Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR marghleypa, sein ég var með í vasanum; hún slóst í hliðina á mér í hverju spori, eins og hún væri að hnyppa í mig til að minna mig á heimsku mína«. »Hvar hittuð þér Vassalaró?« spurði T.X. »Hann var hinum megin við Eastburn Road og kom yfir veginn á móti mér. Fyrst var hann mjög almennilegur, en sanrt dálít- ið æstur, en rétt á eftir tók hann að haga sér alveg óvenjulega, eins og hann væri að reyna til að hleypa upp í sjálfuin sér ein- hverri bræði og ofsa, sem hann ætti þó ekki til. Ég bauð honum álitlega afborgun, en hann varð æstari og æstari, og svo allt í einu, áður en ég áttaði mig á hvað hann var að gera, veifaði hann skammbyssu í háa lofti og stakk henni beint framan í mig og jós yfir mig heilli runu af óvenju- legustu hótunum. Þá var það að ég allt í einu mundi eftir ráðleggingu Kara«. »Kara?« greip T. X. snöggt fram í. »Það er maður, sem ég þekki, og sem er valdur að því að ég kynntist Vassalaró. Hann er ákaflega auðugur«. »Ég skil«, sagði T. X. »Haldið áfrain«. »Ég minntist aðvörunar hans«, hélt hinn áfram, »og hugsaði nreð mér, að bezt væri að reyna, hvort þetta hefði nokkur áhrif á litla manninn. Ég dró skammbyssuna upp úr vasa mínum og miðaði henni á hann, en það virtist aðeins gera það — og svo hleypti ég af. Mér til skelfingar smullu fjögur 'skot, áður en ég gat áttað mig svo mikið, að ég sleppti gikknum. Hann hneig niður alveg steinþegjandi. Ég sleppti skammbyssunni og kraup á kné við hliðina á honum. Ég sá þegar að hann var hættulega særður, og svo sannarlega, ég vissi undireins, að hon- um varð eigi bjargað. Skammbyssa inín hafði bent í hjartastað —«. Það fór hrollur um hann, og hann faldi andlitið í höndum sér; konan við hliðina á honum lagði arminn verndandi utan unr herðar honum og hvíslaði einhverju að honum. Hann náði sér þegar aftur. »Hann var ekki alveg dauður; ég heyrði hann tauta eitthvað, en gat ekki greint, hvað það var. Ég fór svo beint til þorpsins og sagði lögregluþjóninum frá þessu og lét flytja líkið burtu«. T. X. reis upp frá borðinu, gekk fram að dyrunum og opnaði þær. »Komið þér inn, lögregluþjónn«, sagði hann, og þegar inaðurinn kom inn: »Ég býst við, að þér hafið verið mjög varkár, er þér fluttuð líkið, og að þér hafið tekið ineð yður allt, senr lá þar í kring?« »Já, herra«, svaraði maðurinn. »Ég tók hattinn hans og göngustafinn, ef það er það, sem þér eigið við«. »Og skainmbyssuna?« spurði T. X. Maðurinn hristi höfuðið. »Þar var engin önnur skammbyssa en sú sem Mr. Lexmann hafði«. Hann þreifaði á vasa sínuin og tók hana gætilega upp og T. X. tók við henni. »Ég skal hafa gát á fanga yðar; þér far- ið svo ofan í þorpið, fáið yður alla þá að- stoð, sem völ er á, og gerið sem allra ná- kvæmasta leit á staðnunr, þar sem maðurinn var drepinn, og færið mér svo skannnbyss- una, senr þér hljótið að finna. Þér munuð sennilega finna hana í skurðinum meðfram veginum. Ég mun greiða þeim inanni tutt- ugu krónur, sem finnur skammbyssuna«. Lögregluþjónninn bar höndina upp að hattinum og fór út. »Mér virðist þetta fremur einkennilega grunsainlegt mál«, mælti T. X., er hann kom inn aftur að borðinu. »Sjáið þér ekki sjálf- ur, hve þetta er óvenjulega sérstætt, Lex- man? Það er ekkert óvanalegt að lána pen- inga, og það er ekkert óvenjulegt, að okrar- inn heimti endurgreiðslu þeirra; en í þessu tilfelli gengur hann eftir þeim fyrir gjald- daga, og auk þess heimtaði hann þá með hótunum. Það er ekki vani venjulegra pen- ingainangara að ganga að viðskiptamönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.