Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 36
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR land til Luxembourg og naut þar gesta- vináttu hinna helgu manna um stund. Það er býsna ginnandi, ekki sízt fyrir menn á þessum aldri, þegar þannig tæki- færi gefst að ferðast um fjarlæg lönd meðal framandi þjóða, og þó helzt, þegar slíkt er algerlega vonlaust á allan ann- an hátt, sökum fátæktar og umkomu- leysis. Auk þess er saga klaustra og munka svo nátengd sögu okkar Islend- inga, fyrst og fremst þó bókmennta okk- ar, og kaþólsk trú og menning svo snar þáttur og örlagaríkur í menningarlífi nútímaþjóða — snarari og örlagaríkari en margan grunar — að hver sæmilega fróðleiksfús unglingur hlýtur að fagna svo óvæntu tækifæri að kynnast öllu þessu að nokkru að eigin reynd. Eg hef nokkrum sinnum síðar átt þess kost að ferðast nokkuð erlendis, og ýmislegt hef- ur vitanlega drifið á daga mína á þeim ferðalögum. En að einu leyti hefur þó þessi ferð verið æfintýralegust. Eg var illa að mér í þýzkri tungu og alveg mál- laus meðal frönskumælandi manna. Síðar hef eg rekizt á alveg mállausan mann, daufdumban, sem var einn á ferðalagi kringum jörðina, svo að það er lítið þrek- virki í sjálfu sér að ferðast þannig, a. m. k. urn menningarlönd, þar sem sam- göngur eru góðar — þ. e. a. s. hafi mað- ur nóga peninga: Hinn mjúki hljómur gullsins er alþjóðamál, er skilst í öllum löndum og meðal allra þjóða. En nú var eg því sem næst alveg peningalaus. En þetta heppnaðist einhvern veginn allt saman. í suðurleið skoðaði eg dómkirkj- una miklu í Köln og ýmsa fleiri merka staði og mannvirki, og á heimleiðinni tók eg þátt í skemmtisiglingu á Rín fram hjá Lóreley-klettinum fræga, og að lokum lagði eg enn krók á hala minn, þótt eg setti þá ekkert fémætt nema farseðlana í vasanum, og fór til Berlínar og dvaldi á fjórða sólarhring í þeim mikla stað. Matarlaus alveg og svefnlaus að mestu reikaði eg um göturnar á nóttumii og skoðaði lífið og tilveruna frá sjónarhól lazarónanna, betlaranna og hinna aum- ustu öreiga, og komst svo að lokum eftir þetta fríviljuglega fangelsi til vina minna í Danmörku, en þá orðinn svo vanur hungri og svefnleysi, að eg gat ekkert sofið fyrstu nóttina og hafði daufa mat- arlyst í fyi'stu. Þetta er líka lífsreynsla, þótt ekki sé hún inntekin í líki háskóla- fyrirlestra eða guðlegs innblásturs. En allt er þetta saga út af fyrir sig og vei’ð- ur ekki sögð hér, en eg gerði þó ráð fyx-- ir að veröa ekki daglegur gestur á þess- um slóðum, og þótti mér því nokkuð á mig leggjandi til þess að sjá sem mest, enda hefur það reynzt í'étt að vera, að eg hef eigi komið þar síðan. Klaustur það, er ferðinni var heitið til, stendur í þorpinu Clervaux í dvei’gríkinu Luxembourg. Eg vil taka það fi-am í þessu sambandi að það er ekki sarna klaustur og það, er hinn heilagi Bern- hard af Claii-vaux er kenndur við, en þaö mun vera í Róndalnum á suðaustanverðu Fi-akklandi. Luxembourg er sjálfstætt stórhertoga- dæmi, i-úmt hálft þi-iðja þús. km.2 að stærð og íbúar i*öskar 260 þús. Landið liggur í gini úlfsins — á landamærum þriggja ríkja, er oft hafa borizt á bana- spjótum: Þýzkaland að austan, Frakk- land að sunnan, en Belgía að vestan og norðan. Þegar í byi'jun veraldai'stríðsins 1914 ki'öfðust Þjóðvei-jar þess að fá að fai'a óhindraðir með nokkui'n hluta tíers síns yfir landið og gei'a þaðan innrás t Fi'akkland. Settu þeir setulið í Luxem- bourg, einkum vegna járnbrautanna. Hinir herskáu og frjálsu Luxemborgax'ar hugðust grípa til vopna og í’eka dólg þennan af höndum sér. Her þeirra átti að sögn eina fallbyssu, en þegar til átti að taka var hólkurinn i ólagi, og vax'ð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.