Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Page 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Page 35
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 29 um sínum með hlaðna skammbyssu. Annað markvert atriði er það, að hafi hann ætlað að herða að yður, það er að segja að sverta yðui; í augum vina yðar og kunningja, hversvegna velur hann þá að hitta yður í myrkri á fáförnum vegi, en ekki heima hjá yður, þar sem hann eðlilega hafði háska- legasta takið á yður. Og að lokum, hvers- vegna skrifar hann yður hótunarbréf, sem eflaust myndi fella hann sjálfan í greipar réttvísinnar og myndi hafa forðað yður frá miklum og margvíslegum óþægindum, ef hann hefði sjálfur ætlað sér að ráðast í ein- hver stórræði?« Hann bankaði með blýantsendanum á bvítar tennur sínar og sagði svo allt í einu: »Ég held að ég vilji sjá bréfið«. John Lexman stóð upp úr legubekknum og gekk yfir að skjalaskápnum, lauk honum upp og ætlaði að fara til að ljúka upp skúffunni, þar sem hann hafði geymt þetta saknæina skjal. Hann hafði stungið lyklin- um í lásinn, er T. X. varð var við undrun- arsvip á andliti hans. »Hvað er það?« spurði leynilögreglumað- urinn skyndilega. »Skúffan er mjög heit«, sagði John. Hann *eit í kringum sig eins og til að athuga fjarlægðina milli skápsins og eldsins. T. X. lagði hendina á framhlið skúffunn- ar- Hún var sannarlega heit. »Opnið þér hana«, sagði T. X., og Lex- uian sneri lyklinum og dró út skúffuna. Um leið og hann gerði það, gaus allt í e'uu upp dálítill logi. Hann slokknaði undir eins og skildi aðeins eftir ofurlítinn reykj- ar-hring, sem dreifðist frá skápnum út um herbergið. »Snertið ekki neitt í skúffunni!« sagði T. X. snöggt. Hann tók skúffuna gætilega upp og setti hana inn að lampanum. Af innihaldinu var ekkert annað eftir en hvít askan af blöðun- um, er höfðu vafizt saman af hitanum, og hitablaðra í málingunni, þar sem loginn hafði snert hliðarnar. »Ég fer nú að skilja«, mælti T. X. sein- lega. Hann sá annað og meira en þessa lófa- fylli ösku, hann sá þá dauðans hættu, setn vinur hans var staddur i. Hér var helming- ur sönnunargagnanna Lexman í hag týnd- ur og tapaður — óbætanlega. »Bréfið hefur verið ritað á pappír, sem er efnafræðilega útbúinn þannig, að hann brennur upp til agna eftir vissan tíma í saina vetfangi og loft kemst að honum. Hefði því verið frestað aðrar fimm mínútur að leggja bréfið í skúffuna, munduð þér líklega hafa séð það brenna upp til agna fyrir augunum á yður. Eins og nú var, hef- ur bréfið verið orðið að ösku, áður en þér opnuðuð skúffuna. En umslagið?« »Kara brenndi því«, svaraði Lexman í lágum róm. »Ég man nú, að ég sá hann taka það á borðinu og fleygja því í eldinn«. T. X. kinkaði kolli. »Þar fór hinn helmingur sannanagagn- anna«, mælti hann biturt, og þegar lög- regluþjónn þorpsins kom aftur að stundu liðinni og skýrði frá, að þrátt fyrir ná- kvæma og gaumgæfilega leit hefði hann alls ekki fundið skammbyssu dauða manns- ins, hafði T. X. fengið fulla staðfestingu á grun sínum og skoðun þeirri er hann hafði gert sér upp fyrirfram. Morguninn eftir var John Lexman settur inn í Lewes fangelsi, sakaður urn manns- morð með fullum ásetningi. Símskeyti kallaði Mansus frá Lundúnum út til Beston Tracey, og T. X. tók á móti honum í vinnuherberginu. »Ég sendi þér boð, Mansus, af því að ég pínist af þeirri grillu, að það sé meira vit í kollinum á þér heldur en hjá flestöllum þeim, sem eru í minni deild, en það segir nú auðvitað ekki mikið«. »Ég er yður þakklátur, herra, fyrir að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.