Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 22
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR seinasta bók hans hafði selzt svo vel, að hún, sem að líkindum var glöggskyggnari en hann í fjármálum, sá að þessi bráða- birgðavandræði voru ekki alvarleg og var því ekki eins mikið að hugsa um það mál og hann. »Ég býst við, að þið viljið fá kaffið inn í skrifstofuna«, sagði Grace, »og ég vona, að þið afsakið mig; ég verð að fara og tala við frú Chandler um svo óskáldleg og ver- aldleg málefni sem þvott og þvottahús«. Hún kinkaði kolli til Kara, um leið og hún fór út úr herberginu og strauk hendinni létt yfir öxlina á John, er hún gekk fram- hjá honum. Kara horfði á eftir henni með aðdáun, unz hún var horfin út úr dyrunum. »Ég þarf að tala við yður, Kara«, sagði John Lexman, »ef þér hafið fimm mínútur afgangs handa mér«. »Þér getið fengið fimm stundir, ef þér viljið«, svaraði hinn glaðlega. Þeir fóru nú inn í vinnustofuna. Stúlka færði þeim kaffi og líkjör og setti það á lítið borð nálægt arninum og fór svo út aftur. Þeir töluðu fyrst um veginn og dag- inn. Kara dáðist að því, hve herbergið var vinalega vistlegt og skemmtilegt, og barm- aði sér yfir að hafa ekki tekizt það með fjáraustri, .að afla sér þessara heimilisgæða, sem John Lexman hafði fengið með litlum tilkostnaði. »Ég býst við, að yður sé ómögulegt að hafa rafljós hérna«, sagði Kara í spurning- arróm. »Algerlega ómögulegt«, svaraði hinn. »Hvers vegna?« »Mér þykir lampaljósið það arna miklu skemmtilegra«. »Það er ekki lainpinn«, mælti Grikkinn seint og sönglandi og gretti sig ofurlítið. »En ég hata þessi kerti«. Hann sveiflaði hendinni í áttina til arin- hillunnar, þar sem sex stór vax-kerti stóðu í tveimur vegg-stjökum. »Hvers vegna í heiminuin hatið þér kerti?« spurði John hissa. Kara svaraði því ekki undir eins, en yppti öxlum. Svo sagði hann: »Ef þér hefðuð einhvern tíma verið bund- inn fastur á stól, og við hliðina á stólnum hefði staðið dálítill kaggi fullur af púðri, og ofan í púðrið væri stungið litlu kerti log- andi, sem brann og styttist í sífellu — Guð ininn góður!« John Lexman varð alveg hissa, er hann sá svitann spretta út á enni gestsins. »Það virðist býsna spennandi«, sagði hann. Grikkinn þurrkaði sér um ennið með- silkivasaklút og var dálítið skjálfhentur. »Það var nú ofurlítið meira en spenn- andi«, sagði hann. »Og hvenær vildi þetta til?« spurði rit- höfundurinn með forvitni. »1 Albaníu — fyrir mörgum árum síðan«,. svaraði hinn. »En þessir djöflar eru alltaf að senda mér áminningu um þennan við- burð«. Hann gerði enga tilraun til að skýra frá, hverjir »þessir djöflar« væru, eða af hvaða ástæðum hann lenti í þessu ægilega öng- þveiti, heldur skipti umræðuefni með ásetn- ingi. Hann reikaði um stofuna og gekk franr með bókaskápnum, sem fyllti alveg einn vegginn, og nam staðar öðru hvoru til þess að lesa á kili eitthvert bókarnafnið. Allt í einu dró hann út þykkt bindi. »Wild Brazil«, las hann, »eftir George Gathercole — þekkið þér Gathercole?« John var að fylla pípu sína úr stórri, blárri krukku á borðinu og kinkaði kolli. »Hitti hann einu sinni — mjög ómannblend- inn náungi. Mjög fáorður og — eins og flestir þeir, sem sjálfir hafa séð og fram- kvæmt, — minna gefinn fyrir að tala um sjálfan sig heldur en nokkur maður annar^ sem ég hef rekizt á«. Kara leit i bókina og hnyklaði brýrnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.