Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 51
Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Nytjajurtir. (Framhald). Smíðaviður og korkur. Ein hin mestu og mikilvægustu not, er vér höfum af jurtaríkinu er smíðaviður- mn. Varla er reist svo lélegt hús eða hreysi, að ekki séu í því einhverjir viðir. Að vísu hafa einstöku þjóðir í trásnauð- löndum komizt upp á að reisa kofa sma án viðar, en þær eru fáar og smá- ar. Þá má nefna öll þau húsgögn, er vér daglega notum, svo sem borð, stóla, skápa °g hvað þau öll heita, auk ótal smááhalda °g íláta úr við, er hið daglega líf krefst. Eí lýsa ætti öllum þeim viðartegundum, sem mannkynið notar, yrði það langt mal, svo margar eru þær og fjölbreyttar. Hér verður aðeins stuttlega getið þeirra viðartegunda, er vér heyrum oftast hefndar norður hér, og mest eru notaðar hérlendis og í nágrannalöndum vorum, enda vaxa flestar þeirra um norðanverða Evrópu. Aðeins sárfárra trjáa úr öðrum heirnsálfum verður hér getið. Eyrst skal á geta barrviðanna. Þeiv teljast til plöntufylkingar, sem herfrævingar nefnast. Fylking sú er h'n næstæðsta í plönturíkinu. Hún hefur lif- að hér á jörðu um langan aldur, og var um eitt skeið rikjandi plöntufylking, en Varð síðan að þoka úr sessi fyrir d u 1- 1 æ v i n g u m, sem nú eru allra Plantna æðstir. Þær tegundir barrviða, Sem mest eru notaðar til smíða eru ^auðgreni og skógfura. Rauðgreni (Picea excelsa) er all- stóivaxið tré með keilulaga krónu. Það vex þétt og er skuggasælt. Rauðgreni- skógurinn er því að jafnaði snauður af öðrum jurtagróðri. Viður þess er léttur, seigur og sveigjanlegur, er hann notaður til húsasmíða, í símastaura og til papp- írsgerðar ásamt mörgu öðru. Rauðgreni vex einkum í norðlægum löndum, þannig er það aðalskógartré Noregs. Margar aðrar grenitegundir eru einnig notaðar til smíða, þó að þessi sé merkust. Skógfura (Pinus silvestris) er annað merkasta barrtré, sem til smíða er notað. Viður hennar er svipaður greni- viðnum, en þó talinn hæfari til húsgagna smíða, en annars notaður á svipaðan hátt. Einnig er hún talin endingarbetri en greni í jörðu og vatni. Skógfuran vex eins og grenið einkum í norðlægum lönd- um. Vex hún nokkuð í flestum löndum Evrópu, en aðalvaxtarsvæði hennar er í belti, er nær yfir Skandinavíu, Finnland, Rússland og norðurhluta Asíu. Hún er aðalskógartré Svíþjóðar. Þessar tvær tegundir, sem nú eru nefndar, mynda, á- samt allmörgum öðrum skyldum trjáteg- undum barrskógana, sem liggja í belti yf- ir norðanverð meginlönd jarðarinnar. Eru barrskógarnir nyrstu samfelldu skógasvæðin, en fyrir norðan þá taka við auðnir og freðmýrar heimskautaland- anna. Einkenni barrtrjánna er, að blöð þeirra líkjast nálum og eru sígræn og stinn. Lerkitrén fella þó blöð sín á haustin. Úr mörgum þeirra fæst nytja- viður. Líklegt er að rækta megi ýmsa barviði til nytja hér á landi. Hinn eini barrviður, er vex hér villtur, er e i n i r.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.