Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 11
N. Kv. KENNIMAÐUR 5 opnast fyrir henni, er hún nálgaðist þau. Þarna, já, þarna var hlið, stórt og glæsi- legt. Áreiðanlega samboðið hinu fyrir- heitna landi, sem beið þar á bak við. Þilfarið kvað nú við af fótataki skip- verja, sem voru í óðaönn að búa allt und- ir að skipa flutningi í land. Bátar komu frá landi með vinnuklædda menn um borð. Sumir voru alvarlegir og þögulir, aðrir glaðlegir og háværir. Loftið fór að kveða við af hrópum og köllum. í kaup- staðnum lagði reyk upp úr hverjum reyk- háf, og alltaf fjölgaði þar fólki á ferli. Það var svo gaman að virða fyrir sér þetta vaknandi, starfandi líf. Og nú kom sólin upp. Þá minntist hún þess, að mað- ur hennar svaf ennþá niðri. Það var víst kominn tími til þess að vekja hann, því að hann mundi vilja fylgjast með því, þegar farangri þeirra væri skipað frá borði. Þetta var erfiður dagur fyrir þau bæði, en til allrar hamingju fengu þau góðan liðsmann strax um morguninn. Jóhannes meðhjálpari kom á vettvang og lá ekki á liði sínu. Hafði hann þegar útvegað þeim farkost fram í dalinn. Var það bifreið sú, sem ekið hafði til kirkju að Breiðavaði fyrr um sumarið. Bílstjórinn var stima- mjúkur mjög og þótti vegur sinn vaxa við það, að vera trúað fyrir jafndýrmætum flutningi. Var hann bjartsýnn um að tak- ast myndi að komast með bíl alla leið, vegna þess hvað tíðin var góð og jörð þurr ennþá. Meðhjálparinn leit trúlega eftir því, að farangurinn kæmist heill og óskemmdur á land, og vei þeim, sem snerti öðruvísi á honum en honum líkaði. Síðan kostaði það margskonar heilabrot og útreikning að koma honum þannig fyrir á bílnum, að óhætt væri. Það var þess vegna orðið ^ajög áliðið dags, þegar hægt var að ^eggja af stað. En þegar ferðast er í bíl, þarf ekki að óttast, þó að leiðin sé löng. Hjónin fengu sæti við hlið bílstjórans, þó að þröngt væri, en meðhjálparinn bjó um sig uppi á palli innan um farangur- inn, til þess að hafa eftirlit með því, að ekkert týndist. Var síðan lagt af stað með skrykkjum og rykkjum, því að bíllinn var í fyrstu tregur til gangs. En Marteinn bílstjóri lét það ekki á sig fá. Sagði hann, að bíllinn væri bara of kaldur ennþá og mundi hann fljótt lagast. Reyndust það orð að sönnu, því að eftir nokkurn tíma gerðist hann hinn auðsveipasti. Gekk ferðin eftir það vel á meðan vegurinn var greiðfær. Ferðafólkið var í ágætu skapi, því að með þessu áframhaldi mundi vera hægt að komast alla leið, áður en dimmdi af nóttu. Frú Vigdís mændi með eftirvæntingu fram á veginn. Fór ekki bráðum að sjást alla leið? Nei, ennþá var löng leið ófarin. Hún þurfti að vita nöfn á öllum bæjum, sem þau fóru fram hjá, og hún vildi einn- ig fá að vita eitthvað um fólkið á hverj- um bæ. Þegar þau fóru fram hjá falleg- um stöðum, þótti henni miður að hafa ekki tíma til að nema staðar og skoða þá nánar. Marteinn bílstjóri varð að gefa henni þær upplýsingar, sem hún óskaði, því að maður hennar var of ókunnugur. Það leið því ekki á löngu, þar til er þau ræddu saman eins og gamlir kunningjar og gerðu að gamni sínu. Hún var of lífs- glöð og hamingjusöm, til þess að geta setið þegjandi, og Marteinn var ekki mað- ur, sem þurfti að dekstra við til að geta tekið meinlausu gámni. Séra Bjarni lét þetta að mestu afskiptalaust, þó að hon- um væri stundum nóg boðið. Og til þess að hafa einhver áhrif á umræðurnar, för hann að leggja orð í belg, og á meðan dróst bíllinn áfram hóstandi og stynjandi undir því mikla fargi, sem á honum hvíldi. Þegar komið var fram hjá Vatni, var nokkuð farið að dimma. Fór þá vegurinn versnandi, svo að samtalið féll að mestu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.