Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 7
Matthías Jochumsson 1835 — 11. nóv. — 1935 ALDARMINNING Á síðastliönu hausti var aldarafmælis þjóð- skáldsins Matthíasar Jochumssonar ininst með almennum hátíðahöldum um Iand allt. Biskup ís- lands hafði fyrirskipað minningarguðsþjónustur í öllum kirkjum lands- ins, þar sem því yrði við komið, sunnudaginn 10. nóv. og næstu sunnu- daga á eftir, en hinn 11. nóv. fóru aðalhátíða- höldin fram. Mest kvað að þeim á Akureyri, þar sem þjóðskáldið var lengi þjónandi prestur en síð- an heiðursborgari. Hafði Stúdentafélagið gengizt fyrir hátíðahöldunum dagana 9.—11. nóv., en í sambandi við þau efndi Leikfélag Akureyr- ar til sýningar á Skugga-Sveini, hinu vin- sæla leikriti skáldsins. Bæjarbúar gengu í fjölmennri skrúðgöngu að gröf hans og lögðu blómsveig á hana. Ætlað hafði verið að lagður yrði á hundrað ára afmælinu hornsteininn að bókhlöðu þeirri, sem bera skal nafn Matthíasar, en undirbúningi byggingarinnar var naumast svo langt kom- ið, að þetta væri unnt. En bygging Matt- híasarbókhlöðu er tvímælalaust hið lang- merkasta mál, sem hreyft hefur verið í sain- bandi við hundrað ára afmæli skáldsins. N.-Kv. XXIX. árg., 1,—3. h. Með þvi að eiga frum- kvæði og framkvæmd að undirbúningi þessa máls, hefir Stúdentafélag Ak- ureyrar gert hvort- tveggja, að tryggja bókasafni Norðuramts- ins vegleg húsakynni og reist þjóðskáldinu minn- isvarða, þar sem mennta- og fræðadísir eiga að standa vörð um nafn hans í aldir fram og bera vitni hinum óvenju- lega víðskyggna og sannleiksþyrsta anda hans. Hvaðanæfa af landinu bárust fregnir um að menn hefðu komið sain- an til að heiðra minn- ingu hins ástsæla þjóð- skálds. Hefir enginn íslenzkur maður verið hylltur áður á slíkan hátt nema Jón Sig- urðsson, enda rís hátt merki hvors tveggja. Annar hinn göfugasti foringi og baráttu- maður á sviði stjórnmálanna, en hinn höfð- ingi í ríki andans. Hér verður nú í sem fæstum orðum drep- ið á örfá ÆFIATRIÐI. Matthías Jochumsson var fæddur í Skóg- um í Þorskafirði 11. nóv. 1835, af fátæku foreldri. Stóðu að honuin gáfaðir ættstofn- Matthías Jochumsson. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.