Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 48
94
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
sofiö. Það gefur þeim mótstöðuafl gegn
hitanum. Annað er ekki hægt að gera, og
það er ekki mikið. En aðalatriðið er að
verja þá, sem eftir eru, fyrir flugunum.
Það eru flugnaskrattarnir, sem regnið
sýnist draga upp úr jörðinni, sem bera
sýkilinn á milli manna. Ef fluga stingur
mann, er honum engin bjargar von. Nú
erum við búnir í 10 ár að heimta flugna-
net úr málmi handa setuliðinu. Þegar þau
koma, verður það of seint- Má ég gefa
yður ráð, María? Búið þér yður til
flugnanet og byrgið gluggana hjá yður
með fötunum yðar, ef þér hafið ekki
annað betra«.
»Það er nú svo með mig...« sagði Járn-
María.
Hún sagði ekki meira, en strax morg-
uninn eftir kom hún með 5 flugnanet til
læknisins. Hún hafði setið og saumað
alla nóttina. Þetta var upphafið að lang-
varandi baráttu við eiturflugurnar. Öll
þunn efni, sem kaupmaðurinn hafði, voru
keypt upp. Og María vann eins og for-
stöðukona fyrir stærðar saumastofu; og
það var líka hún, sem festi netin upp,
til þess að verja hermennina fyrir á-
gengni þessara örsmáu en lífshættulegu
kvikinda.
Svo þegar fór að skyggja, og flugna-
hóparnir fylltu loftið eins og ský, þá kom
Járn-María aftur, til þess að hta eftir
hvort netin væru í lagi og óvinirnir
hefðu hvergi smugu til að komast inn
um. En það væri líka bæði ósannindi, og
heimskulegt að viðurkenna ekki, að sam-
tímis tók Man'a á móti heimsóknum
þeirra, sem komu til hennar í allt öðrum
tilgangi. Eða haldið þið, að margir menn
séu til, sem staðið geta auglitis til aug-
litis við ljótan og hættulegan sjúkdóm,
sem engin tök eru á að forðast, og hafa
kjark til þess að standa einir með ótta
sinn? Nei, þeir verða eins og lítil börn
að leita sér hughreystingar hjá — konu.
En María fylgdi mörgum af hinum hug-
deigu elskhugum sínum að síðasta auða.
rúminu í hei*mannaskálanum, sem oft leit
út eins og líkkista, til þess að læknirinn
gerði þeim dauðann hægri með ópíum-
gjöfum og kínín-innsprautingum, sem þó
ekkert gagn gerðu- Það er víst enginn
af þeim, sem af tilviljun lifði sjúkdóm-
inn af, sem ekki minnist þess, að hafa
séð Maríu beygja sig yfir hann og laga
um hann í rúminu, þegar hann var veik-
astur.
Loksins hætti að rigna. Þegar þornaði
um fóru að koma hafgolur. Forin á
kirkjugarðinum þornaði og heiman frá
Frakklandi kom yfirhershöfðingi til þess-
að tala kjarkinn í hermennina og gera
nauðsynlegar ráðstafanir, sem eins og
kunnugt er, er æfinlega gert, þegar allt
er orðið um seinan. Þegar vitanlega ekk-
ert var hægt að gera fyrir þá dánu, var
sjálfsagt að tala kjark í þá, sem eftir
lifðu, og sýna þeim einhverja viðurkenn-
ingu fyrir að þeir hefðu, þrátt fyrir alla
hættuna, haldið út á staðnum. Hinum fáu
eftirlifandi hermönnum var því safnað
saman og látnir ganga fram hjá hers-
höfðingjanum. Það var óálitleg sjón. Og
að baki þessa fámenna, aumingjalega og
hokna hóps, kom Járn-María, sýnilega
feimin og treg. »Ég veit ekki hvað þeir
vilja með mig?« tautaði hún við sjálfa
sig.
»Þetta er hjúkrunarkonan okkar«,
sagði læknirinn, þegar hann kynnti hana
fyrir yfirhershöfðingj anum-
Yfirhershöfðinginn skildi hann. Hann
heilsaði Jám-Maríu alvarlega og með
lotningu — frammi fyrir hermönnunum,
foringjunum og fánanum.
»Það er ekki hægt að veita yður orðu,
frú«, sagði hann, »en... viljið þér leyfa.
mér að kyssa yður?«
Það hafði aldrei áður komið fyrir
Járn-Maríu, að neinn hefði be&id hana