Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Blaðsíða 26
20 SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI N. Kv. millum Vatnsleysanna fyrir neðan Gríms- st. Skógarpart í Víðivallamerkjum hinum fremri og Sturluflatar millum lækja tveggja og kallast Péturstunga. Það skil- ur land milli Möðrud. og Bustarf. og svo í læk þann, sem fellur í Króknum í Hölkná til Hofsár. Sjónhending í Eikar- nípu. Allan Gestreiðarstaðaháls austur til Þrívörðu. Hálft Sænautavatn mót því, er aðrir menn eiga lönd í móti þangað sem heita Brúardrættir. Og á hestleið á Þrí- hyrningsfjallgarð til Þrívörðu og beint í Jökulsá. Ennfr. á kirkjan VII. hrossa göngu yfir um Jökulsá, og taka ei folöld undan. Ómerkinga alla í Herðubreiðar- tungum. Tólf trogsöðlahögg í Skaftafells- skógi í Fljótsdal í Öræfum og ennfr. skógarhögg í Sturluflatarskógi. Ennfr. eiga Kjólsstaðir fjögra hrossa göngu um Arnai’dal, og gjaldi þar fyrir Möðrudals- kirkju XX álnir. Af staðnum skal messudj. Ól. Jónss. gjalda Skálholtsstaðarumboðsm. XV fjórð- unga árlega í smjörum og standa þar fyr- ir fullan reikning. Egidius messudag á Breiðabólsstað i Fljótshlíð. Officialis Þórarinn prestur Andrésson. Árum eftir Kristsburð MCCCCVIII (1408) Jón prestur Egilsson. Oddur prestur Jónsson. Guðmundur prestur Þorsteinsson. Jón prestur Vigfússon. Hallur prestur Ormsson. Guðmundur prestur Stígsson.“ í vitnisburðabréfi um landamerki Möðrudals, gjörðu að Vallanesi 6- des. 1537, eru sömu eða mjög lík landamerki staðfest. Undir lok 19. aldarinnar gekk mestur hluti landsins austan fjallgarðanna undan Möðrudal í landamerkjamáli við næst- liggjandi jarðir í Vopnafirði og á Jökul- dal. Dómsniðurstaðan var fengin með því að ógilda gjörninginn á Breiðabólsstað 1408 og dæma hann „falsbréf“. Á seinni tímum, það sem menn muna, hefir einnig allur Arnardalur tilheyrt landi Brúar og Eiríksstaða á Jökuldal. Sömu eða lík landamerki eru staðfest enn víðar. GRÓÐURFAR. Mest einkennandi gróðurlendi á Möðru- dalssléttunni eru mellönd, flóar, mýrar og víðigróður. Sumstaðar er þó grasgróður nokkur á sendnu harðvelli og svo mela- góður á hinu blásna landi. Gróðurlendið hefir verið miklum breyt- ingum háð. Ætla má, að í öndverðu hafi landið verið betur gróið en nú er, en hafi blásið fljótt upp. Skóglendi mun þó aldrei hafa verið þar vegna hæðar yfir sjávar- mál. Á það bendir og það, að þegar eftir landamerkjaskránni frá 1408, svo og eftir kirkjumáldögum frá 15. öld eru Möðru- dalskirkju lögð skógarítök austur í Fljóts- dal. Graslendi mun og ekki hafa verið mikið. Til marks um það er hestabeitar- ítak á Mývatnsfjöllum, er jörðinni voru lögð til snemma á öldum. Það sem til þekkist frá síðari tímum, hefir gróðurfar á Möðrudalssléttunni ver- ið miklum breytingum háð. Séra Einar Jónsson frá Hofi getur þess, að við skipti á búi Jóns Sigurðssonar í Möðrudal, sem dó árið 1800, hafi Möðrudalur verið mjög að ganga úr sér, en hvort átt er við land- ið eða húsin er óvíst. Séra Sigurður Gunn- arsson á Hallormsstað hefir það eftir kunnugum mönnum árið 1865, að þar sem fyrir 20 árum hafi verið laufi- og víði- vaxnar hlíðar, hálsar og grundir, og hey- skapur mikill, sé nú (1865) bert og blásið land. í lýsingu af Arnardal frá árinu 1887 er sagt, að fram til öskufallsins úr Dyngju- fjöllum 1875, hafi þar verið allmiklir hag- ar af flóadrögum og mellöndum, en hafi þá alveg eyðzt, en nú (1887) eftir 12 ár, séu mellöndin farin nokkuð að vaxa upp,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.