Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 43
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 137 Hás hlátur var eina svarið, sem hers- höfðinginn fékk. Viti sínu fjær af reiði dró Mexíkaninn skammbyssu úr belti sínu, miðaði á drauginn og hleypti af. Veran virtist hníga niður, en í sömu andránni skaut henni upp hinum megin við veginn og rak þar enn á ný upp sama hása hláturinn. „Heimskingi!“ æpti hún með ruddalegri röddu, „þú heldur, að þú getir grandað mér með skammbyssukúlu, en hér hefir J>ú kúlu þína aftur, með kveðju frá trygg- um vini!“ Þegar vera þessi sagði þetta, dundi við nýtt reiðarslag og í bjarma eldingarinn- ar sá hershöfðinginn risavaxinn handlegg hefjast ógnandi á loft og varpa einhverju að fótum hans. Banderas greip sendinguna á lofti og reif af henni umbúðirnar. Honum var dimmt fyrir augum, þegar eldingin slokknaði, svo að hann sá ekki, hvað í þeim var. En þegar hann þreifaði fyrir sér, fann hann, sér til mikillar skelfing- ar, að í bögglinum var skammbyssukúla og mannshönd, volg og blóðug. „Hvað er þetta, herra?“ spurði Gomez. „Byssukúla —“, svaraði Banderas svo lágt að varla heyrðist, „og blóðug manns- hönd“. „Við skulum snúa við, herra“, stundi Gomez upp. „Aldrei að eilífu!“ öskraði Banderas, fyrr mundi ég láta lífið“. Stormurinn æddi hamslaust eins og áð- ur. Hin dularfulla vera virtist horfin, en þó fannst báðum mönnunum þeir heyra annað slagið skuggalegan hlátur hennar gegnum storminn. Hershöfðinginn og þjónn hans hertu reiðina eftir mætti. Þrátt fyrir óveðrið nálgðust þeir óðum fjöllin, en þangað virtist för þeirra heitið. Smám saman mótaði betur fyrir hömrunum, á aðra hönd. Gróðurinn varð kyrkingslegri með hverju fótmáli og að lokum geistust hest- arnir yfir sendinn jarðveg, gróðurlausan og nakinn. Fyrr en varði voru þeir komnir inn á milli klettanna. Til beggja handa slúttu þeir draugalega fram yfir veginn. „Hesturinn minn er kominn að niður- falli“, sagði Banderas og rauf uggvæna þögnina. „Er langt eftir ennþá?“ „Við erum bráðum komnir“, svaraði Gomez. Ofan frá fjöllunum næddi ískaldur stormurinn og hinir holdvotu ferðalangar skulfu af kulda. Þjónninn hafði varla sleppt orðinu, þegar sami, skuggalegi hláturinn og áður, kvað við rétt hjá þeim og í sömu andrá var einhverju kastað í Gomez. Hann greip það, en lét það samstundis falla til jarðar og rak upp skelfingaróp. Það var önnur blóðug mannshönd. „Helvíti ógnar okkur“, stundi hann, „í nótt munum við fá okkur full reynda“. Hershöfðingjanum svall móður að nýju við ótta og vesalmennsku þjóns síns. „Hefir þú gleymt, hvað bíður þín að launum?“ spurði hann háðslega. „Hefi ég ekki heitið þér gulli og grænum skógum, nautahjörðum og víðáttumiklum akur- lendum að launum, fyrir að vísa mér veg- inn inn í Gimsteinadalinn. Ætlar þú að láta hindurvitni og sjónhverfingar standa í vegi fyrir hamingju þinni?“ „Nei“, svaraði Gomez þrjózkulega, „ég skal bjóða djöflinum og öllum hans her- skörum byrginn!11 Allt í einu rasaði hestur hershöfðingj- ans, svo að hann féll af baki og hesturinn ofan á hann. Gomez stökk af baki og hjálpaði hús- bónda sínum, sem bölvandi reyndi að komast á fætur. „Nú hljótum við að eiga skammt ófar- 18

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.