Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 10
4
KENNIMAÐUR
N. Kv.
keppast um allar hugsanlegar vegtyllur
innan sveitarfélagsins, og kusu sjálfa sig
þegar þeir gátu komið því við, til þess að
komast í einhverja nauða-ómerkilega
nefnd, sem aldrei gerði neitt, gat hann
ekki stillt sig. Þessi smáborgaralegi hugs-
unarháttur fór í taugar hans, og með
sinni rólegu og alþekktu kaldhæðni fletti
hann ofan af þessum veikleika sveitunga
sinna og gerði þá broslega eins og hvolpa,
sem togast á um bein.
Ef til vill var Guttormi sjálfum ekki-
vel ljóst hvað hann vildi. En hræsnin yf-
irdrepsskapurinn og þröngsýnið í hvaða
gerfi, sem það birtist, átti í honum svar-
inn óvin. Eftir það, sem hafði farið á milli
hans og séra Bjarna, var það raunar ekk-
ert undarlegt, þó að margir biðu þess með
nokkurri eftirvæntingu að til stærri tíð-
inda mundi draga á milli þeirra.
12.
Göngur stóðu yfir. Féð var að koma
heim af afréttunum, hvítt á lagðinn og
bústið. Það var rekið í réttir, dregið í
sundur og hver hirti sitt og rak heim til
sín, til þess að taka þar frá álitlegan hóp,
sem reka skyldi til slátrunar. Daglega
voru reknir stórir hópar af þessum fall-
egu, frjálslegu skepnum í dauðann. Með
áhyggjuleysið og trúna á lífið geislandi út
úr stórum, skærum augum, runnu þær
mótþróalaust gegn hinum miskunnarlausu
örlögum sínum. Gott á kindin, að skynja
ekki tilgang sinn í hinum mikla völund-
arvef lífsins.
Tíðin var einmuna góð, en þó var kom-
inn haustbleikur fölvi á jörðina. Allir far-
fuglar voru í óða önn að búa sig til vetr-
ardvalar undir suðrænni sól. í stórum
flokkum flugu þeir suður um loftin blá
einmitt þá dagana, sem séra Bjarni, ásamt
konu sinni, var á leið norður í Breiðdal,
til þess að hefja þar ætlunarverk sitt.
Það var snemma morguns. Frú Vigdís
hafði sofið fast, en svo glaðvaknaði hún
allt í einu. Henni leið undarlega vel. í
fyrstu hafði hún verið dálítið sjóveik, en
nú virtist henni þau óþægindi eiga heima
langt aftur í liðnum tíma. Hún lá um
stund hreyfingarlaus og horfði upp í botn-
inn á efra rúminu, þar sem maður henn-
ar svaf ennþá.
Hún hafði vaknað við einhvern hávaða,
sem hún áttaði sig ekki á, af hverju staf-
aði. Og það var ekki fyrr en eftir dálitla
stund, að hún tók eftir því að skipið var
hætt að hreyfast. Það var svo notalegt að
vera laus við veltinginn og geta legið
grafkyrr eins og heima í sínu eigin rúmi.
En hvers vegna lá það kyrrt? Hafði eitt-
hvað komið fyrir? Nei, en sú heimska.
Skipið var auðvitað komið alla leið til
Breiðhafnar og búið að varpa þar akker-
um. Af því hafði hávaðinn stafað, sem
vakti hana. Nú var ekki lengur tími til
svefns og værðar. Hún vatt sér fram úr
rúminu, klæddi sig hljóðlega og flýtti sér
síðan upp á þiljur.
Sunnan-vindblær þaut um vanga henn-
ar, þegar hún kom upp. Ah, ah, það var
dásamlegt að svelgja í sig goluna eftir allt
loftleysið niðri í skipinu. Henni fannst
golan bera með sér ilm af birki og blóm-
um, en auðvitað var það bara hugarburð-
ur, því að nú var haust, grösin sölnuð og
blöðin að falla af birkinu. Hún litaðist
um. Skipið lá spölkorn frá landi, því að
bryggjur voru engar, nema ómerkilegar
bátabryggjur. Kaupstaðurinn var raunar
ekki nema þorp, og lágu húsin dreif og
óregluleg.
Lengra í burtu var fjallahringur, marg-
breytilegur að lögun og svipmikill ásýnd-
um. Einhvers staðar inni á milli þessara
fjalla beið hennar sveit og heimili, sem
hún gat farið að kalla sitt eigið. Hún hall-
aði sér fram á borðstokkinn og reyndi að
finna það út, hvar helzt fjöllin myndu