Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 28
22
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv„
Skikkju bláa hefir hún,
— höfðingleg og dökk á brún. —
Öræfanna drottning dýr
mót dalnum fagra brosir hýr.
í óbundnu máli hefir Herðubreið verið
svo lýst, að hún væri, að sjá frá Möðru-
dal, eins og kona í bláum möttli. Þar af
mun vera nafnið.
Fáir munu þeir vera staðir hér á landi,
ef nokkur er, þar sem ánægjulegra og
skemmtilegra væri að eyða nokkrum
sumardögum til hvíldar og hressingar en
í Möðrudal. Þar faðmast öræfatignin og
náttúrufegurðin við unað björgulegrar
sveitarbyggðar, og hestfært og bílfært svo
að kalla hvert sem vill, allt suður í
Vatnajökul.
Jón skáld Magnússon, lýsir töfrum
Möðrudals snilldarlega í kvæði því, sem
hér er prentað að framan: „Stuttir eru
morgnar“ o. s. frv.
KROSSGÖTUR.
Afstaða Möðrudals veldur því, að á öll-
um tímum íslandsbyggða hafa verið þar
krossgötur og áningar- og gististaður á
langferðum milli landsfjórðunga og hér-
aða. Kærkomin byggð ferðamönnum og
ómissandi. — Hefir Möðrudalur þannig
haft mikla þýðingu fyrir samgöngurnar
um landið. Þar hefir verið síðasti áfanga-
og gististaður Austfirðinga alla þá stund,
sem þeir sóttu alþingi á Þingvöll um
Ódáðahraun og Sprengisand, og fyrsti
gististaður aftur á heimleið, þegar af
fjöllum kom, eða þegar höfðingjar riðu á
milli héraðs- og fjórðungsþinga til lið-
veizlu hverjir við aðra. — Frá söguöld
landsins er getið um það, að Sámur
Bjarnason gisti þar á alþingisreið í mála-
ferlum þeirra Hrafnkels Freysgoða. Má
nærri geta, að hann hefir ekki verið hinn
eini höfðingi á Austurlandi, sem farið
hefir þá leið til alþingis. Hitt er miklu
líklegra, að um Möðrudal hafi verið al-
faraleið þeirra Austfirðinga, hvort sem var
úr Vopnafirði eða af Fljótsdalshéraði, sem
sóttu alþingi og ekki fóru sunnan um
land.
Þegar Þorkell Geitisson sótti Vaðlaþing
í Eyjaf. í málaferlunum við Guðmund
ríka á Möðruvöllum, skipti hann liði sínu.
Meginhluti þess fór sunnan Mývatns og
innan við byggð í Þingeyjarsýslu til
Króksdals og Bleiksmýrardals, en fáir
einir fóru byggðaleið. Mun hann hafa
haldið öllum flokkinum til Möðrudals og
skipt liðinu við vöð Jökulsár, a. m. k. mun
fyrrnefndi flokkurinn hafa farið um
Möðrudal. Þess er getið, að þá hafi verið
víða vöð á Jökulsá. Bendir það til, að þá
hafi jöklar verið minni en nú á dögum.
Um Möðrudal er einnig líklegt, að Þor-
kell hafi farið til Sprengisands, er hann
síðar sótti til alþingis, til að ljúka þess-
um sömu málum við Guðmund ríka.
Á yfirferðum sínum til Austurlands
munu Skálholtsbiskupar tíðast hafa farið
Sprengisand og Ódáðahraun norðanvert,
en sunnan Mývatns. Hefir Möðrudalur þá
verið fyrsti áfangastaðurinn, þegar af
fjöllunum kom á austurleið, enda líka
kirkjustaður og prestsetur, en hinn síð-
asti á heimleiðinni, áður en lagt var á
fjöllin, hafi þeir þá ekki farið með byggð-
um sunnan jökla.
Árið 1544 tilkynnir Gissur biskup Ein-
arsson prestum á Austurlandi með bréfi,
að hann komi í yfirréið um Sprengisand
til Möðrudals. Sagnir eru einnig um það,
að Oddur biskup Einarsson hafi verið
vanur að fara þessa leið til Austfjarða og
fengið á móti sér bónda að austan til
fylgdar, er skyldi mæta honum í Kiðagili
og fylgja honum yfir hraunið. Nefna sum-
ir hann Barna-Þórð. Gæti það hafa verið
bóndi úr Möðrudals- eða Hólsfjallabyggð-
inni. Eitt sinn er sagt að biskup hafi kom-