Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 30
24 NÝJAK KVÖLDVÖKIJK hafði ekki skrifstofur sínar í New Scotland Yard. því svo einkennilegt er fyrirkomulag sumra þessara opinberu stofnana, að þær 'geta ekki nánda nærri hýst allar starfs- deildir sínar og starfsmenn. T. X., — en undir þvi nafni var hann kunnur lögreglumönnum um víða veröld,, hafði heilmikla röð af skrifstofum í White- hall. Það var í gömlu húsi beint á móti Verzlunarráðuneytinu, og áletrunin á gömlu og fornfálegu útidyrahurðinni skýrði þeirn frá, er framhjá gengu, að hér væri »sér- deild opinberrar málafærslu og kærumála«. Skyldustörf T. X. voru óteljandi. Það var sagt um hann — og eins og venjulegt sveita- slúður var það sennilega ósatt — að hann væri forsprakki hinnar »ólögmætu« stjórnar- deildar Scotland Yard. Týndi maður t. d. lyklinum að peningaskáp sínum, var sagt, að T. X. gæti á svipstundu útvegað inn- brotsþjóf, sem gæti opnað skápinn í hvell- inunr. » Dveldi á Bretlandi einhver illa kynntur og grunsamiegur náungi, en lögreglunni hefði þó ekki tekizt að útvega snefil af sönnunargögnum svo að hægt væri að byggja á því ákæru gegn honum, og ef nauðsynlegt var talið sökum almennings- heilla og öryggis, að viðkomandi náungi væri gerr landrækur, þá var það T. X., sem tók þennan óvelkonrna gest fastan, þeytti honum inn í bíl og sleppti ekki á honum taki, fyrr en hann hafði skákað honum yfir á nágrannaströnd annars vinveitts ríkis. Það var alveg ábyggilegt, að eitt sinn, er sendiherra lítils kotríkis ónefnds var allt í einu kallaður heim af stjórn sinni og dreg- inn fyrir lög og dónr í föðurlandi sínu fyrir að hafa sett fölsk ríkisskuldabréf í umferð, þá var það einhver frá einhverri stjórnar- deild undir umsjá T. X., sem brauzt inn í hús hans hágöfgi, sprengdi upp skjalaskáp hans og náði i öll nauðsynleg sönnunar- gögn til sakfellingar. Ég segi, að þetta sé alveg ábyggilegt, og tala ég hér beint og blátt áfram fyrir munn mjög nákunnugra manna. Það eru yfirmenn opinberra stjórnardeilda, sem hvísla þessu sín á milli, — aðstoðarritararnir, sökk- hlaðnir leyndarmálum, sem rökræða málin hvíslandi upphátt í krókum og kimum klúbba sinna, og svo að lokum fréttabréf opinskárra amerískra blaðamanna, sem hika ekki við að birta skoðanir sínar á prenti til gagns og gleði fyrir lesendur sína. Það er líka alkunnugt, að T. X. hafði meiri og margskonar lögmæta starfsemi, og. það var þessi óvægni, orðhvati maður, senr veittist að framkvæmdastjóra innanríkis- ráðuneytisins með hárbeittri og miskunnar- lausri gagnrýni, og er almennt talið, að sú árás hafi lagt einn ráðherranna í gröfina. Það var þessi sami T. X., sem rakti slóð Deptford-morðingjanna gegnum hreinasta völundarhús af meinsæri og margvíslegum flækjum, og það var hann, sem sótti til saka Sir Julius Waglite, þó að hann hefði falið fjárglæfra- og sjóðþurrðarslóð sína undir ársreikningum og hagskýrslum þrjá- tíu og fjögurra félaga. — Kvöldið 3. marz sat T. X. í innri skrif- stofu sinni og var að spjalla við sárhrygg- an og niðurdreginn umsjónarmann lögreglu- liðs höfuðborgarinnar, Mansus að nafni. Fljótt álitið virtist T. X. hreinn og beinn unglingur. Hann var rjóður og sællegur í andliti eins og drengur. Og það var aðeins, er vel var að gáð, og rnaður varð var við fíngerðu hrukkurnar kringum augum og hina föstu og ákveðnu drætti um munninn, að maður gat gizkað á, að hann væri korn- inn yfir þrítugt. Á yngri árum hafði hann verið dálítið skáldmæltur og hafði skrifað ofurlitla, þunna kvæðabók með »Skógar- ljóðum«, en nú tók hann sér ákaflega nærri, ef minnzt var á þessi bernskubrek hans. í framkomu var hann nærgætinn, en á- kveðinn og meinþybbinn. Tal hans var stundum með ákaflega óvenjulegum blæ og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.