Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 39
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ
33
»Nafn bílstjóra Goole. Fyrrum þjónn
Enska klúbbnum. Fór áleiðis austur fyrstu
morgunlest. Móðir hans veik«.
»Móðir hans veik« sagði T. X. fyrirlit-
lega. »En hvað það er bragðlaust! Ég hefði
haldið, að Kara hefði dottið eitthvað betra í
hug en þetta«.
Hann var í vinnustofu John Lexmans, er
hurðin var opnuð, og stúlkan tilkynnti:
»Mr. Remington Kara«.
IV. KAPlTULI.
T. X. braut símskeytið mjög vandlega
saman og stakk því í vestisvasa sinn. Hann
heiðraði gestinn með oíurlítilli hneigingu,
fók síðan að sér húsbóndaskyldurnar og
ýtti hægindastól til gestsins.
»Ég býst við, að þér kannist við nafn
mitt«, mælti Kara frjálsmannlega. »Ég er
vinur veslings Lexmans«.
»Svo hefur mér verið sagt«, mælti T. X.,
»en látið samt ekki vináttu yðar við Lex-
nian vera því -til fyrirstöðu, að þér setjið
yöur niður«. •
Sem allra snöggvast brá fyrir ofurlitlum
undrunar- og vandræðasvip á andliti
Gnkkjans, en svo brosti hann lítið eitt og
hneigði sig og settist hjá skrifborðinu.
»Ég er mjög hryggur út af þessum at-
burðum«, hélt hann áfram, »og það hryggir
nilg ennþá meira sökum þess, að það var
e,nmitt ég, sem kynnti Lexman þessum ó-
hamingjusama manni, svo að það er á viss-
a,i hátt ég, sem ber ábyrgð á þessu«.
»Væri ég í yðar sporum«, mælti T. X.,
hallaði sér aftur á bak í stólnum og leit
hálf spyrjandi og hálf rannsakandi framan
I hinn, »myndi ég ekki láta þetta halda fyr-
II möf vöku. Flestir menn eru myrtir sök-
Um kynningar. Það er mjög sjaldgæft, að
maður myrði bráðókunnugan mann. Þetta
stafar, býst ég við, af eylendingshætti vorr-
ar þjóðarskapgerðar«.
Gestinum brá á ný, og hann varð forviða
á orðbragði mannsins. Hann hafði að
minnsta kosti búizt við kurteislegri fram-
komu af honum.
»Hvenær sáuð þér Vassalaró síðast?«
spurði T. X. ósköp elskulega.
Kara lyfti brúnum, eins og hann væri að
hugsa sig um.
»Ég held að það hafi verið fyrir hér um
bil viku síðan«.
»Hugsið yður betur um«, sagði T. X.
Aftur brá Grikkjanum, og aftur breiddi
bros yfir svipbrigði hans.
»Ég er hræddur um —«, hélt hann á-
fram.
»Kærið yður ekki um það«, sagði T. X.,
»en lofið mér að spyrja yður að nokkru.
Þér voruð hér í gærkvöld, þegar Lexman
fékk bréf. Að hann hafi fengið bréf, fyrir
því eru allmiklar sannanir«, mælti T. X., er
hann sá hik á hinum, »af því við höfum
vitnisburð þjónsins og póstmannsins«.
»Ég var hér staddur«, mælti Kara hægt
og gætilega, »og ég var við, þegar Mr.
Lexman fékk bréfið«.
T. X. kinkaði kolli.
»Bréf, skrifað á einskonar brúnleitan
pappír, fremur þykkan og hrufóttan, að ég
held«.
Aftur brá fyrir þessu augnabliks hiki.
»Ég þori ekkert að fullyrða um lit papp-
írsins eða útlit bréfsins yfirleitt«, sagði
hann.
»Ég hélt þó að þér mynduð gera það«,
gaf T. X. í skyn, »sökum þess, sjáið þér, að
þér brennduð umslagið, og ég taldi því lík-
legt, að þér hefðuð tekið eftir þessu«.
»Mig rekur ekkert minni til að hafa
brennt neinu umslagi«, svaraði hinn hik-
laust.
»Hvað um það«, hélt T. X. áfram, »þeg-
ar Mr. Lexman las fyrir yður bréfið —«.
»Hvaða bréf eigið þér við?« spurði Kara
og lyfti brúnum.
»Mr. Lexman fékk hótunarbréf«, svar-
aði T. X. rólega, sem hann las fyrir yður,
5