Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 33
U. Kv. SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI 127 því kallaður Jón ríki og eftir á kenndur við síðasta bústað sinn, Ás í Kelduhverfi. Harðindin 1751—1757 hafa ekki verið leikfang að fást við. í árferðisannálum er svo sagt, að þegar í byrjun harðindanna hafi orðið mannfellir, einkum á Norð- austurlandi, og að heil kirkjusókn hafi eyðzt í Vopnafirði. Árið 1753 bauð kon- ungur skatt á landsmenn (aðra en í Norð- ur-Múlasýslu) til að byggja upp 24 bæi í Norður-Múlasýslu, sem lagzt höfðu í eyði í harðindunum. Ekki hefir þó Möðrudalur verið þeirra bæja á meðal (fyrr en þrem árum seinna), og óvíst um Kjólsstaði. Jón Rafnsson. Næstur ábúandi í Möðrudal eftir Jón ríka hét Jón Rafnsson. Hvort hann hefir komið þar, þegar Jón ríki fór, er óvíst, en kominn er hann þangað fyrir 1762, senni- lega aðeins litlu fyrr, og hefir jörðin þá verið í eyði í allt að 5 ár. Á manntalinu 1762 er Jón Rafnsson þar búandi, þá 27 ára, og kona hans Steinvör Sigurðardótt- ir, 25 ára. Eitt barn eiga þau á fyrsta ári. Er líklegt, að þau hafi þá verið nýgift og nýfarin að búa. Alls eru heimamenn átta. Víðidalur er þá í ábúð, en ekki Kjólsstað- ir. Um Víðidal er þess getið, að hann hafi byggzt þá um vorið, eftir að hafa verið í eyði um 50 ára skeið. Af því er sýnt, að Víðidalur hefir lagzt í eyði um líkt leyti og Möðrudalur, sem fyrr var sagt. Um Möðrudal er ekki getið hins sama; hef- ir hann því byggzt á ný eftir burtför Jóns ríka, í síðasta lagi vorið 1761. Um ætt Jóns Rafnssonar er mér ekki kunnugt, en þetta sama ár búa að Þverá í Öxarfirði bræður tveir ókvæntir, Er- lendur og Páll Rafnssynir, 30 ára og 32 ára. Er líklegt, að það hafi verið bræður Jóns Rafnssonar, og hafi hann verið ætt- aður úr Öxarfirði. Um búskap Jóns Rafnssonar í Möðrudal finnast ekki aðrar heimildir en nú var getið, né hversu lengi hann bjó þar, en enn hefir jörðin verið komin í eyði fyrir 1770. Það ár skipaði konungur nefnd til að rannsaka möguleika til að byggja upp eyðijarðir og fornar, eyddar sveitir. Á meðal þeirra eyðibyggða, sem til voru nefndar, var Möðrudalur. Jón Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir. Seint á 18. öldinni verður Möðrudalur ættarsetur um nær aldarskeið; bjuggu þar þá þrír ættliðir sömu ættar, hver fram af öðrum. Árið 1789 fluttist að Möðrudal frá Fossi í Vopnafirði, Jón Sigurðsson og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir (f. um 1760) frá Vakursstöðum í sömu sveit. Hann var þá maður nærri fertugur (f. um 1748) og hafði búið á Fossi fullan ára- tug. Hvort hann hefir búið víðar, er ekki kunnugt. Fyrri kona hans var Guðrún Ól- afsdóttir frá Tjarnarlandi; hún dó 1784. Hafa þau Guðrún Jónsdóttir því verið ný- lega gift, er þau fluttust að Möðrudal. Sonur Jóns og einbirni frá fyrra hjóna- bandi var Jóhannes, er síðar bjó í Fjalls- seli. Foreldrar Jóns voru Sigurður Sveins- son, nefndur „tugga“, bóndi á Haugsstöð- um á Jökuldal og víðar, og kona hans Ól- öf Árnadóttir bónda á Straumi, bæði komin af bændaættum, austfirzkum, svo langt aftur sem kunnugt er. Um Sigurð vita menn það, að hann var gildur bóndi og járnsmiður góður. Kenninafn sitt fékk hann af því, að það var kækur hans að tvítaka eða margtaka síðasta orðið í setn- ingu, svo sem dæmi þekkjst til um fleiri járnsmiði. Munu það vera áhrif frá steðja- hljómnum, þegar járn er slegið, líkt og það hefir verið siður sumra sláttumanna, að líkja eftir hljóði sláttuljásins við hvert ljáfar (hvissa); þótti sér þá betur bíta. Guðrún seinni kona Jóns var dóttir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.