Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Page 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Page 26
20 SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI N. Kv. millum Vatnsleysanna fyrir neðan Gríms- st. Skógarpart í Víðivallamerkjum hinum fremri og Sturluflatar millum lækja tveggja og kallast Péturstunga. Það skil- ur land milli Möðrud. og Bustarf. og svo í læk þann, sem fellur í Króknum í Hölkná til Hofsár. Sjónhending í Eikar- nípu. Allan Gestreiðarstaðaháls austur til Þrívörðu. Hálft Sænautavatn mót því, er aðrir menn eiga lönd í móti þangað sem heita Brúardrættir. Og á hestleið á Þrí- hyrningsfjallgarð til Þrívörðu og beint í Jökulsá. Ennfr. á kirkjan VII. hrossa göngu yfir um Jökulsá, og taka ei folöld undan. Ómerkinga alla í Herðubreiðar- tungum. Tólf trogsöðlahögg í Skaftafells- skógi í Fljótsdal í Öræfum og ennfr. skógarhögg í Sturluflatarskógi. Ennfr. eiga Kjólsstaðir fjögra hrossa göngu um Arnai’dal, og gjaldi þar fyrir Möðrudals- kirkju XX álnir. Af staðnum skal messudj. Ól. Jónss. gjalda Skálholtsstaðarumboðsm. XV fjórð- unga árlega í smjörum og standa þar fyr- ir fullan reikning. Egidius messudag á Breiðabólsstað i Fljótshlíð. Officialis Þórarinn prestur Andrésson. Árum eftir Kristsburð MCCCCVIII (1408) Jón prestur Egilsson. Oddur prestur Jónsson. Guðmundur prestur Þorsteinsson. Jón prestur Vigfússon. Hallur prestur Ormsson. Guðmundur prestur Stígsson.“ í vitnisburðabréfi um landamerki Möðrudals, gjörðu að Vallanesi 6- des. 1537, eru sömu eða mjög lík landamerki staðfest. Undir lok 19. aldarinnar gekk mestur hluti landsins austan fjallgarðanna undan Möðrudal í landamerkjamáli við næst- liggjandi jarðir í Vopnafirði og á Jökul- dal. Dómsniðurstaðan var fengin með því að ógilda gjörninginn á Breiðabólsstað 1408 og dæma hann „falsbréf“. Á seinni tímum, það sem menn muna, hefir einnig allur Arnardalur tilheyrt landi Brúar og Eiríksstaða á Jökuldal. Sömu eða lík landamerki eru staðfest enn víðar. GRÓÐURFAR. Mest einkennandi gróðurlendi á Möðru- dalssléttunni eru mellönd, flóar, mýrar og víðigróður. Sumstaðar er þó grasgróður nokkur á sendnu harðvelli og svo mela- góður á hinu blásna landi. Gróðurlendið hefir verið miklum breyt- ingum háð. Ætla má, að í öndverðu hafi landið verið betur gróið en nú er, en hafi blásið fljótt upp. Skóglendi mun þó aldrei hafa verið þar vegna hæðar yfir sjávar- mál. Á það bendir og það, að þegar eftir landamerkjaskránni frá 1408, svo og eftir kirkjumáldögum frá 15. öld eru Möðru- dalskirkju lögð skógarítök austur í Fljóts- dal. Graslendi mun og ekki hafa verið mikið. Til marks um það er hestabeitar- ítak á Mývatnsfjöllum, er jörðinni voru lögð til snemma á öldum. Það sem til þekkist frá síðari tímum, hefir gróðurfar á Möðrudalssléttunni ver- ið miklum breytingum háð. Séra Einar Jónsson frá Hofi getur þess, að við skipti á búi Jóns Sigurðssonar í Möðrudal, sem dó árið 1800, hafi Möðrudalur verið mjög að ganga úr sér, en hvort átt er við land- ið eða húsin er óvíst. Séra Sigurður Gunn- arsson á Hallormsstað hefir það eftir kunnugum mönnum árið 1865, að þar sem fyrir 20 árum hafi verið laufi- og víði- vaxnar hlíðar, hálsar og grundir, og hey- skapur mikill, sé nú (1865) bert og blásið land. í lýsingu af Arnardal frá árinu 1887 er sagt, að fram til öskufallsins úr Dyngju- fjöllum 1875, hafi þar verið allmiklir hag- ar af flóadrögum og mellöndum, en hafi þá alveg eyðzt, en nú (1887) eftir 12 ár, séu mellöndin farin nokkuð að vaxa upp,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.