Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 30
N. Kv. Halldór Stefánsson: Saga Möðrudals á Efra-Fjalli. (Framhald). Þjóðsagnir. Margar og allsundurleitar þjóðsagnir hafa myndazt um Bjarna prest og reim- leikana í Möðrudal. Verður ekki hjá því komizt að minnast þeirra að nokkru. Um upphaf prestskapar Bjarna prests fer tvennum sögum. í þjóðsögum J. Á. (II., bls. 296) og Sigf. Sigfúss. (III., bls. 81) er talið, að klínt hafi verið á hann prestsvígslu, ólærðan og lítilsverðan fjósa- dreng hjá Jóni sýslum. Þorlákssyni á Skriðuklaustri, og í þeim tilgangi að vekja upp draug. Hafi hann út af því orð- ið illa þokkaður og flæmzt að Möðrudal og náð prestskap þar. Aftur segir Gísli Konráðsson í sagnaþáttum Þjóðólfs (II., bls. 45), að hann hafi verið smaladrengur Narfa prests í Möðrudal og náð prest- skapnum með prettum, við það að Narfi hafi farizt í hríðarveðri við fjársmölun. Hið sama segir Sigf. Sigfússon um það, hvernig hann hafi náð prestskapnum. Hvor tveggja þessara sagna er bersýni- lega röng. Má nærri geta, að jafnmerkir menn sem stóðu að vígslu hans, hafi ekki gert það í þeim tilgangi, sem þjóðsagnirn- ar herma. Hitt er líka víst, að prestskap Narfa í Möðrudal lauk ekki á þann hátt, að hann yrði úti í hríðarveðri, sem fyrr er greint. Að Bjarni prestur hafi verið með öllu ólærður, fær heldur ekki staðizt. Hans er getið í Hólaskóla 4. apríl 1669, og skrifar hann þá með fleirum undir vitnis- burðarbréf Jóns Þórðarsonar, síðar prests að Myrká. M. ö. o. hann hefir þá verið tekinn til prófdómara. Hitt má vera, að hann hafi ekki fengið fullan undirbúning undir prestsvígslu. En svo mikið hefir hann verið lærður og svo vel að sér gjör, að Þórður biskup vígir hann til heimilis- prests hjá Jóni sýslumanni bróður sínum. Öllum þjóðsögnum ber .saman um, að það hafi verið kona prests, sem reimleik- unum olli, hinum alkunnu reimleikum Möðrudals-Möngu. Jón fróði í Njarðvík Sigurðsson (Þjóðs. J. Á.) nefnir hana Margrétu og fyrri konu prests, en bæði Sigf. Sigfúss. og Gísli Konráðsson nefna hana Rannveigu og telja hana ekkju Narfa og fyrri konu Bjarna. Engin sögnin gjörir ráð fyrir, að hann hafi verið nema tvíkvæntur. Hvorugt fær staðizt, hvorki að fyrri kona hans hafi heitið Margrét, né að hún hafi heitið Rannveig og verið ekkja Narfa. Er gjörð grein fyrir því fyrr. Við síðari konu Bjarna prests, Ragn- hildi Bergþórsdóttur, getur afturgöngu- nafnið ekki heldur verið tengt, þó að Rönku-nafnið gæti þar heimfærzt, því að hún lifði mann sinn. Ættfræðingar vita ekki til, að Bjarni prestur væri nema tvíkvæntur. Hugsan- legt er þó, að hann hafi verið þríkvænt- ur; hafi þá þriðja konan heitið Margrét og verið miðkona hans og sú, er reimleik- unum olli, en ekki er það líklegt og ekki heldur nauðsynlegt, til þess að geta fundið sennilega skýringu á tilefni reimleikanna eða sagnanna um þá, og til að fá heim-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.