Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 32
26
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
geysimiklar jarðeignir í einhverju hálfgerðu
villimannahéraði á Balkan, sem er ágætur
reiðmaður og allgóður flugmaður«.
T. X. kinkaði kolli til Mansus, og með
einskonar þakklætisvott í augum stóð um-
sjónarmaðurinn upp og kvaddi.
»Jæja, þá er nú Mansus farinn«, sagði T.
X. og settist á skrifborðsbrúnina og valdi
sér með rnestu nákvæmni vindling úr vind-
lingahylki, sem hann tók upp úr vasa sín-
um. »Látið mig nú heyra einhverja af á-
stæðunum fyrir þessari rauðeygðu um-
hyggju fyrir þessu mikilmenni heimsins«.
Sir George brosti hryssingslega.
»Ég hef þann áhuga á málunum, sem er
áhugi og verkefni minnar stjórnardeildar«,
svaraði hann. »Það er að segja, ég vil
gjarna vita heilmikið um óvenjulegt og sér-
kennilegt fólk. Við höfum fengið umsókn
frá Mr. Kara«, bætti hann við, »sem er
fremur óvenjuleg. Hann er augljóslega
hræddur um líf sitt af einhverjum ástæðum
og vill fá að vita, hvort hann geti ekki
fengið að leggja einkasíma milli húss síns
og lögreglumiðstöðvarinnar. Við sögðum
honum, að hann gæti alltaf náð í næstu lög-
reglustöð í síma, en hann er ekki ánægður
með það. Hann hefur lent í óvináttu við
einhverja herra af sinni eigin þjóð, og hann
heldur, að þeir muni fyrr eða seinna skera
hann á háls«.
T. X. kinkaði kolli.
»Allt þetta veit ég«, sagði hann þolin-
móðlega. »Ef þér viljið teygja frekar úr
leyndarmálalopanum, Sir George, er ég við-
búinn að verða hrifinn, hristur og skekinn
og hrolli og skelk«.
»Það er ekkert hroll- eða hrifniskennt í
þessu«, rumdi gamli maðurinn og stóð upp.
»En ég man eftir, þegar að Makedóníu-
mennirnir voru að skjóta hver annan í Suð-
ur-Lundúnum, og ég kæri mig ekki um, að
þessháttar endurtaki sig. Vilji einhverjir
fremja blóðhefnd, þá geri þeir það utan um'-
dæmis höfuðborgarinnar«.
»Já, í öllum bænum, látunr þá það«, sagði
T. X. »Mér er alveg sama hvert þeir fara.
. En ef þetta er allt og sumt, sem þér hafið
að segja mér um þetta, þá get ég bætt dá-
litlu við. Hann hefur látið gera gagngerða
breytingu á húsi því, sem hann keypti við
Cadogan Square; herbergið sem hann held-
ur til í, er raunverulega öryggisbúr«.
Sir George lyfti brúnum.
»Öryggisbúr?« endurtók hann.
T. X. kinkaði kolli.
»Öryggisbúr, já«, sagði hann. »Veggirnir
eru innbrotsheldir, gólf og loft er úr járn-
bentri steinsteypu; þar er aðeins ein hurð,
sem til viðbótar við venjulega skrá er af-
læst með einskonar stál-klinku, sem hann
lætur falla, þegar hann gengur til náða, og
sem hann opnar sjálfur á morgnana. Að
glugganum er ómögulegt að koniast, þar
eru engar aðrar dyr, og að öllu samanlögðu
er herberginu ætlað að standast árás«.
Lögreglustjórinn hlustaði gaumgæfilega.
»Nokkuð fleira?« spurði hann.
»Við skulum nú sjá«, sagði T. X. og
horfði upp í loftið. »Já, að innan er her-
bergið ósköp blátt áfram með venjulegum
húsgögnum. Þar er stór arinn, skrautlegt
rúm, stálskápur felldur inn í vegginn og
sýnilegur að utan hverjum lögregluþjóni,
senr hefur göngu sína þar í nágrenninu«.
»Hvernig getið þér vitað allt þetta?«
spurði lögreglustjórinn.
»Af því að ég hef komið inn í herbergið«,
svaraði T. X. blátt áfram, »mér heppnaðist
með brögðum að vinna traust ráðskonu
Kara, sem meðal annars«, — hann sneri
sér að skrifborðinu og hripaði nafn á þerri-
blað, — »mun verða sagt upp á morgun,
og verður því að útvega henni stöðu ein-
hverstaðar«.
»Er þar nokkuð — sem —?« tók lög-
reglustjórinn til máls.
»Sem gaman er að grenslast eftir?« greip
T. X. fram í. »Ekki vitund. Húsið og mað-
urinn eru alveg venjuleg og með öllum