Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 40
34
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og sem Vassalaró hafði sent honum. Hann
rétti yður bréfið, og þér lásuð það líka.
Þér vitið líka, að Mr. Lexman Iagði bréfið
í stálskúffu í skjalaskáp sínum«.
Hinn hristi höfuðið og brosti góðlátlega.
»Ég er hræddur um, að yður skjátlist
stórlega«, sagði hann nærri því afsakandi.
»Þó að mig ranki við, að hann fengi eitt-
hvert bréf, þá livorki las ég það, né var
það lesið fyrir mér«.
T. X. nærri því lygndi augunum aftur,
og rödd hans varð hörð og málmkennd.
»Og ef ég skákaði yður á ákærðra-bekk-
inn, ætlið þér þá að sverja, að þér hafið
hvorki séð bréfið né lesið það, eða heyrt
það lesið, og að þér vitið ekkert um, að
Mr. Lexman hafi fengið þessháttar bréf?«
»Alveg ákveðið«, svaraði hinn kuldalega.
Mynduð þér sverja, að þér hafið ekki séð
Vassalaró í heila viku?«
»Vissulega«, svaraði Grikkinn brosandi.
»Að þér hafið raunverulega alls ekki séð
hann í gærkvöld«, hélt T. X. þrákelknislega
áfram, »og talað við hann á stöðvarpallin-
uin í Lewes, og að þér, eftir að þér skilduð
við hann, hafið ekki haldið í áttina til
Lundúna og síðan snúið við og haldið í átt-
ina til Beston Tracey?«
Grikkinn var náfölur alveg fram á varir,
en enginn dráttur hreyfðist í andliti hans.
»Mynduð þér líka sverja«, hélt T. X.
hlífðarlaust áfram, »að þér hafið ekki stað-
ið á horninu þar, sem kallað er Mitre’s Lot,
og farið til baka um hlið þar nærri, þar sem
bíllinn yðar var, og að þér hafið ekki verið
sjónarvottur að sorgarleiknum?«
»Ég myndi sverja það«. — Rödd Kara
var þvinguð og sprungin.
»Mynduð þér Hka geta svarið, hvenær þér
komuð til Lundúna?«
»Einhverntíma milli tíu og ellefu«, svar-
aði Grikkinn.
T. X. brosti.
»Mynduð þér sverja, að þér hafið ekki
farið eftir Guildford klukkan hálf eitt og
staðnæmzt til að fylla á olíu?«
Grikkinn hafði nú aftur náð fullu valdi
á sjálfum sér og stóð upp.
»Þér eruð mjög gáfaður maður Mr. Me-
redith — ég býst við, að það sé nafn
yðar?«
»Það er nafn mitt«, svaraði T. X. stilli-
lega. »Ég hef ekki þurft á því að halda að
skipta eins oft um nafn, og yður hefur þótt
nauðsynlegt«.
Hann sá það á reiðileiftrinu í augum
hins, að skotið hafði hitt markið.
»Ég býst við, að ég verði nú að fara«,
sagði Kara. »Ég kom hingað í þeim til-
gangi að hitta frú Lexman, og ég hafði
enga hugmynd um, að ég myndi hitta á lög-
reglumanr»«.
»Minn góði Mr. Kara«, mælti T. X., stóð
upp og kveikti í vindlingi, »þér munuð þrá-
sinni í lífinu verða fyrir þeirri leiðinlegu
reynslu —«
»Við hvað eigið þér?«
»Einmitt það, sem ég er að segja; þér
munuð ætíð búast við að hittá vissan mann,
en hittið svo á annan; og ef þér eruð ekki
alveg stálheppinn, mun þessi annar alltaf
vera lögreglumaður«.
Augu hans blikuðu, því nú var hann al-
veg búinn að ná sér aftur eftir reiðikastið,
sem hafði gagntekið hann.
»Það eru tvenn sönnunargögn, sem ég
þarf á að halda til að frelsa Lexman úr
mjög hættulegum vandræðum«, mælti hann.
»Annað er bréfið, sem var brennt, eins og
þér vitið«.
»Já«, sagði Kara.
T. X. hallaði sér fram yfir skrifborðið.
»Hvernig gátuð þér vitað það?« glefsaði
hann.
»Einhver sagði mér það, ég veit ekki
hver það var«.
»Það er ekki satt«, svaraði T. X. »Eng-
inn veit neitt um það nema við frú Lex-
man«.