Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 49
N. Kv.
SVARTA EKKJAN
43
Þvættingur, segi ég aftur við sjálfan
mig, þetta með æpið er líka ímyndun.
Þar með vef ég ábreiðunni utan um
mig alveg upp að höku og legst fyrir í
hálminum. Pablo er þegar við hliðina á
mér. Hann skríður fast að mér.
„Ég er hræddur, patron“, kjökrar hann,
„mjög hræddur“-
Ég hlýt að hafa legið heilan klukku-
tíma vakandi, þegar ég heyri aftur þrusk
úti' við vegginn. Hljóðlega lyfti ég höfð-
inu og hlusta. Indiáninn biður fyrir sér í
hálfum hljóðum. Ég rís upp við olnboga
og stari inn í dimma dyragættina.
Dreymir mig, eða eru það logatungurn-
ar, sem blinda mig?
Úr dimmum dyrunum stara tvö augu á
okkur.
Mér rennur kalt vatn milli skinns og
hörunds.... Augun færast nær. Milli’
eldsins og dyranna stendur risastór, svart-
ur hundur, stærri en nokkur fjárhundur.
Raunar aðeins beinagrind með svörtum
og úfnum feldi. Og hversu augun í hon-
um stara óviðkunnanlega. Það eru ekki
hundsaugu, heldur mannsaugu, sem eitt-
hvað vilja segja.
Það er eins og standi eitthvað fast í
hálsinum á mér. Ég þoli ekki lengur þessi
augu- Ég vil drepa hundinn, en ég get
það ekki. Augun stara á mig, eins og þau
vilji segja: Ég veit hvað þú hugsar. Og
svo kemur þetta óskiljnalega: Hausinn a
hundinum beinist í áttina til eldhússins.
Hann kinnkar kolli eins og maður, sem
vill segja: Komdu með mér.
Ég smeygi mér úr ábreiðunni og geng
með skammbyssuna í hendinni til hunds-
ins. Hann læðist inn í eldhúsið, þar heyri
ég hann ýlfra og krafsa.
Tveimur sekúndum seinna stend ég í
dyrunum og held brennandi skíði yfir
höfði mér- Á þessu augnabliki dreymir
mig hvorki né er drukkinn, ég stend
þarna og hlusta.... ég heyri lágan hlátur.
Hvar er hundurinn?
Fyrir aftan mig krýpur Pablo og heldur
sér fast í föt mín. Ég sný mér við og ætla
að hrista hann af mér. Stórir svitadropar
sitja á enni hans og augun í honum
hringsnúast svo af skelfingu, að það sézt
ekki nema hvítan.
„Es la mujer.... es la mujer.... Það
er konan.... Það er konan“, segir hann í
sífellu.
Hárin rísa á höfðinu á mér.... Þarna
er hundurinn kominn aftur, hann krafsar
upp moldargólfið með löppunum.
í einu vetfangi kasta ég kyndlinum að
honum og skýt sex skotum á hann.
Ekkert hljóð, ekkert ýlfur.... ekkert.
En — flissaði ekki einhver fyrir utan
dyrnar, ilikvittnislega? Nú veit ég ekki
hvað ég geri. Eg þýt til baka, stingst um
Pablo, 'brölti aftur á fætur og hrifsa skíð
úr eldinum og flýti mér aftur inn í eld-
húsið.
„Taktu við!“
Indíáninn grípur kyndilinn. Við síðu
hans hangir stór hnífur. Eg þrýf hann og
róta upp gólfinu. Ef konan er hér einhver-
staðar, þá veit ég nú hvar hennar á að
leita. Eg þykist viss um það, án þess að
ég geri mér grein fyrir, hversvegna.
Eg gref og gref. Fimm mínútur, sex
mínútur, sjö mínútur, f til vill voru það
tíu og allt í einu rekst hnífurinn í eitt-
hvað. Hár — svart hár með bláleitri slikju
.... höfuð.
t „Hjálpaðu mér!“
Varkárnislega losum við konuna úr
þéttu gólfinu. Þetta var svarta ekkjan.
Svarta ekkjan eins og gerð að „múmíu“
með eitri.
í einu horninu finnum við tóma poka
og hjúpum líkið í þeim.
Með hálf ruglingslegu glotti á vörunum
hjálpar Pablo mér ósjálfrátt. Því næst
geng ég til dyranna, og ósjálfrátt lít ég á
gólfið. Hvar eru sporin eftir hundinn?' Eg
6*