Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 15
N. Kv KENNIMAÐUR 9 Þær voru ennþá að kalla og leita, en árangurslaust. Sólskinið náði nú yfir ána, en ennþá var skuggi undir hlíðinni Breiðavaðs megin. Það var líkt og forsælan hnappaði sig þar saman á flóttanum undan sólskininu, og loftið varð allt í einu svo kalt og hráslaga- legt. Hún stóð á fætur og hljóp við fót niður að bænum. Á hlaðinu var Gunnar bóndi að sýsla við eitthvað smávegis. — Þér eruð snemma á fótum, sagði hann glaðlega, eftir að hafa boðið góðan daginn. — Það er langt síðan ég fór á fætur, svaraði unga frúin. Ég gat ekki stillt mig um að litast dálítið um. Svo settist hún án nokkurra umsvifa á kassagarm, sem lá þar á hliðinni, og fór að spyrja hann spjörunum úr. Um bæina, sem þau sáu, um fólkið, sem átti þar heima og ótalmargt fleira smávegis, sem henni var forvitni á að vita. Henni líkaði strax vel við Gunnar. Hann var gaman- samur í svörum og leit út fyrir að vera glaðlyndur. Ekki vitundarögn heimóttar- legur, heldur blátt áfram í allri fram- komu. Hann leit út fyrir að vera á fimm- tugs aldri. Þegar þau höfðu setið góða stund og rabbað saman, kom Ólöf kona hans út til þeirra. Hún leit út fyrir að vera á líkum aldri og bóndi hennar, frekar hæglætis- leg, en góðleg á svip. Þegar hún komst að því, að frú Vigdís var búin að vera rúm- an klukkutíma á fótum, varð henni ekki um sel. Hún dreif hana með sér inn í eld- hús og flýtti sér að skerpa á kaffinu. — Þér verðið að lofa mér að hjálpa upp á yður, sagði húsfreyja vingjarnlega. Þér getið ekki verið að standa í matartilbún- ingi í dag. Þið hjónin borðið hjá mér á meðan þið eruð að koma ykkur fyrir. — Mér þykir vænt um það, svaraði unga frúin blátt áfram. Ég hjálpa eitthvað upp -á yður í staðinn, þó að seinna verði. Þær drukku kaffið, en samtalið vildi ganga stirðlega. Það var eitthvað til hindrunar, — einhver þröskuldur, sem að- skildi þær og hindraði þær í því að nálg- ast hvor aðra á eðlilegan hátt. Þegar frú Vigdís var nokkrum sinnum búin að hnjóta um þennan þröskuld, ákvað hún að ryðja honum burt með það sama, og hún gekk að því með sinni meðfæddu hreinskilni, alveg vafningalaust. — Við skulum ekki vera að þessum þéringum, góða Ólöf. Við skulum bara tala saman eins og við hefðum þekkzt alla æfi. Það færðist sólskinsbros yfir andlit húsfreyju. Það vil ég líka langhelzt, svaraði hún svo. Þessar þéringar eru leiðinda uppá- tæki. Ég vona að okkur semji vel hér í tvíbýlinu. En nú ætla ég að taka til kaff- ið handa manninum þínum. — Lofaðu mér að hjálpa þér til, sagði unga frúin, og án þess að bíða eftir leyfi, hófst hún handa. Maður hennar svaf ennþá, þegar hún kom inn með kaffið. Hún setti bakkann á stól við rúmið. Leit út um gluggann og sá þá, að Jóhannes meðhjálpari var að ríða í hlaðið og maður með honum, sem hún þekkti ekki. — Ætlarðu ekki að vakna, góði, sagði hún blíðlega og ýtti ofurhægt við manni sínum. En hann hreyfði sig ekki. Það var ekki fyrr en hún hafðj hrist hann duglega til, að hann vaknaði. — Hvað á það að þýða, að rífa mig upp svona snemma? spurði hann og var úr- illur. — Hann Jóhannes er kominn, og hér er kaffið þitt. Það er orðið framorðið. Hann hristi af sér svefndrungann og: drakk kaffið. Við það lifnaði svo yfir honum, að hann klæddi sig í flýti og heilsaði upp á Jóhannes vin sinri og Páf 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.