Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 44
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR elphi heimilisfangið í viðskiptaskyni, og að því er séð verður, svaf hann tvær — þrjár nætur vikulega í Great Jaines stræti. Eg sagði manninum að láta allt standa óhreyft, eins og það er, og að við myndum korna þangað«. Tíu mínútum síðar voru báðir lögreglu- inennirnir komnir inn í hálfskuggalegu í- búðina, sem Vassalaró hafði notað síðast. Húsráðandi skýrði þeim frá, að hann ætti sjálfur flest öll húsgögnin, en að vissir munir þar inni væru eign hins látna. Og .svo bætti hann við að nauðsynjalausu, að hinn látni leigjandi skuldaði sér sex mán- aða húsaleigu. Þetta voru munir þeir, er höfðu tilheyrt Vassalaró: Koffort úr blikki, lítið skatthol, skrifborðsskápur og dálítið af fötum. Skáp- urinn og skattholið voru Iæst. En koffortið var ólæst, og í því var ekkert markvert. Það þurfti ekki rriikil heilabrot við skrár hinna hirzlanna. Mansus opnaði þær báðar fyrirstöðulaust. Lok skattholsins myndaði skrifborð, þegar það var opnað, og fyrir innan það var hrúgað upp heilmörgum bréf- um, opnuðunr og óopnuðunr, reikningum, vasabókum og allskonar munum, sem hirðu- laus maður safnar og lætur svo liggja. T. X. athugaði bréfin hvert á fætur öðru án þess að finna nokkuð, er gæti komið honum að liði. Öll leit virtist árangurslaus, því að þrátt fyrir allra nákvæniustu rann- sókn brást algerlega sú von hans að upp- götva eitthvað, er gæti leiðbeint honum eitt- hvað í áttina að settu marki. Þá rak hann- allt í einu augun í ofurlítið blikkhylki, sem. var stungið inn í eitt af smáhólfunum í aft- anverðu skrifborðinu. Hann dró það út og opnaði hylkið og fann þar lítinn pappírs- pakka vafinn inn í tinblað. »Halló, halló!« hrópaði T. X. upp yfir sig og tókst alveg á loft af fögnuði. Og það' var líka sannarlega afsakanlegt. (Frh.). Bókmenntir. Allmikið af ljóðabókum kom út á síðasta ári og verður hér aðeins getið þeirra, sem sendar hafa verið Nýjum Kvöldvökum. Jón Magnússon skáld hefur sent frá sér nýja bók: Flúðir. Jón hefir þegar unnið sér mikið álit sem ljóðaskáld, enda er bók þessi á allan hátt hin ánægjulegasta, kvæðin eru kjarnyrt, þrungin að hugsun og mannviti og fjalla nú að jafnaði um meiri og torveldarl yrkisefni en áður. Höfundurinn er ennþá á vaxtarskeiði og má vænta af honum alls hins bezta í framtíðinni. I bókinn eru eink- um tveir stórir Ijóðaflokkar: »Vígvellir,« og »Úr æfisögu Björns sýslumanns«. En auk þessara Ijóðaflokka eru þarna mörg snilld- argóð kvæði, sem oflangt yrði upp að telja, sundurleit mjög að gerð og efni. Af því að þetta geta ekki orðið nema örstuttar um- getningar um hverja bók, vil ég aðeins færa hér til stutta glefsu úr einu kvæðinu:. »Gömlu hjónin i kotinu«: »Þá hóf sína ræðu hærð og blind hans húsfreyja: »Það er tjón og synd að vantreysta guði, sem var okkar hlíf, sem vemdar smælingjans rétt og líf. Hann leiddi okkur örugg hinn lága stig. Hann lýsir mér blindri og styður þig. Allt heimslánið velkist og hverfur í sand. Á himnum er gæfunnar föðurland. Og húsbóndinn gamli varð æfur og ör: En ekki létti það þeirra kjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.