Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 33
POMPEJI
79
-afdrep bæði fyrir sól og regni. Norðan
torgsins er musteri Apollós og austan
við það hafa verið enn fleiri musteri.
Torgið var hjai-ta borgarinnar; þar voru
guðirnir dýrkaðir, þar voru samkomur
haldnar og komið saman til kosninga,
dómar dæmdir, samningar gerðir og
verzlun rekin, enda var íburðurinn
hvergi eins mikill og þar.
Frá torginu gengum við í stóran sveig
um vesturhluta borgarinnar, sem opinn
er almenningi til skoðunar. Það er erfitt
og svo að segja ókleift lesandanum að
fylgjast með margbrotnum lýsingum,
götunöfnum og því um líku, þegar ekki
fylgja uppdrættir og myndir. Ætla eg
mér því aðeins að stikla á því, sem hverj-
um lesanda getur skilizt fyrirhafnarlítið.
Götunum hef ég áður lýst að nokkru. Þær
eru mjóar eftir mælikvarða nútíma-
manna, en þess ber að gæta, að húsin
voru lág, flest aðeins einlyft, og við rek-
um þegar augun í það, að húsakynni al-
mennings hafa verið næsta þröng, enda
var deginum eytt utan dyra svo sem
föng voru á. Byggingarefni og stíll er
aðallega þrennskonar. Elztu húsin eru
byggð úr höggnum kalksteini og eru yfir-
leitt með þykkri veggjum og klunnalegra
lagi en þau yngri. Þar næst eru hús, sem
byggð eru úr móbergshnullungum, límd-
um saman með steinlími; er það seigt
efni og hefur haldið sér vel. Nýjustu
húsin, frá dögum Rómverja, eru auð-
þekkt á því, að þá er farið að nota
brenndan tígulstein í dyrastafi, horn,
súlur o. s. frv., en þó óvíða í heila veggi.
Þá kemur líka um leið marmarinn til
sögunnar.
Hús efnaðri manna hafa verið stór og
rúmgóð. Ekki hafa þau verið glæsileg að
utan, en innandyra hefur víða verið all-
mikill íburður. Lag hinna nýrri húsa
hefur verið hið sama og þá tíðkaðist ann-
arstaðar í löndum Rómverja við Mið-
jarðarhaf. Mest áherzla var lögð á það,
að húsin skýldu fyrir sól og regni, enda
er hitinn á þeim slóðum miklu oftar til
baga heldur en kuldinn. Gluggar voru
bæði mjög fáir og litlir, ekki beinlínis
ætlaðir til að bera birtu, heldur til að
leiða loft inn 1 herbergin, og svo til að
líta út um þá, þegar svo vildi verkast,
Á þeim tíma var varla til glergluggi. —
Byggingarstíll hinna eldri húsa var
þannig, að aðalinngangur hússins sneri
að götunni; voru inngöngudyrnar frem-
ur mjóar og var þar víða hafður varð-
hundur í bandi: Cave canem, o: varaðu
þig á hundinum. Útidyr voru jafnan læst-
ar dag og nótt, en við hendina var dyra-
vörður, er opnaði, þegar drepið var á
dyr. Innan dyranna var fordyri og þar
fyrir innan forsalur, sem var allbreiður
og rúmgóður, og til hliðanna voru vana-
lega nokkur smáherbergi. í loftinu miðju
var stórt, ferhyrnt op, sem bar loft og
birtu niður í salinn og herbergin. Fyrir
innan forsalinn var stærsta rúm hússins,
súlnasalurinn; var súlnaröð hringinn í
kring og náði þakið aðeins fram á súl-
urnar, en annars var opið upp úr. Til
hliðanna og á bak við sal þenna voru svo
svefnklefar, borðstofur, eldhús, baðklefar
og kytrur þrælanna. — Skilrúm og dyr
voru yfirleitt færri en eru á húsum nú á
tímum, en í þess stað voru dregin þykk
tjöld fyrir eða frá eftir því sem á stóð
og hver vildi i svipinn.
Það hús, sem er einna stærst og skraut-
legast í Pompeji, er Vettía-húsið (Casa
dei Vettii); er það norðvestan til í borg-
inni. Hús þetta var grafið upp 1894—95,
og af því að það var ákaflega íburðar-
mikið, en tiltölulega lítið skaddað, hefur
það verið dubbað upp svo sem unnt hef-
ur verið og haldið við með mestu ná-
kvæmni. Erfitt er að lýsa húsi þessu,
þegar ekki er kostur á að sýna uppdrátt
af því, en ég get ekki látið hjá líða að