Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 24
18 SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI N. Kv. Grær á ný við götu hverja vallhumall og víðir. Heyrir Herðubreið hljóma Skuldar fram í björtum fjarska: Gróður foldar, gróður hjartna, gróður lifanda lífs. „Stuttir eru morgnar í Möðrudal“. Flýgur sól milli fjalla. — Fyr en varir ferðamanni horfinn hálfur dagur. (Hjarðir bls. 111). I. Staðhættir. LEGA. Einhver hæsta byggð á íslandi og lengst frá sjó er Möðrudalur á Fjalli, sem svo er nefndur oftast í skjölum fornum, en upphaflega Möðrudalur á Efra-Fjalli, eflaust til aðgreiningar frá Hólsfjalla- byggðinni, sem þá mun hafa verið nefnd Neðra-Fjall, en nú Útfjöll eða Hólsfjöll. Þessi greining hásléttunnar er nú að mestu fallin í gleymsku og orðinn nokkur ruglingur á staðtáknum bæjarins, nefnd- ur ýmist „Möðrudalur á Fjöllum“, jafnvel á stundum kenndur til Hólsfjalla. Austan að hásléttunni, sem er austan fram með Jökulsá á Fjöllum, er langur og hár fjallgarður með ýmsum nöfnum. Nyrzti hlutinn heitir Haugsfjöll, þá Dimmifjallgarður og syðsti hlutinn Möðrudalsfjallgarður. Að norðan fram með og samhliða miðhlutanum, Dimma- fjallgarði, eru tveir stuttir fjallgarðar. Liggur hinn vestari þeirra fast með fram Jökulsá. Þessir tveir fjallgarðar, Víðidals- fjöll austan og Grímsstaðanúpar vestan, skipta hásléttunni í tvo meginhluta, nyrðra hluta og syðra hluta. Á nyrðra hlutanum er Hólsfjallasveiti'n- En á milli hinna tveggja fyrrnefndu fjallgarða er bærinn Víðidalur í samnefndum dal og var upphaflega útbær eða hjáleiga frá Möðrudal. Möðrudalur stendur á syðrihá- sléttunni, skammt suður frá Víðidalsfjöll- um, nær miðja vegu milli Möðrudalsfjall- garðanna og Jökulsár. Möðrudalshásléttan er nálægt 460 m. há yfir sjávarmál og um 70 km. frá sjó þar sem stytzt er, en það er frá Vopna- firði. UPPHAF BYGGÐARINNAR. Um upphaf byggðar á Möðrudal er ekki kunnugt, né hver þar reisti byggð í önd- verðu. Möðrudals er ekki getið á meðal landnámsjarða. Um miðja 10. öld er fyrst getið byggðar í Möðrudal, er Sámur Bjarnason gisti þar á alþingis-reið í málaferlum þeirra Hrafnkels Freysgoða út af vígi Einars bróður Sáms, — sem segir í Hrafnkels sögu. Er Möðrudalur því sennilega land- námsjörð, líklega frá síðara hluta land- námsaldar. MUNNMÆLI. Munnmæli eru það, að á Möðrudals- sléttunni hafi í öndverðu verið margir bæir, heil sveit, eins og nú er á Hólsfjöll- um; og víst er um það, að landrými er nóg til þess, að svo hafi getað verið, og landkostir ærnir. Má ætla, að Möðrudals- hásléttan nær öll hafi verið gróið land og grösugt, þegar landið var numið og áður en það mætti' ágangi byggðarinnar og beitarinnar. Hafi nokkurn tíma verið fjölsetnari byggð á Möðrudalssléttunni, en menn vita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.