Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 43
ASKJA 89 ugir eftir erfiðið, hryggir yfir því, sem •við höfðum orðið að skilja við, glaðir yf- ir því sem við höfðum séð. Eftir að við höfðum gert mat og kaffi góð skil,, héldum við af stað sömu leið til baka, til mikillar gleði fyrir hestana. Nú var komin kafþoka, en það gerði ekkert til, við höfðum slóðir okkar að fara eftir, og hestarnir vissu hvað var leiðin heim. í Dyngjufjalladal er þokulaust hið neðra og stundum sjáum við tinda, líka turnspírum, gægjast upp úr þokunni;, langt, langt uppi. Hér er vegurinn góður og því farið geyst, því að hestarnir eru villtir af heimfýsi. Það eru allir hestar á þessari leið að sögn þeirra manna, sem oft hafa farið þar um. Við komum á gamla áningarstaðinn í Dyngjufjalladal einhverntíma um nóttina. Þar hvíldum við aftur og gáfum hestunum. Var þá tekið upp nesti Bjarka,, sem þar hafði verið geymt, og skoraði hann fast á okk- ur að Ijúka því. En það reyndist ómögu- legt. Var þá glatt á hjalla, því menn geta orðið örir af svefni eins og víni. Var þá margt orkt, bæði á íslenzku og öðrum málum, en — sem betur fór — ekki skrifað. — Niður hraunið var ferð- in hæg, og sótti þá svefninn fast að okk- ur. Þó komumst við slysalaust í Suðurár- botna. Ég bjóst við, að hestarnir yrðu fegnir að grípa niður í grænt, safamikið grasið, en þeir létu sér fátt um finnast og vildu áfram. Héldum við því fljótt af stað og komum í Svartárkot kl. 8 um morguninn. Höfðurn við þá farið þá leið á 11 tímum, sem tók okkur 15 tíma á uppeftirleið. Á laugardaginn hafði verið stórrigning og þrunmveður í byggðinni, og hugðu allir, að við hefðum fengið hið versta veður. — I Svartárkoti settumst við nú að morgunverði. En þá tók svefn- inn aftur að sækja að okkur. Varð því sú uiðurstaða, að þeir Þóroddur og Tómas fiéldu út í Víðiker, en við Bjarki lögð- umst til svefns í Svartárkoti eftir 54 stunda vöku. En fátt erfiði hef ég fengið betur borgað en þessa ferð. Skrítlur. Faðirinn: Þegar ég gekk fyrir stofu- dyrnar, þá sá ég að þú sazt undir dóttur minni. Getur þú gefið mér nokkrar skýr- ingar á þvi? Pilturinn: Já, herra minn, það get ég. Það var af því að ég var kominn á und- an hinum. í réttum var rifizt um hver ætti ó- merking. Er deilan tók að harðna, svo að búast mátti vað ryskingum, hrópaði bóndi einn í hópnum, sem mikill var fyr- ir sér: Mér er andsk... sama hvað þið segið. Ég á lambið, hver sem á það! Móðirin: Því teygir þú þig svona yfir borðið, Villi? Hefurðu ekki tungu í muíminum? Villi: Jú, mannna, en handleggir mín- ir eru Iengri en tungan. Dómarinn: Það er ekki á eins manns færi að fremja slíkt innbrot sem þetta. Hver var með þér — því svararðu ekki? Sá kærði: Það særir tilfinningar mín- ar, herra dómari, að þér skulið gera svo lítið úr mér, að ég hafi þurft hjálp við þetta lftilræði. 12

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.