Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 38
32
SYNIR ARABAHÖFÐINGJANS
N. Kv.
horft væri á hana, og hélt áfram að raula.
Hún ruggaði sér hægt aftur á bak og á-
fram og þrýsti kinn sinni niður að ein-
hverju, sem hún hélt í fangi sér — það
var karlmannstreyja, skrautsaumuð í ljós-
um litum — treyja, sem Díana þekkti vel.
Treyjan hans! Veslings drengurinn og
veslings litla stúlkan!
Hún stóð kyrr stundarkorn og velti fyr-
ir sér, hvað til bragðs skyldi taka, og
hvernig hún skyldi fara að til að komast
að raun um, hvort þessi stúlka, sem þarna
sat, væri raunverulega Isabeau de Chail-
les eða ekki.
Og skyndilega brá upp ljósneista í móð-
ursál hennar. Ef til vill hafði Roul þegar
reynt hið sama, en skyldi ekki kvenrödd
hennar verða áhrifameiri heldur en hans
dimma karlmannsrödd? Lágt og þýtt og
ástþrungið kallaði hún til hennar með
nafni því, sem líklegast var til að vekja
endurminni hennar.
„Isabeau —“
„Mamvia!“ Fagnaðarópið hljómaði um
allt tjaldið, er unga stúlkan spratt á fæt-
ur — titringur fór um andlit hennar, og
augu hennar víkkuðu og ljómuðu af gleði
eftirvæntingarinnar. „Mamma‘‘, hrópaði
hún aftur og starði þvert gegnum Díönu
og framhjá henni — eins og hún sæi hana
alls ekki — og enn á ný: ,.Mamma!“ — og
svo, eins og dauðhrætt barn, „hvers vegna
komstu ekki? Eg heyrði þig hljóða — og
svo kom bara hann, blóðugur á höndun-
um — og barði mig--------“
Síðustu orðin hvíslaði hún í sýnilegum
ótta og skelfingu og hörfaði afturábak og
strauk höndunum um enni sér. Ljómi
gleðinnar og eftirvæntingarinnar slokkn-
aði á andliti hennar, og svipur hennar
varð einkennilega sljór og ruglingslegur,
er éndurminningin brást, og hurðinni virt-
ist lokað á ný, er opnazt hafði snöggvast
inn að fortíðinni. Hún andvarpaði þungt
og tautaði eitthvað ógreinilega, eins og
þegar maður er rifinn upp úr draumum
sínum, og hún skimaði í kringum sig, eins
og hún væri að leita að hinni horfnu sýn.
Þá var eins og hún yrði þess fyrst vör,
að hún var ekki alein þarna inni. Hún
greip andann á lofti, hörfaði óttaslegin
lengra inn í tjaldið og starði hissa og
skelkuð á konuna, sem rétti henni báðar
hendurnar og horfði á hana með innilegri
ástúð og meðaumkun. Díana kallaði á
hana á ný, en nú vakti nafnið ekkert berg-
mál í sál hennar.
„Hér er engin önnur en ég — og ég
heiti Yasmin“, sagði hún blátt áfram.
Feimni hennar og ótti veik smám saman
fyrir eðlilegri og kvenlegri forvitni, og
hún starði hálfsmeyk og spyrjandi á ó-
kunnu konuna blíðu og ástúðlegu, sem
svo óvænt hafði rofið einveru hennar. Og
hægt og hægt vaknaði hjá henni tilfinn-
ing, sem hún aldrei áður hafði orðið vör
við: trúnaðartraust til annarar mann-
eskju. Gráturinn brauzt um í kverkum
hennar, og hún titraði af annarlegri geðs-
hræringu undir hinu hrygga og ástúðlega
augnaráði hinnar ókunnu konu, er virtist
sjá til botns í sálu hennar og laða hana að
sé með ómótstæðilegu afli. Unga stúlkan
brosti ofurlítið vandræðalega. og færði
sig nær konunni.
„í nafni Allah — —“, tautaði hún og
benti feimnislega á koddahrúgu á miðju
gólfinu. Og Díana gekk inn að þessum litla
gervi-dívan, sárfegin því að fá ofurlítinn
frest, því að hún var í hreinustu vand-
ræðum með, hvernig hún ætti að snúast
í þessu.
Hún sat stundarkorn þögul og strauk
hendinni um mjúk svæfla-verin, meðan
hún var að velta fyrir sér, hvað hún ætti
að segja. Svo sagði hún blíðlega: „Komdu
hingað til mín!“ Unga stúlkan hikaði lítið
eitt, en kom síðan.
Enn var Díana í vandræðum með, hvað-
hún ætti að segja. Hún litaðist um og rak