Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 27
SAGAN UM SNIJNA KERTIÐ 21 Hann var varla heila mínútu burtu og kom svo aftur með bókina undir hand- ieggnum. »Ég er ekki búinn að spyrja Lexman um leyfi til að lána hana«, sagði hann, »en ég er mjög hrifinn af höfundinum. Jæja, þarna eruð þér þá«. Hann sneri sér- að John Lex- man, sem kom inn rétt í þessu. »Mætti ég fá að lána þessa bók um Mexico?« spurði hann. »Ég skal skila henni aftur á morg- un«. —• — Hjónin stóðu í dyrunum og sáu aftur- Ijósið á bílnum hverfa ofan eftir veginum og gengu síðan þegjandi inn aftur í dag- stofuna. »Þú lítur svo þreytulega út, góði«, sagði hún og lagði hendina á öxlina á honum. Hann brosti dapurlega. »Eru það peningarnir?« spurði hún með áhyggjusvip. Sem allra snöggvast var honum efst í iiuga að segja henni allt af létta um bréfið. En hann yfirbugaði þá freistingu, þar eð hann vissi, að hún nryndi ekki vilja, að hann færi út, ef hún fengi að vita sannleik- ann. »Það er ekkert sérstakt«, sagði hann. »Ég þarf að fara til Beston Tracey og ná í síðustu lestina. Ég á von á nokkrum próf- örkum«. Honum var meinilla við að segja henni ósatt, og jafnvel svona saklaus lýgi og ó- skaðleg var honum ákaflega ógeðfelld. »Ég er hræddur um, að þér hafi hálf leiðst hjá okkur«, mælti hann, »Kara var ■ekkert sérlega skemmtilegur«. Hún horfði á hann með athygli. »Hann hefur ekki breytzt sérlega mikið«, sagði hún hæglátlega. »Hann er dásamlega fallegur náungi, hnnst þér það ekki?« spurði hann í aðdá- unarróm. »Ég get ekki skilið, hvað þú hefur séð í öðrum eins manni og mér, þegar þér :stóð til boða maður, setn var ekki aðeins auðugur, heldur einnig að öllum líkindum laglegasti maðurinn í heiininum«. Það fór hrollur unr hana. Ég hef séð þá hlið á mr. Kara, sem ekki er tiltakanlega falleg«, mælti hún. »Ó, John, ég er hrædd við þann mann!« Hann starði á hana steinhissa. »Hrædd?« spurði hann. »Hamingjan góða, Grace, hvað ertu að segja; Ég býst við að hann myndi vilja gera allt mögulegt fyrir þig«. »Það er einmitt það, sem ég er hrædd við«, sagði hún í lágum róm. Hún hafði ástæðu, sem hún lét ekki upp- skátt. Hún hafði hitt Renrington Kara í fyrsta sinn í Saloniki fyrir tveimur árum síðan. Hún hafði þá verið á ferð um Balk- anskaga með föður sínum —- það var síð- asti leiðangur þessa fræga fornfræðings — og þá hafði hún hitt þennan mann, sem ör- lögin höfðu kjörið til að grípa svo eftir- minnilega inn í lífskjör hennar, — í mið- degisverði hjá aineríska ræðismanninum. Það gengu margar sögur um þennan Grikkja, goðumlíkan að fegurð, um vel- gengni hans og veldi og takmarkalausu auðæfi. Var sagt að móðir hans hefði verið amerísk hefðanney, sem albanskir ræningj- ar hefðu hertekið og selt albönskum höfð- ingja, er síðan varð ástfanginn af henni og tók mótmælendatrú hennar vegna. Sonur þeirra hafði fengið uppeldi sitt og menntun í Yale og Oxford'og var kunnur af hinum óhemjumikla auði sínum. Hann var eigin- lega fullgildur konungur yfir fjallahéraði uin fjörutíu enskar mílur utan við Durazzó í Albaníu. Hann stjórnaði þar einvaldur og bjó í afar skrautlegri höll, sein hann hafði látið ítalskan húsameistara byggja handa sér, og hafði allur útbúnaður hennar og skraut verið flutt að frá helztu skreytingar- miðstöðvum heimsins. í Albaníu var hann kallaður »Kara Rú- mó«, sem þýðir »hinn svarti Rómverji« — alveg að ástæðulausu eftir því, sem næst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.