Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 42
36 SYNIR AR ABAHÖFÐIN G JAN S N. Kv. litlu, varð hún nærri því frá sér af kvíða og örvæntingu. Þessa örstuttu stund, sem þær höfðu verið saman, hafði litla stúlkan gagntekið hjarta hennar, og er Díana hafði sem allra snöggvast þrifið hana í faðm sér, var það henni, eins og að nú hefði hún loks eignazt dóttur þá, sem hún alltaf hafði þráð. Hvað ættu þau nú til bragðs að taka? Ef til vill fyndu þau hana aldrei aftur. Átti þetta að verða endirinn á hinni löngu og dyggu leit Raouls? Henni varð hverft við hugsunina. Raoul! Hún leit á hann í angist og kvíða. Var allt þetta henni að kenna? hugsaði hún í ör- væntingu sinni, og myndi Ahmed nokkru sinni geta fyrirgefið henni, ef Raoul dæi? Og myndi hún geta fyrirgefið sjálfri sér? Augu hennar fylltust tárum, og hún varð að þerra þau í sífellu til þess að geta séð Ramadan, sem dróst áfram með mestu erfiðleikum. Allt í einu sá hún einhvern annan koma haltrandi fram á bak við fjar- lægasta tjaldið, og rétt á eftir mættust báðir mennirnir. Það voru þá aðeins tveir eftir, og Raoul ef til vill dauðvona — og það gætu liðið margar klukkustundir, áð- ur en lífvarðarsveitin kæmi aftur að heim- an. Hvernig ætti hún að geta sent eftir hjálp, þegar engan hest var að sjá á lífi? Sumir þeirra lágu dauðir á víð og dreif meðal húsbænda sinna, en hvar voru hin- ir? Ef til vill hafði einhver þeirra komizt undan og riðið heim í sprettinum til að segja fréttirnar. En þessi veika von varð því miður skammvinn. Ramadan og hinn maðurinn komu loksins aftur, og bar hann fullan vatnsbelg á öxlinni. Maðurinn var særður og þjakaður, en þó eigi að sama skapi og Ramadan. Hann kraup á kné hjá Díönu, svo að hún gæti bleytt vasaklút sinn og vætt brennheitar varir Raouls. Hann sagði henni, að óvinirnir hefðu tekið bæði hest- ana og ungu stúlkuna, og hefði hann séð hana síðast liggja þvers yfir hnakknefið hjá manni þeim, er virtist vera foringi flokksins. Þessi ungi Arabapiltur var einn hinna yngstu í lífvarðarsveitinni. í upphafi var hann frekar aumur og þreklítill, en hann náði sér skjótt og bauðst til að fara heim og sækja hjálp. Díana var á báðum átt- um, en Ramadan sagði blátt áfram, að um annað væri alls ekki að gera. Ramadan grunaði, eins og rétt var, að Díana myndi helzt óska þess, að hann yrði sjálfur eftir sökum Márans, sem henni stóð mesti stuggur af, þótt hann væri bundinn. Díana hafði farið úr reiðjakka sínum og lagt hann eins og kodda undir höfuðið á Raoul. Það var svo sáralítið, sem hún gat fyrir hann gert, aðeins vætt varir hans öðru hvoru og bægt flugunum frá andliti hans. En þetta nægði þó til að dreifa huga hennar og stytta biðina. Ramadan hafði fleygt sér niður í sand- inn hjá Máranum, sem þeir félagar höfðu dregið spölkorn burt frá Díönu. En skömmu eftir að pilturinn var lagður af stað heimleiðis, raknaði slöngutamninga- maðurinn við og reyndi að rísa upp. Er hann varð þess var, að hann var ríg- bundinn, rak hann upp ógurleg öskur eins og villidýr, velti sér í sandinum og hellti úr sér blótsyrðum og formælingum, svo að Díana varð dauðskelkuð. Ramadan varð að lokum að vefja þykkri skikkju utan um höfuð Márans til að kæfa illyrði hans. Og nú varð kyrrð og þögn á ný, en þó hvorki hvíld sálarinnar né friður. Köld og ömurleg þögn dauðans ríkti umhverfis þau, hvert sem litið var. Díana var alveg að gefast upp, — en hún varð að þola og þreyja, unz Ahmed kæmi! „Æ, Guð minn góður, láttu hann koma fljótt!“ Þannig hafði hún beðið fyrir mörgum árum síðan í neyð sinni, og þannig bað hún enn, ekki aðeins sjálfrar sín vegna, heldur sökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.