Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 11
MATTHÍAS JOCHUMSSON 5 skap yfir þessari dauðans hræðslu samtíma- manna sinni við að sjá nokkru sinni framan í ferska hugsun. En þegar vér nú lesum bréf hans, ræður og ritgerðir og berum það saman við afrek þeirra, er gerðu sig að dómurum yfir honum, er ekki hægt að varast það að líta á þessa aðstöðu sein hverja aðra glettni örlaganna, glettni, sem hefur reynd- ar endurtekið sig í hvert sinn, sem fæðst hefur maður, sem í andlegum efnum er höfði hærri en allur lýðurinn. »AUMINGJA ÞRÆLDÓMSINS BÖRN«. Það sem hneykslaði menn einkum í fari sr. Matthíasar var hin rótgróna fyrirlitning hans á kreddunum, öllu hinu steinrunna, skilningsdaufa og vanabundna, en hinsveg- ar hnittni hans, hispursleysi og orðhreysti, þegar hann vegur að þessum nátttröllum með sínu hárbeitta andans sverði. »Þú trúir því ekki, hvílíkur viðbjóður mér er að kredduofstækinu«, segir hann við einn kunningja sinn. »Það gerir alla menn að fíflum og fáráðlingum«. »En það er annað að lifa á lambsfóðrum en að efla dýrð drott- ins hjá ómyndugum lýð. Rétttrúnaðinum "fylgir alltaf skynsemisskortur og þröng- sýni.«. »En aumingja þrældómsins börn skilja ekki frelsisins evangelium. Þetta er grimmur en stöðugur sannleikur« (bls. .260). í annað skipti segir hann, að sér finn- ist allar þjóðir vera eins og hestar í hafti •eða kolar í neti. »Það má láta þá taka við- bragð, en hnappeldan heldur og netið rifn- ar ekki, nema í aftökum og ef stórfiskar •slæðast í þau« (259). Hann örvænti um rétttrúnaðiun vegna Jiess að hann taldi það jafn ógerlegt fyrir alþjóð manna, að tileinka sér hann á ný og að lifa upp liðna tíð aftur. »Vér verðum að fylgjast með sannleiksstríði veraldarinnar« ■(372). Hver tími verður að leita sannleik- ans á ný, hvað sem allt hefðarvald segir og hverjar sem afleiðingarnar verða. »Þessum hugmyndum«, segir hann, »hefi eg reynt að vera trúr allt frá barnsbeini og vonast til að verða það til dauðans«. »ÞEGAR ALLTAF ER HORFT AFTUR í aldirnar en aldrei fram á við, þá er allt guðlegt kennt andlaust, vitlaust eða aftur á bak« (447). En vitlausar kennisetningar fordjarfa sanna guðstrú«. Honuni virðist mikið af því, sem unnið var fyrir kirkjuleg málefni um hans daga, vera unnið fyrir gýg, unnið án trúar og út úr réttu sam- bandi við lífs og framsóknarlögmál vorra daga« (532). »Menn geta ekkert guðlegt séð, nema gegnum skjáglugga« (541). Hættan við þetta skorðaða og vanabundna er sú, að menn verði að andlegum eintrján- ingum. »Að mér sækir sorg með hríðum yf- ir orthodoxu kirkjunum, að þær eru á eftir, fjörlausar, þrælbundnar og vantrúaðar á það sanna hjá hinum vantrúuðu eða krítísku vísindamönnum, nl. guð í ölllu, guð í evo- lution heimsins, guð í skynseminni guð í allsherjar opinberun mannsandans, sem mér finnst oft vera aðalopinberunin, en hin sér- staklega einungis þáttur í þeirri«. »Sönnum guðsmönnum eru allir vegir færir til himna- ríkis« (293). KENNINGIN UM DJÖFULINN. Það var sérstaklega fyrir andmæling sr. Matthíasar á útskúfunarkenningunni, sem hann bar villutrúarorð og hlaut biskups- áminning. Löngu seinna hendir hann mikið gaman að þessu í bréfi til Vald. Briem, vinar síns og segir þar meðal annars eftir það að hann er búinn að iýsa því, hvernig hann vilji að trúin sé við vöxt: »Kennisetningarnar eru ýmist orðnar of þröngar eða hrein heimska — jafnvel guð- last, eins og útskúfunarkenningin, eða kenningin um djöful, sem Magnús sálar- háski sagði að sí og æ veitti guði mörg og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.