Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 37
N. Kv.
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS
31
sér og sneri sér að lokum að Saint Hu-
bert:
„Hafið þér nokkurn tíma fengið hug-
boð um óorðna viðburði, Raoul?“
„Já, stundum“, svaraði hann og leit
framan í hana. „Hvers vegna spyrjið þér
.að því?“
„Æ, ég veit ekki“, sagði hún hikandi og
sá óðara eftir spurningunni. „Mér datt
þetta bara í hug. Manni dettur oft margt
skringilegt í hug öðru hvoru! Það eru
líklega taugarnar!“
Saint Hubert leit kvíðinn á hana. Hon-
um var kunnugt um ótta hennar og
áhyggjur undanfarna mánuði, en svo
sagði hann rólega: „Gætið vel að taugun-
um, Díana! Þær eru ekki að spauga með“.
En hann sá þegar, að hún var annars hug-
ar og mundi ekki hafa heyrt, hvað hann
sagði.
Það hafði verið blæjalogn dögum sam-
an, og sást því greinilega slóðin eftir
hest hans frá því um morguninn. En nú
voru þar einnig önnur för, sem hann hafði
eigi séð, er hann reið heimleiðis um há-
degisblið. Sennilega voru þau eftir ein-
hverja af varðmönnunum í El-Hassi, er
hefðu farið heim til tjaldbúðanna eftir
vistum, hugsaði hann með sér og virti
sporin fyrir sér með dálítilli forvitni. Þau
lágu í öfuga átt við stefnu þeirra. — En
svona var það ætíð í eyðimörkinni, —
eftirvænting og óvissa: Hverjir? og hvað-
an? og hvert?
Já, einmitt. Þannig var það einnig með
hann. Hvert myndi leið hans liggja, er
hann legði af stað að leita að Ghabah á
ný? Máranum, sem honum var nú brýnni
nauðsyn að finna heldur en nokkru sinni
áður.
Nú voru þau loks komin á sandölduna,
þaðan sem sjá mátti ofan að El-Hassi. Dí-
ana stöðvaði hest sinn og horfði þögul á
litlu vinjuna, sem lá þarna í dældinni á
milli sandhryggjanna. Hún var gagntekin
af kvíða og eftirvæntingu, og hann sá, að
hún var skjálfhent. En svo tók hún fast í
taumana og reið áfram ofan af sandöld-
unni.
Það var mjög fámennt niður við tjöld-
in. Ramadan kom hlaupandi með fimm-
sex menn með sér og baðst afsökunar á
því, hvað þeir væru fáir, sem kæmu til að
taka á móti þeim. Hinir hefðu farið til að-
al-tjaldbúðanna að sækja vistir.
Díana var annars hugar og greip fram
í fyrir honum og stöðvaði mælskuflóð
hans og kurteisis-skvaldur — þótt það
væri annars ólíkt henni. Hún gaf honum
bendingu um að hirða hestana og gekk
síðan hratt í áttina til litla tvímennings-
tjaldsins. — En er hún nálgaðist tjaldið,
hægði hún smám saman á sér, og að lok-
um staðnæmdist hún fyrir utan hálfopnar
tjalddyrnar, hríðskjálfandi og gagntekin
af eftirvæntingu. Saint Hubert rétti ósjálf-
rátt út höndina og ætlaði að aftra henni
frá að fara inn í tjaldið.
„Látið þér mig fara inn á undan, Dí-
ana, — til að undirbúa hana ofurlítið“,
sagði hann gætilega.
En hún hristi aðeins höfuðið. — „Ég vil
helzt ekki, að hún sé viðbúin — ég vil sjá
hana, eins og hún er. Æ, bíðið þér hérna
úti — bíðið, þangað til ég kalla“. Hann
vék til hliðar, og hún gekk inn í tjaldið.
Hún sá þegar, að fremra tjaldhólfið var
tómt, og að allt var þar snoturt og í röð
og reglu. Hún gekk hikandi inn yfir
þykku gólfábreiðurnar, staðnæmdist við
dívaninn og tók af sér sólhjálminn og
lagaði á sér hárið. Hún hikaði á ný og
beið — kvíðandi og með eftirvæntingu.
Þá heyrði hún, að einhver var að raula
inni í innra tjaldinu, lágt og þýtt. Hún
lyfti hægt og hljóðlega forhenginu frá og
sá yndislega unga stúlku, sem sat- í hnipri
á gólfinu miðju, — og hún starði á hana,
unz augu hennar fylltust tárum.
Unga stúlkan varð þess ekki vör, a5