Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 38
84
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
kunna. Stói'byggingu þessa bar í kolblátt
lofthafið, þar sem blikdaufar stjörnur
skimuðu úr skýjarofum. Turnar hennar
virtust snúast hægt hver um annan, því
að lestin var á fleygiferð. Allt í einu
hvarf lestin hvæsandi beint af augum
inn í fjallið: »Hlátur, grátur og helvítis
kvein í hjólanna söng«. En nú tekur það
aðeins skamma stund. Eftir fáar mínútur
erum við komin gegnum jarðgöngin.
Lestin hægir á sér og stanzar vonum
bráðar á jámbrautarstöðinni í Clervaux.
(Framlx.).
Konráð Erlendsson:
Askja.
Hitinn er 27r C. í skugganum og ekki
blaktir hár á höfði. Við Þóroddur Guð-
mundsson erum á leið suður yfir Narfa-
staðafell. Við höfum sinn hestinn hvor
í taumi og förum tómlega, því löng ferð
er fyrir höndum. í suðaustri yddir á Mý-
vatnsfjöllin yfir heiðarnar, og nokkru
sunnar eru Dyngjufjöllin, hálfhulin hita-
móðu. Þau lykja um fyrirheitna landið,
Öskju.
Hugurinn hvarflar um 40 ár aftur í
tímann. Ég er staddur á heiðarás suð-
vestur af Brettingsstöðum, rétt ofan við
brúnir Laxárdals. Ég er þar hjá föður
mínum, sem stendur yfir fé. Það er snjór
á jörðu, en fjallasýn er sæmileg. Faðir
minn bendir mér á bláleitan blett, sem
djarfar íyrir vestan við Sellandafjall, og
segir að þetta séu Dyngjufjöll. Bláfjall
og Sellandafjall þekkti ég áður, en ekki
hafði ég fyrr tekið eftir Dyngjufjöllum,
né vitað, að þau sæjust þarna af ásunum.
Þóttist ég drjúgum meiri maður eftir en
áður, er ég hafði séð svo merkileg fjöll,
því heyrt hafði ég þeirra getið í sam-
bandi við gosið mikla 1875, þótt sá við-
burður skeði 10 árum áður en ég fæddist.
Mér hafði verið sýnt, hvar gosmökkinn
hefði borið, miðað við fjárhús á túninu
heima, og fannst mér reyndar að eld-
stólpinn hefði staðið þar upp úr balan-
um. — Og nú var ég búinn að sjá fjöllin!
En að stíga þangað fæti datt mér ekki
í hug að nokkrum manni gæti auðnast.
Sjá Dyngjufjöll! Það var nú meira happið
og saga að segja frá þegar heim kom.
Síðar komst ég að raun um, að þau sjást
reyndar alltaf þarna af heiðinni í björtu
veðri, svo að æði margir mundu þekkja
þau. Þau sýndust jafnvel ekki svo ýkja
langt í burtu. En samt lít ég æfinlega
öðruvísi á þau en önnur fjöll. Og þegar
aldurinn færðist yfir, þá fór mig að
dreyma um að komast þangað. — Og nú
átti sá draumur að fara að rætast.
Undanfarin sumur hafði ég staðið í
makki við ýmsa menn um samfylgd í
Öskju, en aldrei orðið af framkvæmdum.
Loksins höfðum við Þ. G. komizt í sani-
band við Tómas Tiyggvason í Engidah