Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 9
Jí.. Kv.
DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI
103
fjórum þáttum. Drög til hans hefir höf-
undurinn tekið úr gömlum sálmum og
þjóðsögunni „Sálin hans Jóns míns“, sem
prentuð er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
í snjöllum inngangi, Prologus, gerir höf-
undurinn grein fyrir eðli og innihaldi
leiksins. Hann hefur upp raust sína og
minnir á, að margt sé hulið bak við tím-
ans tjöld, sem trú og siðir okkar verði að
gjalda, að „í bæjartóttum bleikra eyði-
dala birtist þeim margt, sem heyra stein-
inn tala“.
Svo hefst frásagan: Gamlar hlóðir
minna á elda, sem tötrum vafin kynslóð
sat umhverfis, kynslóð, sem kirkjuvaldið
hafði lagt á sína þungu trúarfjötra. Hvar-
vetna kraumaði í seiðkatlinum, og um
pallinn dönsuðu draugar og vofur, reiðu-
búin til þess að granda fjöri fólks og fén-
aðar, ef færi gafst. En „í Helvíti var ó-
vinurinn sjálfur“, fyllandi hverja byggð
böli og syndum.
Hver verður svo ávöxtur þessara trú-
arbragða í landi harðinda, jarðskjálfta og
eldgosa?
Gefum skáldinu orðið:
„í sveitum magnast sifjaspell og losti,
og suma brennir óslökkvandi þorsti,
húsgangar lifa á hrati og mosaskófum,
en hungrið gerir aðra að sauðaþjófum.
Menn verða trylltir, vega sína bræður
og vita, að það er djöfullinn sem ræður“.
Aðrir reyna að finna vilja guðs og fyr-
irheit í gömlum, rykföllnum bókum, —
„— fara að reyna að varða veginn í von
um eitthvað betra hinum megin“.
Næst rekur skáldið þjóðtrúna íslenzku
um viðskilnað líkama og sálar í dauðan-
um, för hennar upp til himnaríkis um
kletta og klökugar hlíðar, þar sem djöf-
ullinn liggur á gægjum, unz sálin kemur
að gullna hliðinu og biðst inngöngu.
>,Þar skriftar hún, þar betlar hún og biður.
kar bíður sumra eilíf dýrð og friður.
En hinir mega sjálfum sér um kenna
og sökkva niður í logana — og brenna.
Þannig var íslenzk þjóðtrú fyrri alda,
þrotlaust stríð — á milli tveggja valda“.
Upp af þessum myrka grunni reisir
Davíð Stefánsson listaverk sitt, Gullna
hliðið. Það er svo ramm-íslenzkt að hugs-
un og máli, sem framast má verða, en að
skáldrit séu þjóðleg, er eitt höfuðskilyrði
þess, að þau verði sígild og veki eftirtekt
og aðdáun annarra þjóða. Þjóðlegustu
bókmenntirnar eru því um leið líklegast-
ar til þess að verða heimsbókmenntir.
Davíð Stefánsson virðist einnig hafa
tileinkað sér alla þá tækni, sem nútíma-
leikritagerð krefst. Persónur eru margar
og afburðaskýrt dregnar, samtölin hnit-
miðuð og kyngimögnuð, og víða spreng-
hlægileg, sviðið breytilegt og krefst mik-
illa leiktjalda og ljósaútbúnaðar. Fyrsti
þáttur gerist í hrörlegu afdalakoti. Þetta
er á vökunni snemma vetrar. Jón gamli
húsbóndinn, liggur helsjúkur í fletinu og
hryglir í honum. Auk hans eru í baðstof-
unni kerlingin, kona hans, og Vilborg
grasakona. Þær óttast um líf húsbóndans,
en bera þó meiri áhyggjur út af sálar-
heill hans, ef dauðann skyldi bera að
höndum. Vilborg, sem full er af fornum,
dularfullum vísdómi þjóðarinnar, reynir
fyrst í stað að bjarga lífi Jóns með undar-
lega útbúnum lyfjum, sem hún sjálf fram-
leiðir, og ekki eru síður miðuð við sálar-
ástand sjúklingsins og innræti, en líkam-
legan krankleika. Allt kemur þó fyrir
ekki, Jóni hrakar. Konurnar snúa sér nú
að því, að fá hann til að iðrast synda
sinna, en hann er ekki á því. Þær syngja
kröftuga sálma, en Jón kallar söng þeirra
andskotans öskur, og þegar þær bjóða
honum að sækja prest, svo að hann geti
meðtekið hina síðustu smurningu, þá
heimtar hann tóbak og brennivín.
Skyndilega deyr grútarljósið og í bjarm-
anum frá hlóðunum birtast höfuðsyndir
Jóns í púkalíki.