Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 40
134 BÓKMENNTIR N.-Kv síldarútveginn glæfra-atvinnuveg og jafn- vel siðspillandi. En sérstaklega var hon- um fundið það til foráttu, að hann sprengdi svo upp kaupgjald í landinu, að bændum landsins yrði ókleyft að taka menn í vinnu, og væri hann því hinn versti vágestur landbúnaðarins. Nú er svo komið, að öll þjóðin bíður hverrar síldar- vertíðar með eftirvæntingu, því að hún veit, að fjárhagsleg velferð hennar er að miklu leyti undir því komin, hvernig síld- arútveginum vegnar. Árið 1937 voru 33% af öllum útflutningi landsins síldarafurð- ir. Og síðan nóg fékkst af síldarmjöli, hafa bændur aldrei fellt fénað sinn vegna fóð- urskorts. Síldveiðin íslenzka er þar með orðin ein höfuðstoð íslenzks landbúnaðar, en ekki höfuðfjandi hans, eins og margir skoðuðu hana fyrir um 20—30 árum síðan. Hafi Ástvaldur þökk fyrir bók sína og vil ég hvetja alla, hvort sem þeir vinna á landi eða sjó, til þess að lesa hana, því að hún fræðir um atvinnuveg, sem nú er ein aðalafltaug í afkomu þjóðarinnar. Þ. M. J. Sagnaþættir úr Húnaþingi. Rit- að hefir Theódór Arnbjörnsson frá Ósi. ísafoldarprentsmiðja h.f. Rvík 1941. Meðan íslendingar skrifa að lesa um at- burði, líf og háttu liðinna forfeðra, er eng- in hætta máli voru né þjóðerni. Margir trúðu því að hin erlendu áhrif, sem þjóðin verður nú fyrir á þessum tímum styrjalda og ójafnaðar, muni lama þjóðerni hennar og tungu svo, að þjóðin biði þess aldrei bætur. En einmitt nú, þegar fjölmennur her tveggja útlendra stórvelda hefir setzt að í landinu, er sem áhugi þjóðarinnar magnist fyrir þjóðlegum fræðum og þjóð- legum verðmætum. Meira er gefið út af bókum um slík efni en nokkru sinni fyrr, og sýnist þetta vera vörn þjóðarinnar gegn ofsterkum, erlendum áhrifum. En margt af ritum þessum er mjög misjafnt að gæðum, en þetta kver, sem hér um ræðir, er af betra taginu. Það er í tveim aðalköflum. Fyrri kaflinn eru Sagnir af Þingeyrarfeðgum, Ásgeiri Einarssyni og Jóni Ásgeirssyni, en hinn síðari eru Sagn- ir af Vatnsnesi. Sagnir af Vatnsnesinu eru um Katadals- fólkið, Sigurð Ólafsson, föður Friðriks, er drap Natan Ketilsson, og afkomendur hans, en mest þó um sonarsyni hans, Sig- urð (skáld) og Jakob á Illugastöðum. Margt hefir verið merkilegt um þessa ætt- menn, greind góð, margir vel skáldmæltir og Jakob á Illugastöðum verið gæddur dulskynjunargáfu í ríkum mæli. Sögur þessar eru prýðilega vel sagðar og um alla menn talað af samúð og skilningi. En ekki er samúð höfundarins minni með hestunum, en. um hesta getur hann tals- vert í þætti Þingeyrarfeðga. Theódór var líka um skeið hrossaræktunar-ráðunautur Búnaðarfélags íslands. Arnór Sigurjóns- son hefir séð um útgáfu bókarinnar og ritað formála fyrir henni um Theódór Arnbjarnarson og handritin að þættinum. Þ. M. J. Oddur Oddsson: Sagnir og þjóðhættir. Isafoldarprentsmiðja h.f. Rvík 1941. Þetta eru mest greinar, sem áður hafa. komið á prenti í tímaritum, flestar í Eim- reiðinni. En það er samt fengur í því að fá þær allar saman gefnar út í einni bók. Greinar þessar eru laglega skrifaðar og all-skemmtilegar að lesa, og í þeim er mikill fróðleikur um háttu manna og sið- venjur á Suðurlandi frá því um 1880— 1890. Eru greinar þessar ágætt menning- arsögulegt heimildarit, svo langt, sem þær ná. Vil ég sérstaklega nefna: í verinu 1880—1890, Fiskiróður fyrir fjörutíu árum (greinin er skrifuð 1928), Kaupstaðaferð- ir 1880—1890 og Viðarkol. Ein greinin f

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.