Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 3

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • JÚLÍ—SEPTEMBER 1941 • XXXIV. ÁR, 7.-9. HEFTI Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. I. Það hefir aldrei verið dregið í efa, að í fornöld og fram á miðaldir, hafi ísland al- ið fleiri og betri skáld en flest lönd önnur á sama tíma; og það hefir aldrei verið dregið í efa, að hin miklu fornskáld vor hafi með list sinni átt drýgstan þátt í því að skapa það álit og þá þekkingu, sem menningarheimurinn hefir á hinni fá- mennu þjóð vorri. Skáld íslands voru á þeim dögum mik- ils virt, og vitrustu og voldugustu þjóð- höfðingjar kepptust um að ná hylli þeirra, þar eð þeir vissu, að þau gátu með íþrótt sinni tryggilegast varðveitt þau verð- mæti, sem hvað dýrmætust voru talin: söguna sjálfa, minninguna um afrekin, — orðstírinn. — Skáldin gátu gert orðstírinn ódauðlegan, enda þótt frændur og fé dæi og hann sjálfur, sem orðstírinn gat sér. Skáld íslands fengu þannig stórt verk- efni að vinna og þau leystu það þann veg af hendi, að heimsathygli hefir vakið, heimsaðdáun og virðingu allra, sem ekki hafa magann fyrir sinn guð. Jafnvel þeir Islendingar, sem einungis hafa áhuga fyr- ir hinum hlutrænu viðfangsefnum, eiga það skáldum og andlegum íþróttamönnum þjóðar sinnar að þakka, að þeir hafa nóg Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. lífsviðurværi og frelsi og. aðstóðu til þess að lifa samkvæmt eðli sínu. Hinar rúm- lega hundrað þúsund sálir þessa lands. sem hafa að aðal-atvinnuvegum landbún- að og fiskveiðar, hafa ekki heimt réttar- farslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt úr höndum stóru þjóðanna að launum fyrir matvælaframleiðslu sína, heldur blátt áfram fyrir skáldskap sinn og sagna- 13

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.