Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR varð komizt, því að hann var hörundsbjart- ur engu síður en Engilsaxi, og þétthrokkið hár hans var nærri gullið á lit. Hann hafði orðið bráðskotinn í Qrace Terrell. í fyrstu hafði henni þótt gaman að þessari ástleitni hans, en brátt kom að því, að hún hræddist hana, því að það hafði ekki verið um að villast funabál tilfinninga hans og ástríðumagn. Hún hafði þegar gevt honum ljóst, að hann gæti engar vonir gert sér um það, að hún endurgildi ást hans, og út af því hafði svo gerzt sá atburður, sem hana ennþá hryllti við að rifja upp fyrir sér, og sem birti til fullnustu hina ótömdu og hrottalegu skapgerð hans. Hún hafði ekki séð hann daginn eftir, en tveim dögttm seinna, er hún var á leiðinni gegnum Baz- arana*) frá dansleik hjá yfirhershöfðingj- anum, var vagn hennar stöðvaður og hún dregin út með valdi. Hljóð hennar voru kæfð með dúk, sem var vættur í einhverj- um vökva með einkennilega kryddsætri lykt. Árásarmennirnir voru rétt að segja búnir að troða henni inn í annan vagn. er hópur af »blátreyjum«,**) sem höfðu feng- ið landgönguleyfi, kom þar að og bjargaði henni, án þess að vita, hverrar þjóðar stúlk- an var. Hún var ekki í minnsta vafa um, að þessi miðaldalega konuráns-tilraun var gerð að undirlagi Kara, en hún hafði aldrei sagt manni sínum neitt frá þessum atburði. Allt fram að giftingu sinni fékk hún stöðugt sendar ýmsar dýrmætar gjafir, sem hún endursendi jafnóðum til herragarðs Kara í Leinazo. Annað heimilisfang vissi hún ekki. Nokkrum mánuðum eftir giftingu sína hafði hún lesið í blöðunum, að þessi »aðal for- göngumaður grisks samkvætnislífs« hefði keypt stórt hús í Lundúnum nálægt Cado- gan Square, og henni til mikillar undrunar og skelfingar hafði Kara fitjað upp á kunn- *) Sölutorgin. **) Brezkir sjóliðar. Þýð. ingsskap við mann hennar, jafnvel áður en sæludögunum var lokið. Til allrar hamingju hafði hann ekki kom- ið oft í heimsókn til þeirra, en þessi sívax- andi vinátta milli John og þessa einkenni- lega óheflaða manns hafði stöðugt valdið henni ótta og þjáninga. Ætti hún nú á elleftu stundu að segja manni sínum allan grun sinn og ótta? Hún hafði velt þessu fyrir sér uin hríð. Og aldrei hafði hún verið jafn nærri því að trúa honum fyrir öllu þessu og einmitt núna, er hann sat þarna í stóra hæginda- stólnum við píanóið, dálítið tekinn í andliti og óvenjulega niðursokkinn í hugsanir sín- ar og heilabrot. Hefði hann ekki verið alveg svona niðurdreginn, tnyndi hún ef til vill hafa sagt honum þetta. En eins og nú horfði við, sneri hún talinu að síðustu rit- störfum hans, hinni löngu leynilögreglu- sögu, sem óefað myndi auka mjög tekjur hans, þó að hún gerði hann ef til vill ekki auðugan. Stundarfjórðungi fyrir ellefu leit hann á úrið sitt og stóð upp. Hún hjálpaði honum í frakkann. Hann stóð kyrr stundarkorn eins og hann væri að hugsa sig utn. »Hefirðu gleymt nokkru?« spurði hún. Ætti hann að fara að ráði Kara? hugs- aði hann með sér. Það var að minnsta kosti ekki skemmtilegt að mæta þessum ösku- vonda, litla náunga, sein hafði hótað manni bana, — og mæta honum óvopnaður var beinlínis að freista forsjónarinnar. Auðvitað var allt þetta hlægilegt, en það var líka hlægilegt, að hann skyldi hafa tekið þetta lán, og hlægilegt að þessi lántaka skyldi yfirleitt hafa verið nauðsynleg, og saint hafði hann brotið heilann um bezta ráðið — það var ráð Kara. Allt í einu rann upp fyrir honum sam- hengið i þessu öllu saman, og þó að Kara hefði ekki beinlinis gefið í skyn, að hann skyldi kaupa hluti í rúmensku gullnámun- um, þá hafði hann samt lýst horfunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.