Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 7
Matthías Jochumsson
1835 — 11. nóv. — 1935
ALDARMINNING
Á síðastliönu hausti
var aldarafmælis þjóð-
skáldsins Matthíasar
Jochumssonar ininst með
almennum hátíðahöldum
um Iand allt. Biskup ís-
lands hafði fyrirskipað
minningarguðsþjónustur
í öllum kirkjum lands-
ins, þar sem því yrði við
komið, sunnudaginn 10.
nóv. og næstu sunnu-
daga á eftir, en hinn 11.
nóv. fóru aðalhátíða-
höldin fram. Mest kvað
að þeim á Akureyri, þar
sem þjóðskáldið var lengi
þjónandi prestur en síð-
an heiðursborgari. Hafði
Stúdentafélagið gengizt
fyrir hátíðahöldunum
dagana 9.—11. nóv., en í
sambandi við þau efndi Leikfélag Akureyr-
ar til sýningar á Skugga-Sveini, hinu vin-
sæla leikriti skáldsins. Bæjarbúar gengu í
fjölmennri skrúðgöngu að gröf hans og
lögðu blómsveig á hana. Ætlað hafði verið
að lagður yrði á hundrað ára afmælinu
hornsteininn að bókhlöðu þeirri, sem bera
skal nafn Matthíasar, en undirbúningi
byggingarinnar var naumast svo langt kom-
ið, að þetta væri unnt. En bygging Matt-
híasarbókhlöðu er tvímælalaust hið lang-
merkasta mál, sem hreyft hefur verið í sain-
bandi við hundrað ára afmæli skáldsins.
N.-Kv. XXIX. árg., 1,—3. h.
Með þvi að eiga frum-
kvæði og framkvæmd að
undirbúningi þessa máls,
hefir Stúdentafélag Ak-
ureyrar gert hvort-
tveggja, að tryggja
bókasafni Norðuramts-
ins vegleg húsakynni og
reist þjóðskáldinu minn-
isvarða, þar sem mennta-
og fræðadísir eiga að
standa vörð um nafn
hans í aldir fram og
bera vitni hinum óvenju-
lega víðskyggna og
sannleiksþyrsta anda
hans.
Hvaðanæfa af landinu
bárust fregnir um að
menn hefðu komið sain-
an til að heiðra minn-
ingu hins ástsæla þjóð-
skálds. Hefir enginn íslenzkur maður verið
hylltur áður á slíkan hátt nema Jón Sig-
urðsson, enda rís hátt merki hvors tveggja.
Annar hinn göfugasti foringi og baráttu-
maður á sviði stjórnmálanna, en hinn höfð-
ingi í ríki andans.
Hér verður nú í sem fæstum orðum drep-
ið á örfá
ÆFIATRIÐI.
Matthías Jochumsson var fæddur í Skóg-
um í Þorskafirði 11. nóv. 1835, af fátæku
foreldri. Stóðu að honuin gáfaðir ættstofn-
Matthías Jochumsson.
1