Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 44
38 SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS N. Kv. henti sér af baki á undan öllum hinum og þreif Díönu í faðm sér. Hún hjúfraði sig að honum kjökrandi og sagði honum í stuttu máli, hvað fram hefði farið. „Elsku, vertu ekki reiður við mig, fyrir að ég fór hingað“, hvíslaði hún að honum. „Ég gat ekki annað en farið, Ahmed....“ En augnaráð hans lýsti aðeins ástúð og blíðu, er hann leit á hana og lyfti henni varlega til hliðar, svo að Gaston kæmist betur að, en hann hafði kropið á kné hjá Saint Hubert. „Hvers vegna ætti ég að vera reiður.... élskan litla. Ég þakka Guði fyrir, að þú ert heil á húfi.... Hann sagði ekki meira. Augu hans blikuðu einkennilega skært, er hann svipaðist um yfir valinn. Hann sleppti Díönu stundarkorn og tók að at- huga Saint Hubert all rækilega. Er hann kom aftur til hennar, las hann þegar spurningu augna hennar og sagði rólega: „Ekki ennþá, en það er aðeins stundar- bið. Fáeinar klukkustundir, eða ef til vill einn eða tveir dagar. Hann er enn á lífi, Guði sé lof. Ef við gætum aðeins komið honum heim til tjaldbúðanna“. Höfðinginn sneri sér undan til að leyna því, að honum vöknaði um augu. Díana sá nú Caryll ganga til föður síns, og síðan gengu þeir báðir til Ramadans. Þar stóðu þeir báðir, Ahmed ungi og S’rír og hlustuðu á frásögn Ramadans af viðburðum dagsins. Er Díönu varð aftur litið á Ahmed unga, minntist hún allt 'í einu þess, sem hún hafði nærri því gleymt sökum óttans um Raoul. Þarna stóð Ahmed ungi og rétti föður sínum hendurnar, eins og hann væri í mesta ákafa að biðja hann ein- hvers. Hún gat eigi heyrt, hvað það var, en hún sá greinilega, að hann varð fyrir vonbrigðum, og að höfðinginn varð þung- ur á svipinn. Ætlaði Ahmed að neita honum um að fara? Hvernig gæti hann gert það, ef að hann vissi. — Óp ungu stúlkunnar hljóm- aði enn í eyrum hennar, og hún spratt á fætur og hljóp til þeirra. „í Guðs bænum, Ahmed, lofaðu drengn- um að fara. Hún er Isabeau de Chailles, ég veit það! Höfðinginn leit á hana sem snöggvast svo lagði hann höndina á öxl drengsins. „Jæja, farðu þá í Guðs nafni, drengur minn. Og síðan hrópaði hann fyrirskipan hárri röddu, og í sama vetfangi stukku um fimmtíu manns á bak hestum sínum með herópi og hávaða miklum. Hávaði þessi hljóðnaði þó skjótt, er þeim var skipað í raðir, og Díana fann allt í einu, að sonur hennar greip svo fast utan um hana, að hún náði varla and- anum. „Mamma, elsku litla mamma!“ hvíslaði hann að henni. Svo sleit hann sig frá henni og hljóp að hesti sínum. í sama vetfangi varð hún gagntekin af ægilegum ótta. Var hún ekki að senda drenginn út í opinn dauðann? Það gat alls eigi komið til mála- En svo sá hún Yasmín litlu greinilega fyri.r sér og fyrir- varð sig yfir hugsunum sínum. Væri ekki sjálfsagt, að þau gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til að frelsa vesalings stúlk- una?.... Jafnvel þótt leggja yrði manns- líf í sölurnar. Það væri aumingjalegt af honum að setjast að heima, er hann vissi, hve illa hún var stödd. Henni var þungt um hjarta, er hún sneri sér að hinum syni sínum, en hann var þegar hlaupinn af stað til hinna. Ahmed ungi stóð með fótinn í ístaðinu, tilbúinn að varpa sér á bak, er hann fann að tekið var í handlegginn á honum. Hann sneri sér við og sá, að þetta var Caryll, sem rétti honum hönd sína, alvarlegur á svipinn. „Ég veit vel, að mér kemur þetta í raun- inni ekkert við, en viljir þú nýta það að ég fari með þér, þá er ég þér þakklátur, Ahmed“. (Framhald.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.