Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Blaðsíða 31
POMPEJI 7:7 þess heyrir hann öðru hverju talaða hreina latínu. Andlitsfall og klæðaburð- ur alls þorra manna ber þess vottinn, að þeir séu af ítölsku bergi brotnir, en þar bregður þó furðanlega oft fyrir Gi-ikkjum, Egiptum, Sýrlendingum og jafnvel Gyðingum og Svertingjum. Á gangstéttunum verður ekki þverfótað fyrir troðningi; þar situr hver við sína iðn, skósmiðurinn með hníf, al og seymþ trésmiðurinn með hefil og sög, klæð- skerinn með skæri og nál; mæðurnar eru þar að þvo börnum sínum og kemba þeim, því að almenningur á við svo þröng og dimm híibýli að búa, að allir kjósa heldur að vera úti á meðan dagur er. — Alstaðar er verið að bjóða varning til kaups. Mangararnir eiga hver sinn reit á stéttinni, en á húsveggnum á bak við borð þeirra stendur ritað stórum stöfum, að þeir hafi fengið leyfi lögregl- unnar til að verzla þar. Þó er mest þröngin við vínsölubúðirnar; þangað þurfa svo margir að bregða sér til þess að fá sér einn mæli af heitu Pompeji- víni til hressingar; það er líka frægt um alla Suður-Italíu fyrir gæði. Gesturinn verður þreyttur á troðn- ingnum og málandanum og bregður sér Inn í eina hliðargötuna til þess að fá meira olbogarúm og næði til að skoða það, sem fyrir augun ber. Þar er líka miklu færra um manninn og kyrrlátara, ■en ekki hefur hann lengi gengið, þegar hann rekst á kvenmann, sem gengið hef- ar í veg fyrir hann; hún er í fáklæddasta lagi, rneð bera fótleggi og’ ilskó og and- litið er málað. Hún sér, að þar er að- komumaður á ferð, vindur sér að hon- um og segir alls ófeimin: »Heyrðu, vin- ur, komdu heim með mér. Ég bý í snotni herbergi og kann að taka á móti gestum. Það kostar ekki nema...« — og svo lætur hún dæluna ganga um stund. Gesturinn vindur hana af sér og skundar leiðar sinnar; en bráðlega verður á vegi hans annar kvenmaður, sem á sama erindi við haim, og þá finnst honum ráðlegast að snúa við aftur inn í Stabiæ-götuna. Eftir því sem hann fjarlægist meira borgar- hliðið og gistihúsin, eftir því fer troðn- ingurinn og hávaðinn minnkandi og hann fer að fá næði til að taka betur eftir hlutunum, sem á vegi hans verða. Á hús- veggjunum eru víða auglýsingar eða skilaboð ýmislegs efnis, rist á múrinn með einhverju oddhvössu áhaldi eða krössuð á hann með kolamola; það sem, mestu þykir skipta, er málað með glögg-. urn stöfum, og það eru sérstaklega áskor-, anirnar til kosninga. Gesturinn er for- vitinn og fer að lesa það, sem á húsin er letrað pg ítalir kalla nú graffiti; hann furðar sig á því, hvað þar kennir margra grasa. Sumstaðar eru auglýstar íbúðir til leigu eða lýst eftir týndum munum. Á. einu húsinu stendur: »Felix Aufideus, sendi guð þér ávallt hamingju!« Gestui'- inn geilgur lengra; þar stendur stórum stöfum: »Hér er ekki staður fyrir slæp- ingja«. En þar eru líka kveðjur frá unn- endum, t. d. þessi : »Hectica, litla Ijúfan mín, Mercator sendir þér kveðju«,, — eða þetta erindi undir latneska bragarhættin- um alkunna: Snurða hljóp snögglega á þráðinn og sneiðum við nú hvort hjá öðru; áður en líður um langt, lagast það vonandi þó. Víða á húsveggjunum eru áskoranir til almennings um að kjósa þenna eða hinn í trúnaðarstöður borgarinnar. Á einum. veggnum stendur: »Gerið svo vel að kjósa M. Marius til lögreglustjóra«, — á öðrum: »Kjósið Lucretius Fronto; hann er duglegur og heiðarlegur maður«. — Frambjóðendurnir eru lofaðir á allar lundir, en vanalega er lofið skammstafað, t. d. V. B. (vir bonus), o: góður maður.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.