Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 24
18
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv.
Grær á ný
við götu hverja
vallhumall og víðir.
Heyrir Herðubreið
hljóma Skuldar
fram í björtum fjarska:
Gróður foldar,
gróður hjartna,
gróður lifanda lífs.
„Stuttir eru morgnar
í Möðrudal“.
Flýgur sól milli fjalla.
— Fyr en varir
ferðamanni
horfinn hálfur dagur.
(Hjarðir bls. 111).
I.
Staðhættir.
LEGA.
Einhver hæsta byggð á íslandi og
lengst frá sjó er Möðrudalur á Fjalli, sem
svo er nefndur oftast í skjölum fornum,
en upphaflega Möðrudalur á Efra-Fjalli,
eflaust til aðgreiningar frá Hólsfjalla-
byggðinni, sem þá mun hafa verið nefnd
Neðra-Fjall, en nú Útfjöll eða Hólsfjöll.
Þessi greining hásléttunnar er nú að
mestu fallin í gleymsku og orðinn nokkur
ruglingur á staðtáknum bæjarins, nefnd-
ur ýmist „Möðrudalur á Fjöllum“, jafnvel
á stundum kenndur til Hólsfjalla.
Austan að hásléttunni, sem er austan
fram með Jökulsá á Fjöllum, er langur og
hár fjallgarður með ýmsum nöfnum.
Nyrzti hlutinn heitir Haugsfjöll, þá
Dimmifjallgarður og syðsti hlutinn
Möðrudalsfjallgarður. Að norðan fram
með og samhliða miðhlutanum, Dimma-
fjallgarði, eru tveir stuttir fjallgarðar.
Liggur hinn vestari þeirra fast með fram
Jökulsá. Þessir tveir fjallgarðar, Víðidals-
fjöll austan og Grímsstaðanúpar vestan,
skipta hásléttunni í tvo meginhluta,
nyrðra hluta og syðra hluta. Á nyrðra
hlutanum er Hólsfjallasveiti'n- En á milli
hinna tveggja fyrrnefndu fjallgarða er
bærinn Víðidalur í samnefndum dal og
var upphaflega útbær eða hjáleiga frá
Möðrudal. Möðrudalur stendur á syðrihá-
sléttunni, skammt suður frá Víðidalsfjöll-
um, nær miðja vegu milli Möðrudalsfjall-
garðanna og Jökulsár.
Möðrudalshásléttan er nálægt 460 m.
há yfir sjávarmál og um 70 km. frá sjó
þar sem stytzt er, en það er frá Vopna-
firði.
UPPHAF BYGGÐARINNAR.
Um upphaf byggðar á Möðrudal er ekki
kunnugt, né hver þar reisti byggð í önd-
verðu. Möðrudals er ekki getið á meðal
landnámsjarða.
Um miðja 10. öld er fyrst getið byggðar
í Möðrudal, er Sámur Bjarnason gisti þar
á alþingis-reið í málaferlum þeirra
Hrafnkels Freysgoða út af vígi Einars
bróður Sáms, — sem segir í Hrafnkels
sögu. Er Möðrudalur því sennilega land-
námsjörð, líklega frá síðara hluta land-
námsaldar.
MUNNMÆLI.
Munnmæli eru það, að á Möðrudals-
sléttunni hafi í öndverðu verið margir
bæir, heil sveit, eins og nú er á Hólsfjöll-
um; og víst er um það, að landrými er
nóg til þess, að svo hafi getað verið, og
landkostir ærnir. Má ætla, að Möðrudals-
hásléttan nær öll hafi verið gróið land og
grösugt, þegar landið var numið og áður
en það mætti' ágangi byggðarinnar og
beitarinnar.
Hafi nokkurn tíma verið fjölsetnari
byggð á Möðrudalssléttunni, en menn vita