánaða ýmsa smámuni til
ferðarinnar, því margs þarf með á fjalla-
ferðum, en við fátækir af slíkum hlutum
og höfðum því látið greipar sópa um hér-
aðið, og vorum orðnir uggandi um að
hver fengi sitt að ferðalokum. Eftir að
hafa fengið góðan beina í Stafni, héldum
við ferðinni áfram. Fórum við fram hjá
Laugaseli og Hörgsdal, og suður yfir
Jafnafell,
Fagurt er á Fljótsheiði á sumrum,
hvort sem litið er fjær eða nær. Heið-
in sjálf víðáttumikill geimur með fell-
um og ásum, mýrum og móum, tjörn-
um og stöðuvötnum, öll gróin, svo varla
sér í stein. Þetta er paradís sauðanna og
staður, sem sauðabændur líta hýru auga
til. En um hana lykur fjallahringurinn
víður og blár í fjarskanum. I vestri eru
Bárðardalsfjöll, í norðvestri Kinnarfjöll,
í norðaustri Grísatungu- og Lambafjöll,
í austri Mývatnsfjöllin, í suðaustri
Dyngjufjöll, en í suðri Trölladyngja. —
En við gefum þessari fegurð lítinn gaum;
hana höfum við oft séð áður. Einu fjöll-
in, sem við veitum athygli, eru Dyngju-
fjöllin- Þangað stefnir hugurinn óskiptur.
Við höfðum búizt við að gista á syðstu
bæjunum um nóttina og að lagt yrði á
fjöllin næsta morgun. En þegar við kom-
um í Engidal, var Tómas í óða önn að
undirbúa ferðina og átti að leggja af
stað um kvöldið. Nesti og hey handa
hestunum fengum við þar og þar kom
Bjarki skömmu á eftir okkur. Eftir að
hafa neytt kjarngóðrar máltíðar, og beitt
hestunum á gott haglendi, héldum við af
stað. Höfðum við nú föggur nokkrar á
aukahestunum, en gátum þó farið greitt
þar, sem vegurinn leyfði það. — Við
komum í Svartárkot um háttatíma. Það-
an er lagt á öræfin. Sunnan og austan
við túnið tekur við mesta hraunbreiða Is-
lands, ódáðahraun, og bak við það glitti
í Dyngjufjöll gegnum nætuvmistriö. —
Við látum hestana grípa niður meðan við
drekkum kaffi hjá Kristjáni bónda, og
kl. 12 á miðnætti leggjum við af stað. Nú
hefst aðajferðin.
Frá Svartárkoti förum við fyrst yfir
hraunálmu, ekki breiða, og komum þá að
Suðurá. Kemur hún sunnan og austan
hraunið, sem hér er alltaf nefnt »bruni«,
og er allstór á. Meðfram henni er gróið
land og sumstáðar slægjur. Við höldum
upp með ánni og komum í Suðurárbotna
eftir tveggja stunda ferð frá Svartár-
koti. Þær eru síðustu hagar, sem leið
okkar liggur um, og því sjálfsagt að
stanza. Þarna er gangnamannakofi, sem
Mývetningar eiga. Áin bullar hér upp um
ótal hraunholur og er þegar með fullu
vatnsmagni. Hestarnir eru ókyrrir, þótt
haginn sé allgóður, og vilja snúa til baka.
Þeim lízt ekki á grásvörtu úfnu flatn-
eskjuna, sem framundan er. Eftir stutta
dvöl höldum við inn í hraunið. Skömmu
seinna komum við aftur að ánni, sem er
þar á parti ofanjarðai', og meðfi'am
henni er dálítill gróður, þó ekki hesta-
hagi. En þetta þrýtur brátt og við tekur
hraunið, þurrt og nokkuð sandorpið, ein-
ungis með hlauphæringi og einstökum
gTávíðihríslum. Kind og kind á stangli
sést fyrst í stað, en því meiri verður
auðnin, sem lengra dregur. — — — Á
hægri hönd er hraunið, dökkt og úfið,
og ber hærra en hraunið að norðaustan.