Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 31
N. Kv. SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI 125 færingu á Möngu-nafninu. Verður enn að því vikið. Um dauða Bjarna prests ber sögnunum saman, að hann hafi orðið bráðkvaddur á milli bæja, Hákonarstaða og Eiríksstaða á Jökuldal, árið 1716. Þeim ber einnig saman um það, að Möðrudalur hafi lagzt í eyði eftir dauða hans og að það hafi ver- ið af völdum reimleikanna. Það verður að álíta, að sögurnar um Möðrudals-Möngu og reimleikana af völd- um hennar, séu ekki tilefnislausar, og einnig að reimleikarnir hafi máske átt þátt í því, að byggðin í Möðrudal, og þar með prestssetrið, lagðist niður. Þess eru mörg dæmi, að reimleikar hafi komið upp á bæjum og valdið því, að byggð á þeim hafi lagzt niður um stund, eða fyrir fullt og allt. Þegar Bjarni prestur dó, hefir hann ver- ið kominn að fótum fram fyrir aldurs sak- ir, hátt á sjötugsaldri. Og hafi hann orðið bráðkvaddur með þeim hætti, sem fyrr er sagt, þá var það nægt tilefni fyrir þjóð- trúna til að álykta, að dauði hans hafi orðið af völdum afturgöngunnar. Þess skal nú freistað, að bera fram sennilega tilgátu um reimleikana og or- sök þeirra. Séra Einar Jónsson hinn ættfróði telur, að Guðmundur Bessason á Melrakkanesi, faðir Narfa prests, fyrirrennara Bjarna, hafi verið tvíkvæntur; hafi síðari kona hans verið Margrét Bjarnadóttir prests í Stöð, Jónssonar. Jón Sigfússon ættfræð- ingur á Ketilsstöðum segir, að Margrét þessi hafi þótt ekki all-þjóðleg og hafi verið kölluð Galdra-Manga. Frá þessu er áður sagt. Hafi nú Margrét þessi flutzt ekkja að Möðrudal til Narfa stjúpsonar síns (hún hefir þá getað verið allung, er hún var síðari kona föður hans) og svo orðið eftir í Möðrudal, þegar Narfi fluttist þaðan, má það vel vera, að hún hafi lagzt á hugi við Bjarna prest á milli kvenna og fengið það tillæti frá hans hendi, að þau hafi getið barn saman, en hún svo ekki getað alið barnið, er hún þá hefir verið orðin í rosknasta lagi, dáið af þeim sökum og valdið svo reimleikunum. Geta má og þess til, að sú sé einnig ástæðan til orð- rómsins um fjölkynngi Bjarna prests; hann hafi fengið fjölkynngisorð af við- skiptum sínum við Margrétu þessa. Gat galdrarykti þetta eftir á vel hafa flutzt til vígslutíma hans í meðferð þjóðsagnanna. Hugsanlegt er einnig, að Bjarni prestur hafi verið þríkvæntur, þótt ættfræðingar viti ekki til þess, og að Margrét þessi, eða önnur, hafi verið miðkona hans, og hafi svo farið, er þau hafi átt barn saman, og dauða konunnar bar að höndum, líkt því sem þjóðsögurnar herma. BÆNDATAL. Jón ríki Jónsson. Eftir dauða Bjarna prests Jónssonar var ekki byggð í Möðrudal um nálægt 20 ára skeið. Hús munu þó hafa staðið að mestu, svo og kirkjan. Um líkt leyti lagðist niður byggð í Víðidal, en byggð á Kjólsstöðum hélzt við fram á 19. öld, en hefir þó ef til vill lagzt niður um tíma í harðindakaflan- um eftir miðbik 18. aldarinnar. Vegna legu Möðrudals gagnvart al- mennri umferð um fjöllin, og þar sem byggð var ekki heldur í Víðidal, en Kjóls- staðir hins vegar alllangt úr leið, þá kom- ust ferðamenn ekki hjá því að leita endr- um og eins náttstaðar í bæjarhúsunum, en jafnan urðu þeir fyrir ágangi Möngu, svo sem sagnir herma. Sigf. Sigfússon þjóðsagnasafnari seg- ir, að Möðrudalur hafi verið í eyði í 50 ár. Að þeim tíma liðnum hafi reist þar bú Jón Árnason úr Dal, líklega Laxárdal í Þistilfirði, mikill maður og sterkur; hafi hann með aðstoð ákvæðaskálda ráðið af

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.