Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 38
32
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hugsað okkur, að hann hafi farið um þetta
hlið og svo eftir enginu meðfrain limgirð-
ingunni, og að hann einhverstaðar á leið-
inni frá hliðinu og hingað hafi fleygt vindl-
inurn sínum«.
»Vindlinum sinum?« sagði Mansus hissa.
»Vindlinum sínum«, endurtók T. X..
»Hafi hann verið einsamall, hefur hann ef-
laust látið lifa í vindlinum fram á síðustu
stundu«.
»Hann hefði getað fleygt honum á veg-
inn«, sagði Mansus.
»Ekki biaðra«, sagði T. X. og gekk á
undan meðfram girðingunni. Þaðan sem
þeir stóðu, gátu þeir nú séð hliðið, senr !á
inn að veginum, hér um bil hundrað metra
í burtu. Og tæpa tíu metra frá hliðinu fann
T. X. það, sern hann var að leita að: hálf-
reyktan vindil. Hann var gegnumsósaður af
rigningunni, og T. X. tók hann upp með
mestu varkárni.
»Góður vindill að mínum dómi«, mælti
hann, »skorinn með vasaklippum og reykt-
ur í munnstykki.
Þeir komu nú að hliðinu og gengu gegn-
um það og komu nú áffur inn á veginn, og
T. X. gekk áfram, unz þeir komu að öðrum
þvervegi, se'm til vinstri beygði suður á
bóginn og inn í aðal Eastburn-veginn, en
hann beygði svo aftur vestur á bóginn ti!
Lewes-Eastburn járnbrautarstöðvarinnar.
Rigningin hafði máð út mikið af því, sem
T. X. var að leita að, en allt í einu fann
hann dauft far eftir bílhjól.
»Hérna hefur hann snúið við og bakkað«,
sagði hann og gekk hægt yfir á veginn til
vinstri handar, »og hér hefur hann staðið.
Hérna er smurningsolía úr vélinni.
Hann beygði sig áfram og tiplaði eftir
veginum í áþekkum stellingum og rússnesk-
ur dansleikamaður. »Og hérna eru vax-
spýturnar, sem bílstjórinn kveikti á«. Hann
taldi: »Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex;
gerum nú tvær eldspýtur fyrir hvern vind-
ling aðra eins rosanótt og i fyrri nótt, þá
verða það þrír vindlingar. Hérna er vind-
lings-stubbur, Mansus — Gold Flake
brand«, mælti hann, er hann hafði skoðað
stubbinn grandgæflega. »Og einn Gold
Flake brand varir tólf mínútur í venjulegu
veðri, en um átta mínútur í hvassviðri. Bíll-
inn hefur staðið hér í tuttugu og fjórar mín-
útur — hvað segirðu um það, Mansus?«
»Skrambi góður stubbur af rökfærslu, T.
X.«, svaraði hann stillilega. »Ef það væri
nú aðeins sá bíllinn, sem þér eruð að líta
eftir«.
»Ég er að líta eftir hvaða gömlum bíl
sem er«,
Hann fann ekki minnsta vott af hjólför-
um annað en þetta eina, þótt hann leitaði
vandlega í allri tröðinni, unz hún náði aðal-
veginum. Úr því var með öllu vonlaust að
leita, þar eð það hafði rignt alla nóttina
og fram á morgun. Hann rak á eftir aðstoð-
armanni sínum, svo að hann kæmist á járn-
brautar^töðina í tæka tíð og næði í eitt-
lestina til Lundúna.
»Þú átt að fara beina leið til Cadogan
Square og taka fastan bílstjóra Mr. Kara«,
sagði T. X.
»Fyrir hvaða sök?« spurði Mansus
snöggt.
»Þú getur kært hann fyrir hvað sem þú
vilt«, sagði T. X. með stakasta kæruleysi.
»Ef til vill dettur þér eitthvað i hug á leið-
inni til borgarinnar. Auövitaö hefur bílstjór-
inn verið kallaður óvænt heim til Grikk-
lands, og hann hefur sennilega farið með
morgunlestinni til meginlandsins. Ef svo er,
getum við ekkert gert, því að þá er skipið
farið frá Dover og hefur skákað honum í
land í Boulogne. En ef þú skyldir verða svo
heppinn að ná í hann, verðurðu að halda í
hann, þangað til ég kein aftur«.
T. X. var sjálfur önnum kafinn þennan
daginn, og það var ekki fyrr en í myrkri, að
hann sneri aftur til Beston Tracey, og þar
beið hans símskeyti. Hann opnaði það og
las —•