Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 17
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU
63
VIII.
Hælluleg' ferð.
— Seztu nú niður, sagði Guy. Þú ert
alblóðugur um hendurnar. Ég skal reyna.
Ég sá, hvernig Hawke fór að.
Leslie lét undan hálf-nauðugur, og
hann bað Guy gæta þess, að lenda ekki
á milli skrúfublaðanna, þegar vélin færi
af stað.
Guy tók nú að snúa skrúfunni af al-
efli, en árangurslaust. Hvað eftir annað
sneri hann, þangað til ennið á honum
var þakið frosnum svita. Að lokum varð
hann svo uppgefinn, að hann hlaut að
hætta.
— Benzínið hefur líklega frosið, stundi
hann lafmóður.
Leslie reyndi nú og lagði sig allan
fram, en orkaði engu. Það leit helzt út,
sem væri það ákveðið af örlögunum, að
sleðinn stæði þarna á ísnum, margar
mílur frá skipinu.
— Við neyðumst til að draga allt sam-
an, sagði Guy. Það verður ekki svo erf-
itt, þegar við höfum komizt af stað.
Leslie var á öðru máli. Það mundi vera
nokkurn veginn ógjörlegt að draga sleð-
ann út að »Polarity« yfir allar hrjónur
og sprungur, sem nóg var til af í ísnum.
í sama bili opnaði Hawke augun.
— Hvað gengur á? spurði hann
þ)reytulega, eins og hann væri að vakna
af þungum svefni.
Leslie fór þegar að skýra honum frá
ástæðum.
— Björninn hefur farið illa með yður.
Við drápum hann, og svo ætluðum við að
aka yður út að skipinu, en við getum
ekki komið vélinni af stað.
Hawke sneri til höfðinu með erfiðis-
munum og leit á stýi-isumbúnaðinn við
sætið fyrir aftan hann.
— Mig furðar ekki í því, sagði hann.
Það er lokað fyrir kveikinguna. Snúið
takkanum þarna og reynið aftur.
Hann reyndi að rísa upp; en þegar
hann fann, að vinstri handleggur hans
var ónothæfur, féll hann stynjandi niður
í sætið aftur.
— Allur kurlaður, tautaði hann íyrir
munni sér, en nógu hátt til þess, að Les-
lie heyrði. Og Ranworth vill koma stóra
sleðanum af stað sem fyrst. Ég hef trufl-
að alla áætlunina með því að láta björn-
inn misþyrma mér. Dæmalaus asni var
ég, að hafa ekki hlaðið riffilinn.
Nú gekk vel að koma vélinni af stað.
Leslie settist og tók að risla við tækin.
Sleðinn rann óðar af stað, en leitaði út
af fyrri slóð sinni.
Drengurinn greip stýrisstöngina.
Hann komst fljótt að raun um, hve stýr-
ið á heimskautafartækjum getur verið
næmt, því er hann hreyfði við stönginni,
ætlaði sleðinn þegar að velta.
— Hægt, drengur, kallaði Guy í að-
vörunarróm. Hann hélt Hawke við í sæt-
inu. Það hafði liðið yfir hann aftur.
Leslie hafði ekki ekið langt, þegar
hánn hafði náð stjórn á sleðanum.
Hann setti fullan hraða á og sleðinn
flaug af stað.
Leslie varð heitt í kinnum. Þetta gekk
vel.
Hann varð þó að hafa vakandi auga á
mishæðunum. Það gekk vel yfir þá
fyrstu. Sleðinn hoppaði og ruggaði ofur-
lítið fyrsta spölinn en kyrrðist síðan.
Allt í einu sá Leslie breiða sprungu
framundan. Hún hlaut að hafa víkkað,
síðan þeir fóru yfir hana síðast.
Þegar sleðinn nálgaðist hina hættulegu
sprungu með nálega jafn mikilli ferð og
hraðlest, var ómögulegt að umflýja hana.
Tilraun til að beygja af leið mundi kosta
þá lífið. Og það sýndist næstum því ó-
gjörlegt að hoppa yfir svo breiða
sprungu.