Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 29
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI 23 N. Kv. ið að sunnan síðar en tilskilið var; hafi þá bóndinn, er hann skorti nesti til að bíða lengur, reist upp merki við leirflag eða tjarnarbotn uppþornaðan, og rist á flagið með stafbroddi sínum þessa stöku: Biskups hef eg beðið með raun — og bitið lítinn kost. — Áður eg lagði á Ódáðahraun, át eg þurran ost- Þess er getið um Bjarna sýslumann Oddsson á Bustarfelli, að hann hafi' jafn- an farið Ódáðahraun og Sprengisand til alþingis, efalaust þessa sömu biskupsleið. Er Möðrudalur þá sjálfgefinn áfangastað- ur á þeirri leið. Sagnir eru um þá báða, Odd biskup og Bjarna sýslumann, að þeir hafi átt vi'n- gott við útilegumenn í Ódáðahrauni. Um biskup er sögnin þannig, að í ferð þeirri, sem fyrr getur um, þegar leiðsögu- maðurinn að austan varð nestisþrota, hafi skollið yfir hann þoka í hrauninu. Hafi biskup þá og sveinar hans komið að bæ einum litlum og þegið þar gistingu og góð- an beina; hafi útilegubóndinn að morgni fylgt þeim yfir hraunið allt að Jökulsá og gefið biskupi að skilnaði hest góðan. Skildu þeir með vináttu. Lagði biskup á við sveina sína að segja ekki frá þessu, en einn þeirra sagði frá því löngu síðar, er hann var orðinn prestur og biskup löngu látinn. Um Bjarna sýslumann er sögnin þann- ig, að jafnan hafi hann tjaldað á sama stað í hrauninu og horfið frá mönnum sínum um nætursakir, komið svo aftur öl- teitur að morgni, þótt engin væri von öl- fanga í ferðinni. Var því trúað, að hann gisti útilegumenn ,er hann ætti vinfengi við. Var Bjarni sýslumaður talinn liðsinn- andi sekum mönnum; gæti svo verið, að hann hefði þar í hrauninu „hitt sjálfan sig fyrir“. Þegar Norðlendingar fyrr á öldum sóttu sjó suður í Lón, er sagt að þeir hafi farið yfir Jökulsá hjá Ferjuási á milli Möðru- dals og Grímsstaða og svo suður um Kollumúlaheiði. Hljóta þeir þá að hafa haft áfangastað í Möðrudal. Til er gamalt víkivakaviðlag, er svo hljóðar: Stuttir eru morgnar í Möðrudal, — þar er dagmál, þá er dagar. Jón skáld Magnússon hefir notað þetta viðlag í upphafi kvæðis síns til Möðru- dals, sem fyrr var getið, en víkur við síð- ara hlutanum. Bendir þetta viðlag til þess, að oft hafi verið glatt á hjalla í Möðrudal og að ferðamannahópum og öðrum vegfarend- um hafi þótt tíminn þar líða helzt til fljótt. Munu og beinleikar við ferðamenn jafnan hafa verið þar í bezta lagi, a. m. k. hefir svo verið alla þá tíð, sem kunnugt er um, frá því er byggð hófst þar að nýju á öndverðri 18. öld. Enn mun hafa verið leið frá Möðrudal yfir Vatnajökul suður í Öræfasveit. Til þess benda gagnkvæm ítök á milli Möðru- dals og Skaftafells í Öræfum, sem síðar getur. Eflaust hefir sú leið þó verið fáfar- in, líklega aðeins heimilisleið á milli þessara tveggja bæja. Vegalengdin, sjón- hending, hefir verið talin 4 þingmanna- leiðir. Líklegt er, að jökullinn hafi þá ver- ið miklum mun minni en nú, sbr. það, sem fyrr var getið, margra vaða á Jökulsá- Óhugsandi er, að hin gagnkvæmu ítök á milli Möðrudals og Skaftafells séu þjóð- sagnir einar, þar sem skógarítaksins er ítrekað getið í máldögum Möðrudalskirkju og beitarítaksins í jarðabók. Langa tíma undanfarið hefir aðalpóst- leiðin á milli Austur- og Norðurlands ver- ið um Möðrudal. Má nærri geta vegna strjálbýlisins á þessum slóðum, að oft hef- ir verið kærkomin aðkoma og beini í Möðrudal, einkum á vetrum í hríðum og erfiðri færð. (Framh.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.