Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 47
JÁRN-MARÍA 93 ræði og illri meðferð og jafnvel vei-ið á- horfandi að blóðugum bardögum. María ákvað því, köld og ákveðin, að þarna skyldi hún ekki deyja. Og hún var sömu skoðunar þremur mánuðum seinna, þegar búið var að grafa bæði Pasiphaé og Carmen, og stinga of- urlitlum krossi ofan í blaut leiðin, sem geymdu leifar þeirra. Hún var þá enn alveg óttalaus um sjálfa sig og fannst jafnvel að hún vera þarna eins og nokk- nrskonar sigurvegari- Henni fannst hún vera ómóttækileg fyrir öllum hættum. Og hér var hún nú eins og drottning. Hún var drottning, sem veitti öllum af náð sinni, af því að það var skylda hennar. — Að minnsta kosti fannst henni það sjálfri að það vera skýlda. Hjá konum, sem reka þennan hryggilega atvinnuveg, verður þess stundum vart, að siðferðis- tilfinningin bregst þeim svo, að þeim finnst atvinna sín allt annað en ósæmi- leg, jafnvel skoða hana sem köllun. Góð- viljuð, blíðlynd og sátt við alla, réði hún þarna ríkjum, eina hvíta konan á staðn- um, án þess að hafa minstu hugmynd um niðurlæging sína, og sem allir líka virt- ust hafa gleymt. Og þegar Baniavaux, sem nú var í annað skiptið kominn í ný- lenduliðið, og var allra manna snjallastur í að uppnefna menn, skírði hana »Járn- Maríu«, þá fannst henni það eins og hylling og bar nafnið með sama yfirlæt- inu eins og Mahmúð soldán, þegar hann tók sér viðurnefnið »sigurvegarinn«. Hún réði þarna ríkjum og átti engan keppinaut. Ein herdeildin kom af ann- ari, nýir foringjar tóku við af gömlum, hún sá hvernig bærinn óx, hvernig byggð var hafskipabryggja og; fyrstu múr- steinshúsin risu af grunni og bárujárns- þökin lýstu, sem talandi vottur um vel- sæld og yfirráð Evrópumanna í Afríku. Nú var hún nærri því sú eina, sem mundi hina örðugu daga, þegar hitasóttin lagði svo marga unga og hrausta menn í gröf- ina. Þá var það eitt árið, að sumai'ið var ennþá úrkomusamara en venja var til- I staðinn fyrir hinar snögglegu stórrign- ingar, sem á augabragði setja allt á flot, en sólin svo þurrkar upp aftur á jafn- skömmum tíma, komu nú sífelldar, gráar sallarigningar, eins og í Evrópu. Svo vikum skipti rigndi og rigndi, vatnið seitlaði gegnum þök og veggi á kofunum, úti var allt á kafi og fljótið flaut upp yf- ir bakkana. Allur gróður, illur og góður, óx dag- vöxtum og oft og tíðum heyrðust drunur innan úr skógunum, þegar stærðar tré féllu fyrir sínum eigin þunga og rakan- um, svo að jörðin hristist eins og í jarð- skjálfta. En mesta meinið var þó að öll- um þeim milliörðum af eiturflugum, sem rakinn ungaði út og nú breiddust yfir allt eins og landplága. Járn-María fór til herlæknisins til þess að tala við hann. »Ég man eftir þessu einu sinni áður. Það er slæmt merki... Aumingja börnin okkar!« Það var siður hennar, þegar hún talaði um hermennina, að kalla þá »börnin okk- ar«; Læknirinn hnyklaði brýrnar. Hann vissi vel, hvers var að vænta. Og þegar fyrsti sjúklingurinn kom til hans og kvartaði yfir óþolandi höfuðverk, skoð- aði hann fyrst augasteinana og skipaði honum svo að fara strax í rúmið. »Það er í augunum, er það ekki?« spurði Járn-María- »Og nú hefir hann blóðnasir. Það er auðvitað gula sýkin, er það ekki?« »Já«, svaraði læknirinn, dauflega. »Aumingja, aumingja bömin okkar! Hvað getum við gert fyrir þau?« »Það er ekki mikið hægt að gera«, svaraði læknirinn, »Það verður að nudda þá með sítrónusafa, sprauta inn í þá kín- íni, og gefa þeim opium, svo þeir geti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.