Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 45
BÓKMENNTIR 91 sem rumskast í huga manns og óma eins og »gamalt lag«, þegar maður situr með gríðarstórt bindi af nýjvm þjóðsögvm fyrir framan sig og verður þess var, að forðabúr alþýðunnar á því sviði virðist óþrjótandi. Mun þó fáa hafa órað fyrir, að til væri skráð þjóðsögusafn, sem jafn- vel að sumra dómi er líklegt til að standa jafnfætis og að sumu leyti bera af hinu alkunna og víðfræga safni Jóns Árna- sonar. En svo var líka höfundurinn ná- frændi Jóns heitins og einhver hinn merkasti fræðaþulur og fjölhæfasti á seinni öldum. Nafn Ólafs sál. Davíðssonar frá Hofi í Hörgárdal er alkunnugt og kært öllum miðaldra mönnum og eldi'i, og einnig ungum mönnum bókelskum. Kunnast mun þeim þó vera: »IslenzJcar gátur, þul- ur og skemmtanir«. Þjóðsagnasafn lítið er hann gaf út og hlutdeild hans í »Huld« og »Sunnanfara«. Eins og þegar er drep- ið á, voru nánir föðurfrændur hans: Jón sál. Árnason, bókavörður og Sigurður sál. G’iiðmundsson, málari. Átti því Ólaf- ur sál. ekki langt að sækja ást sína og á- huga fyrir þjóðlegum fræðum. Um Ólaf sál. Davíðsson vil ég annars vísa til allítarlegrar ritgerðar og ágætr- ar, er Steindór menntaskólakennari Steindórsson frá Hlöðum ritar í þessu hefti N.-Kv. Von er á f jórum bindum álíka stórum af þessu þjóðsagnasafni. Þetta fyrsta bindi, sem nú er nýprentað, er mikil bók og vönduð, 384 bls. -(- XX — eða 404 hls. Fremst er formáli útgefanda, þar- næst efnisyfirlit ítarlegt, síðan skrásetj- arar sagnanna og loks frásagnarmenn. Síðast í bókinni er nafnatal ítarlegt og i'egistur hluta og hugmynda. Niðurröðun efnis er mjög áþekk og i safni Jóns Árnasonar. Þó er hér bætt við einum flokki, Lygisö&um, eins og Ólafur sál. gerði í þjóðsagnasafni þvx, er hann gaf út. Eru flokkai'nir sextán alls í þessu hefti: 1. Örnefnasögur. II. Viðburðasögur. III. Sakamannasögur. IV. Sögur um nafnkunna og einkennilega menn. V. Helgisögur. VI. Galdrasögur. VII. Ó- freskisögur. VIII. Draugasögur. IX. Náttúrusögur. X. Vatna- og sæbúasögui'. XI. Huldufólkssögur. XII. Tröllasögui'. XIII. Cltilegumannasögur. XIV. Æfin- týri. XV. Kímnisögur. XVI. Lygisögur. Allar eru sögurnar í þessu hefti ó- prentaðar áður. Eru margar þeirra all- langar sögur og merkilegar, og sumar með ágætum vel sagðar, m. a. sögur þær, er skráð hefur Þorsteinn Þorkelsson á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal. Hefir hann lagt mikið af mörkum í þetta hefti. Er hann áður kunnur af mörgum sögurn í »Grhnu«. Frásagnastíll Þorsteins er frá- bærlega skýr og lifandi, kjarnorður og gagnorður og alþýðlegur mjög. Hefur hann verið frábær sögumaður og fræði- þulur, og ber þetta hefti ríkar menjar þess. Fjöldi sagna þessara eru skrásettar af þjóðkunnum fræðimönnum, og skulu h'ér aðeins nefndir nokkrir þeirra: Gísli Konráðsson, Bólu-Hjálmar, Jón Árnason þjóðsagnaritari, Jón Jónsson Borgfirðingur, Ólafur Davíðsson, Sig- hvatur Grímsson Borgfirðingur, Þor- steinn Þorkelsson o. m. fl. Af frásagnarmönnunum má t. d. nefna: Ben. S. Þórarinsson, kaupmann í Reykjavík, Magnús Helgason, fyrrv. kennaraskólastjóra, Þorstein sál. Erlings- son skáld o. m. fl. — Óefað mun margur bókavinur fagna útkomu þessara þjóðsagna. Er bæði ósk- andi og vonandi, að viðtökurnar verði á þann veg, að útgefandi sjái sér fært, áð- ur en langt um líður, að halda áfram út- gáfunni unz henni er lokið. Helgi Valtýsson. 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.