Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 10
104 DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI N. Kv„ Vilborg hrekur púkana bráðlega á brott með voðalegri særingarþulu, en ákallar alla heilaga til líknar og frelsunar synd- aranum. Kerlingin þorir nú ekki að treysta því, að heilagur Sankti-Pétur opni fyrir Jóni. ef hann komi einn, og þegar hann litlu seinna skilur við, bregður hún, með hjálp Vilborgar, skjóðu fyrir vit honum og nær sálinni hans þannig á vald sitt. Næsti þáttur fer fram í klettahlíð einni, hrikalegri og hélusleginni. Kerlingin er þar með sál Jóns síns í skjóðunni, á leið til himnaríkis. Hún er þreytt orðin og móð og sezt niður til þess að hvíla sig. Jóni, eða sálinni hans, líkar skjóðuvistin bölvanlega og óskar þess að vera komin í skrokkinn aftur. En kerlingin er þolin- móð og umburðarlynd og reynir látlaust að betra Jón með hógværum fortölum, svo að hann megi frekar verða náðarirm- ar aðnjótandi, þegar þau komi upp að hinu gullna hliði. Margt kemur fyrir meðan þau hvílast þarna í klungrunum. Sálir, sem orðið hafa afturreka við hliðið, koma hrapandi nið- ur. Maður og kona koma hrapandi. Það eru hjónin, sem sveltu og börðu Jón í uppvextinum. Kerlingin vorkennir hinum fordæmdu og vildi gjarnan geta hjálpað þeim. Veit þó, að eins og sáð er, hlýtur uppskeran að verða. Og hjónin halda á- fram niður á við, en óvinurinn sjálfur gægist glottandi fram undan kletti. Næst kemur þjófurinn hrapandi, hann, sem kom Jóni til að hnupla fyrsta kjöt- lærinu. Böðullinn kemur á sama hátt, og kerlingin talar um hríð við þá báða, en Jón skýtur fram orði og orði, hvergi klökkur. Svo hrapa þeir. Þar næst kemur drykkjumaðurinn, þá konan, sem Jón hrasaði með, hún, sem elskaði — elskaði syndina. En á eftir þeim kemur ríkisbubbinn, og kerlingunni verð- ur að orði: „Ekki stoðar að eiga gull sé sálin ágjörn og lastafull“. Það var hann, ríkasti höfðingi sveitar- innar, sem kærði snauðasta kotbóndann fyrir hnupl, hann, sem svældi undir sig aleigu kotbændanna og gerði þá að ánauð- ugum þrælum, Síðan bætist sýslumaðurinn í hópinn og neitar því, að til séu önnur lög en þau, sem „signeruð" séu og staðfest af hans hátign, konunginum, neitar að til séu önnur lög eða annað réttlæti. Hrapar síðan í félagi við ríkisbubbann. Og álengdar stendur djöfullinn og þylur fræði sín, sinn vítis- óð. Þarna kemur einnig fram Mikael höf- uðengill. Hann hvetur sálirnar, sem upp leita um klettariðin, til þess að halda á- fram ótrauðar, þó byrðarnar séu þungar. Þriðji þáttur fer fram í landareign himnaríkis, en hún tekur við, þegar upp fyrir fjallsbrúnina er komið. Þar er heið- blár himinn, laufgræn skógartré til beggja handa, og í fjarska bjarmar fyrir bústað himnaföðurins og hinu gullna hliði. Þarna mætir kerlingin ýmsum hinna sáluhólpnu. Hún mætir prestinum og for- eldrum sínum, og það verða fagnaðar- fundir. Ekki falla þó gömlu konunni um- mæli þeirra um Jón hennar. Óvinurinn er hér enn á gægjum og hefir ekki sleppt til- kalli sínu til innihalds skjóðunnar. Bóndinn og Helga koma fram, og við- ræðan, sem hefst milli þessara tveggja sálna og kerlingarinnar er allt í senn fög- ur, látlaus og gamansöm. Bóndinn og kerl- ingin ræða um búskapinn á himnum uppl og jörðu niðri. Helga er elskuleg kona, gáfuð og frjálslynd, eins og þær getur beztar meðal alþýðufólks. Og það kemur í ljós, að þessum tveim er innilega hlýtt til Jóns og dæma ekki brotlegan bróður, enda trúir nú kerlingin þeim fyrir erindi sínu hingað upp. Eftir það tekur Jón þátt í viðræðunum og er ekki myrkur í máli, frekar en fyrri daginn. Ekki lízt honum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.