Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 50
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR margir dugandi menn. Ein af embættis- skyldum þeirra er sú, að liggja í stöðugum deilum við ráðherrana, svo að keisárinn hafi frið fyrir þeim. Keisarinn er alltaf í féþröng. Hann á að vísu óhemju eignir í erlendum bönkum og hefur drjúgar skatttekjur, en óstjórn er á ýmsu í landinu, og hún er alltaf dýr. Og umbætur á hernum og aðrar nýjungar hafa kostað of fjár. Einatt kemur það fyrir, að embættismenn og jafnve! hermenn fá ekki goldin laun sín einn eða tvo mánuði, af því að ekkert er í kassanum. Og nú er ófriður- inn skall á, voru laun öll lækkuö um 20%, til að standast herkostnaðinn. Konungur konunganna er ekki meira en í meðallagi þokkaður hjá þjóð sinni. Það er æfagamalt í Abyssiníumönnum að heiðra og virða konung sinn, en þeir vilja fá aö sjá hann og heyra, vera með honum, tala við hann, gleðjast með honum og hafa hann á m'eðal sín. Konung skal hafa til frægðar og gleði, er þeirra skoðun. En Haile Selas- sie lætur lítt að þessum óskutn. Hann hefur engan tíma til þess. Og þó er hann að sumu leyti hinn máttugi konungur, ofjarl alls og allra, sem Abyssiníumenn vilja hafa. Svo var Menelik hinn mikli. En hann var bara miklu skemmtilegri svallbróðir og draslari en þessi. Það er náttúrlega gott, að konungur sé siðavandur. En þetta finnst mörgum Abyssiníumanni ganga úr hófi. Minna má nú gagn gera en að lifa eins og hálfheilagur maður. Jafnvel fólki þótti í aðra röndina vænt um Lij Yasu, vegna þess að hann var karlmenni og hermaður. Haile Selassie er ekki hermaður. Hann er stjórn- málamaður. Og hann hefur orðið að kaupa suma menningarsigra sína fyrir hækkaða skatta. Og hver vill eiginlega kaupa menn- ingu fyrir hækkaðan skatt, að minnsta kosti meðan á því stendur. En þó að Haile Selas- sie sé ekki hermaður, mun hann þó berjast, og engum dettur í hug, að hann hiki við að hafa sig í hættu, er skyldan býður. Enginn maður mundi af meira kaldlyndi ganga í dauðann. En hann álítur sjálfan sig ómiss- andi, og sennilega er hann það. Hann er talinn vitrastur allra landa sinna, þeirra, sem nokkuð ber á, sá, sem sér víðast yfir og býr yfir mestum andlegum þrótti og skapfestu. En hann verður aldrei hinn glað- væri svallbróðir, hinn gunnreifi, vígölmi for- ingi hinna villtu herflokka, eins og sumir fyrirrennarar hans hafa verið. Þegar meta skal mann eins og Haile Se- lassie, verða menn að hafa þetta í minni. Hann gerðist þjóðhöfðingi yfir þjóð, sem mátti telja alveg ósiðaða. Nú má telja, að hann ríki yfir sæmilega skipulögðu, hálfsið- uðu ríki. Hann hefur orðið að þrýsta þessu umbótastarfi sínu áfram í ~siná áföngum, með óþrjótandi elju og járnvilja frá degi ti! dags, sýknt og heilagt, umsetinn af svikráð- um frænda, vina, undirkonunga og ættar- höfðingja. Hann hefur orðið að halda sjálfur ríki sínu í járnböndum, svo að gliðnaði ekki í sundur innbyrðis, samtímis því, sem hann hefur orðið að heyja ójafnan leik við slungna stjórnmálarefi gráðugra stórvelda. Hann hefur orðið að neita sér alveg um þá ánægju þjóðhöfðingjans, að vera elskaður af þjóð sinni, og kosið sér þann kost, að vera virtur sem einn af harðgerðustu dugn- aðarmönnum hennar, og hataður sem einn af óhlífisömustu frömuðum torskildra ný- unga. Góðir kunningjar: Frú A. er í heimsókn hjá frú B., sem bjó í »villu« rétt utan við borgina. — Þekkirðu frúna í næstu »villunni« svo vel, að þú talir við hana? spurði frú A. — — Hvort ég þekki hana? Já, nú þekki ég hana svo vel, að ég er hætt að tala við hana, svaraði frú B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.