Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Síða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1938, Síða 35
AR AB AHOFÐIN GINN 81 þú gefir ekki hégómagirni manns neitt undir fótinn!“ sagði hann og sleppti henni snöggt og sneri sér undan- Hún reikaði á fótunum og slingraði yfir að dyratjaldinu, sem skildi á milli her- bergjanna. Hjartað lamdist í brjósti henn- ar og hún var með grátinn í hálsinum. Hún staðnæmdist sem allra snöggvast til að líta eftir honum og varð dauðskelkuð yfir fífldirfsku sinni. Hann hafði losað tjaldskörina og stóð nú og starði út í nátt- myrkrið. Ilmurinn af vindli hans barst til hennar með næturgustinum að utan. Ráðaleysis-svip brá á andlit hennar. Mundi hún nokkurntíma læra að skilja hann? í kvöld hafði hann látið hana sjálfa velja í stað þess blátt áfram að neyða hana til að lúta vilja sínum — og hafði sigrað. Síðustu orðin hafði hann sagt óvænt vingjarnlega, og grimmdar- drætirnir um munn hans höfðu máðst að mestu leyti. Hún ruglaðist alveg af þess- um einkennilegu andstæðum í skapgerð hans, þessum eldsnöggu breytingum úr villimennsku í blíðu, sem hún skildi ekk- ert í. En hún vildi ekki vera að brjóta heilann um það, ekki gera neina tilraun til að skilja hann. Hún myndi hvort sem er aldrei sjá til botns í hyldýpi hans dul- arfullu skapgerðar. Hún skildi aðeins það, að hann, einhverra orsaka vegna, hafði hlíft henni — og hún óttaðist hann meira en nokkru sinni áður. FIMMTI KAFLI. Díana stóð undir sóltjaldinu og dró á sig hina þykku reiðhanzka sína, meðan hún var að bíða eftir Gaston og hestun- um. Hún var gagntekin af sterkum geðs- hræringum. Ahmed Ben Hassan hafði verið að heiman síðan í aftureldingu dag- mn áður og óvíst var, hvenær hann kæmi aftur. Hann hafði ekkert ákveðið um það, er hann fór. Síðustu dagana hafði verið uppi fótur og fit í tjaldborginni. Alltaf í sífellu voru einhverjir að k ma eða fara. Ríðandi boðberar komu allar stundir sól- arhringsins á dauðuppgefnum og spreng- móðum hestum. Höfðinginn sjálfur hafði verið óvenjulega önnum kafinn, en hafði eigi látið svo lítið að skýra frá, af hvei'ju þetta óvanalega annríki stafaði, og hún hafði einskis spurt. Þessar fjórar vikur, sem liðnar voru, síðan hún hafði lofað honum hiýðni, hafði hún verið mjög stillt og þögul, en hatur hennar og ótti óx og magnaðist með degi hverjum- Hún hafði nú lært að temja sig og bæla niður reiði- og stóryrði, sem þó lágu henni ætíð á vörum. Hún hafði lært að hlýða, ófús, þögul, með samanbitinn munn og sauðþráa í augum —• en hún hlýddi samt, og var sjálf hissa á því. Upp á síðkastið hafði hann látið hana eiga sig að mestu leyti. Áður hafði hún riðið út með honum nærri því daglega, þangað til hann fyrir viku síðan hafði sagt henni stutt og laggott, að hún fyrst um sinn yrði að draga úr þessum útreið- um og láta sér nægja að vera með Gaston. Frekari skýringu hafði hann enga. gefið, og hún hafði heldur ekki spurt hann. Hún hafði tekið þann kostinn að telja þetta aðeins einn þátt harðstjórnar hans og drottnunargirni, og þó hún beygði sig af nauðung undir vilja hans, sauð uppreist- arandinn í henni undir niðri. Eins og í hita-æsingi hafði hún setið um hvert tækifæri til að flýja, og nú virtist loks hin langa fjarvera höfðingans ætla að fleygja því upp í hendur hennar, sem hún hafði beðið svo lengi eftir. í nótt hafði hún bylt sér eirðarlaus fram og aftur í stóra rúminu sínu og brotið um það heilann árangurslaust, hvernig hún ætti að geta komið flótta í framkvæmd. Hún myndi eflaust geta laumazt á brott frá Gaston á einhvern hátt. Henni hafði varla komið svefn á auga, og eftir að hún hafði borð- 11

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.